Leita í fréttum mbl.is

Hagnaður bankanna vegna vaxta- og þjónustugjalda jókst um fjórtánhundruð prósent

 Ég var reyndar búinn að tala um þetta áður en þessi frétt á www.visir.is setur þetta skipulegra upp heldur en ég hafð þetta áður:

Hagnaður íslensku bankanna; Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, vegna vaxta- og þjónustugjalda jókst um fjórtánhundruð prósent á milli áranna 2002 og 2006. Árið 2002 var saman-lagður hagnaður bankanna þriggja vegna vaxta- og þjónustugjalda tæpir ellefu milljarðar en tæpir 165 milljarðar árið 2006. Vaxtatekjurnar hækkuðu úr rúmum 24 milljörðum upp í tæpa 131, eða um 435 prósent, og þjónustutekjurnar hækkuðu úr rúmum þrettán milljörðum króna upp í rúma 92, eða um 594 prósent. Þetta kemur fram í gögnum sem upplýsingasvið Alþingis vann fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar.

Jóhanna segir að þessar tölur staðfesti bankaokrið sem hafi viðgengist hér á landi frá því bankarnir voru einkavæddir. „Bankarnir hafa svigrúm til þess að lækka vexti og ég vil að neytendur fái líka að njóta þess sem einkavæðingin hefur skilað en ekki bara bankakóngarnir," segir Jóhanna. Hún telur að Jón Sigurðsson hafi ekki brugðist við tilmælum frá Samkeppniseftirlitinu í ágúst árið 2006 um að bregðast við þeirri fákeppni á bankamarkaði sem væri hér á landi og skaðaði neytendur. Þingmaðurinn vill að Jón Sigurðsson láti fara fram rannsókn á háum bankakostnaði og meintu samráði bankanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband