Leita í fréttum mbl.is

Bjarni farin að stunda : „Let them deny it" Þ.e. ljúga þar til annað er sannað

Í þessir frétt lýgur hann bara blákalt vitandi betur. Sbr.

26.9.2012

Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um skattbyrði.

Viðtalinu fylgir línurit þar sem sýnt er að skattbyrði hafi vaxið hjá öllum tekjuhópum frá árinu 2007. Þetta línurit og þeir útreikningar sem það byggir á eru alrangir enda munu hinir tekjulægri að minnsta kosti ekki kannast við það sem þar er verið að sýna.

Línuritið sýnir skattbyrði eftir tekjum fyrir árið 2012 annars vegar og árið 2007 hins vegar.  Línan um skattbyrði ársins í ár er rétt og engar athugasemdir við hana. Það er útreikningurinn fyrir árið 2007 sem er meingallaður. Hann er gerður þannig að í stað þess að reikna skattbyrði miðað við skatthlutfall ársins 2007 og þann persónuafslátt sem þá var í gildi hefur sú tala verið færð upp til verðlags dagsins í dag með vísitölu neysluverðs. Þannig greiddi enginn maður skatt árið 2007. Línuritið hér fyrir neðan sýnir skattbyrði þessara tveggja ára eins og hún var í raun og veru:

Skattbyrði í staðgreiðslu (tekjuskattur og útsvar) 2007 og 2012
 
Þarna sést svo ekki verður um villst að skattbyrði fólks með tekjur allt að um 500 þúsund krónur á mánuði er lægri nú af hverri krónu í tekjur en hún var árið 2007 og munar mestu hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Skattbyrðin hefur vaxið hjá þeim sem hafa hærri tekjur enda hefur það verið ætlun ríkisstjórnarinnar að nota skattkerfið til að jafna ráðstöfunartekjurnar. (http://www.fjarmalaraduneyti.is/almennar_frettir/nr/15876)

 


mbl.is Allir borga hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband