Leita í fréttum mbl.is

Lýðræði - Þingræði - Ráðherraræði ?

Var að lesa á vef Kristins H Gunnarssyni þar sem hann er fjalla um stjórnunarhætti hér á Íslandi. Hann vill meina að ráðherrar sem eiga að starfa í umboði þingmanna séu gjörsamlega oft úr tengslum við þingmenn. Eða eins og hann segir:

Þingbundin stjórn eða múlbundnir þingmenn?

Í stjórnarskrá lýðveldisins er kveðið á um það í 1. grein að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn. Við fyrstu sýn ætti ekki að leika neinn vafi á því hvað felst í þessum fyrirmælum. Ríkisstjórnin er bundin af Alþingi, hún verður að styðjast við þingið í störfum sínum.

En ekki er allt sem sýnist. Ólafur heitinn Þórðarsom sagði stundum á Alþingi að þessu hefði verið snúið við, á Íslandi sæti stjórnbundið þing. Hann átti auðvitað við að hlutverkið hefði snúist við, ríkisstjórnin eða einstakir ráðherrar færu sínu fram og hlutskipti þingmanna væri oft ekki annað en að standa frammi fyrir gerðum hlut ráðherranna og hlýða þeim eins og húskarlar forðum.

Sannast sagna er þetta oft reyndin, og oftar en kjósendur grunar. Örfáir forystumenn stjórnarflokkanna ráða málum til lykta í einhverjum bakherbergjum og ætla svo þingmönnum að hrinda ákvörðunum í framkvæmd möglunarlaust og aðeins með þeim breytingum sem forystumennirnir samþykkja.

Síðan lýsir hann ástandinu svona:

Segja má að ráðherrarnir starfi meira og minna án afskipta þingmannanna sem þeir styðjast við, þá er skýr aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds. En þegar málin eru komin til þingsins breytist þetta og samstarf framkvæmdavalds og löggjafarvalds verður svo náið að löggjafarvaldið má helst ekki snúa sér við án samþykkis framkvæmdavaldsins.

Sem dæmi um þetta tekur hann nýlegan saming við Sauðfjárbændur og bendir á breytingu á þessum samningi sem afnemur útflutningsskyldu sem hafi komið á jafnvægi á markaði hér varðandi framboð og eftirspurn og  segir:

Í þessu máli var ekki haft samráð við þingmeirihlutann svo mér sé kunnungt um. Ekki var sótt þangað umboð til þessarar stefnubreytingar, ekki var rætt við þá þingmenn stjórnarliðsins sem sátu í landbúnaðarnefnd og þegar ég fór úr þingflokki framsóknarmanna var hvorki búið að sýna þar samninginn, kynna hann eða bera undir þingmenn og voru þó liðnar tvær vikur frá því að samningurinn var undirritaður með pompi og prakt. Má ég minna á að ég var varaformaður landbúnaðarnefndar Alþingis meðan samningar stóðu yfir.

Það þarf enginn að ímynda sér að ráðherrarnir láti það afskiptalaust að alþingismenn breyti samningnum í meðförum þingsins. Þvert á móti. Það verður að öllum líkindum ekki liðið. Þau eru fleiri málin með þessu lagi. Þessu þarf að breyta til þess horfs sem gert er ráð fyrir í stjórnarskránni. Írak, fjölmiðlamálið og Baugsmálaferlin, svo dæmi séu nefnd, hefðu sennilega aldrei skekið þjóðfélagið ef raunverulega væri þingbundin stjórn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband