Leita í fréttum mbl.is

Er þetta það sem Birni finnst vera aðalhlutverk þingamanna?

„Hið undarlega er að þingmönnum flokksins tekst ekki að ná þeim vopnum sem þeim eru rétt á hverjum degi til að berja á ríkisstjórninni. Þá var kjörinn sérstakur varaformaður flokksins síðla síðasta vetrar með það sem höfuðverkefni að blása lífi í starf hans,“ segir Björn og vísar til kjörs Kristjáns Þórs Júlíussonar, alþingismanns, sem 2. varaformanns flokksins.

Á maður sem sagt að trúa því að Björn Bjarnason telji nú á tímum efnahagsþrenginga og deilna um leiðir að það sem besta sem stjórnarandstaðan geti gert sé að "berja á ríkisstjórninni"? 

Hefði einhvern vegin haldið að það væri heldur að leita samstarfs við stjórnarflokkana um þau mál sem Sjálfstæðisflokkurinn teldi til framfara. Og finnst mönnum málþófið sem Ragnheiður Elín stóð fyrir hafi hjálpað Íslandi til frambúðar? Sá ekki betur en t.d. um Jólin hafi samningar um þinghlé einmitt náðst þegar hún þurfti að fara erlendis. 


mbl.is Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki ná vopnum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband