Leita í fréttum mbl.is

Það er til umhverfisvænni aðferð við álbræðslu!!!

Nú hefur umhverfisráðherra kynnt stefnu ríksistjórnar Íslands um að draga úr útblæstri  gróðurhúsalofttegunda um 50-75% fram til 2050, miðað við árið 1990.

Var að lesa eftirfarandi á vef www.ruv.is Takið sérstaklega eftir kaflanum þar sem ég breytti lit á letrinu.

Háleit markmið en framkvæmanleg

Skattleggja þarf stór og loftlagsfjandsamleg ökutæki, stuðla að notkun vistvæns eldsneytis og veita fé til rannsókna svo náist markmið ríkisstjórnarinnar um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 75% fyrir árið 2050. Þetta segir prófessor í eðlisfræði. Nauðsynlegt sé að draga úr losun frá stóriðju.

Gróðurhúsalofttegundir hækka hitastig á Jörðinni með því að halda varma innan lofthjúpsins. Sú lofttegund sem leikur lykilhlutverk í þessum áhrifum er koltvísýringur. Heildarútstreymið á Íslandi 2004 var 3,7 miljónir tonna koltvísýringsígilda. Fjórðungur er vegna stóriðju. Hlutur stóriðju í losun þessara skaðlegu lofttegunda verður mun meiri ef álverið í Straumsvík verður stækkað, álver rís í Helguvík og á Húsavík og þegar Fjarðarál verður komið í gagnið. Þá eykst losun samtals um hálfa aðra miljón tonna koltvísýringsígilda. Álverið í Reyðarfirði mun losa jafnmikið af koltvísýringi út í andrúmsloftið og allir bílar á Íslandi samanlagt.

Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor í eðlisfræði, segir markmið ríkisstjórnarinnar háleit. Því sé þó hægt að ná ef gripið verður til sterkra stjórnvaldsaðgerða.

Hann segir að draga þurfi úr losun vegna stóriðju til að markmið ríkisstjórnarinnar náist. Þróuð hefur verið vistvænni tækni við álframleiðslu en hún felst í rafskautum sem ekki mynda koltvísýring. Aðferðin er dýr, segir Þorsteinn, en æskilegt sé að þrýsta á álframleiðendur að nota hana.
 

Þessi kafli hér fyrir ofan vakti athygli mína þar sem ríkisstjórnin hefur haldið því fram að álver hér notuðu uhverfisvænstu  aðferðir sem völ væri á. En svo virðist vera til mun umhverfisvænni aðferð. Þó hún kosti eitthvað þá væri nú vit fyrst að við erum svona vinsæl sem pláss undir álver að krefjast þess að þau sem nú eru í rekstri hér og þau sem eru að stækka verði skikkuð til að taka upp þessa aðferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður er þetta draumsýn, ennþá. 

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Starfsmaður Alcan

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband