Leita í fréttum mbl.is

Fólk ætti að skammast sín - Það er ýmis vitleysa í gangi í umræðu um þetta mál.

  • Alþingismenn ættu að skammast sín fyrir að vera ekki búnir að innleiða hér á landi sáttmála um mannréttindi fatlaðra
  • Fólk ætti að skammast sín að ræða um þetta mál varðandi kosningar og fólk með fötlun án þess að vita nokkuð um þetta má. Það er rætt um fólk með fötlun eins og þau séu öll þroskahömluð og andlega skert. En svo er alls ekki. Þau eru eins misjöfn og þau eru mörg. 
  • Fólk sem t.d. er með notendastýrða persónulega þjónustu er með starfsfólk sem það ræður sjálft og starfsfólk sinnir öllum þeirra málum undir stjórn þess fatlaða. Fólk sinnir oft öllum þeirra persónulegustu málum og því er það að þau fötluðu treysta þeim fullkomlega enda þessir starfsmenn valdir af þeim nýta þjónustu þeirra. Þeir sem eru með miklar líkamlegar fatlanir líta á þessa starfsmenn sem hendur sínar og fætur.
  • Við sem þjóð ættum að skammast okkar fyrir að vera ekki búin að koma upp tölvubúnaði þannig að þessir einstaklingar sem ekki geta kosið eftir hefðbundum aðferðum geti gert það með hjálpartækjum án aðstoðar annarra. Þroskahamlaðir gætu t.d. greitt atkvæði með að benda á mynd, þeir sem eru líkamlega fatlaðir fengju t.d. stýripinna til að fara á milli möguleika. Blindir gætu farið í hljóðeinangrað herbergi eða fengið heyrnartólk og síðan notað hljóðgervil. Allt hlutir sem þyrftu ekki að kosta neitt gríðarlega en gætu leyst úr öllum þessum ömurlegheitum. 
  • En aðallega ítreka ég aftur að ummæli Sigurðuar Líndal og fleiri eru honum til minnkunar. Hann ætti sem best að vita t.d. að starfsfólk í þessum geira er bundið þangarskyldu sem er marg ítrekuð. Er ekki viss um að allir starfsmenn kjörstjórna skrifi undir þangarskyldu.
    Aðallega fer samt í taugarnar á mér hvernig er talað um þessa kröfu þeirra um að ráða sjálfir við hvaða skilyrði þeir greiða sitt atkvæði er bara til skammar.  Og að þetta hafi verið léttvæg krafa hjá þeim og svo framvegis. 

mbl.is Ákvörðunin „mikil vonbrigði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband