Leita í fréttum mbl.is

Jón Sigurðsson: Hvetur bankana eindregið til að lækka gjöld á almenning

Mér finnst alveg óþolandi að við almenningur höfum enga vernd lengur fyrir einkaaðilum. Nú fyrir nokkrum mánuðum tilkynnti sami Jón að ríkð hefði ekkert lengur með stjórn á stóriðjustefnunni. Heldur væru það fyrirtækin sjálf sem hefðu mest um þetta að segja ásamt sveitarfélögum.

Nú í dag kemur hann með almenna beiðni til bankanna um að lækka gjöld og okur á almenningi. En annars virðist hann ekki geta gert neitt. Það hefur verið sagt að samkeppnisstofnun geti ekki gert neitt nema að beina tilmælum til bankanna. Því er ég á því að hér þurfi að setja almennileg samkeppnislög sem gefa samkeppnisyfirvöldum aukin völdi til að bregðast við og gera eitthvað. Hér eru við lýði alskyns íþyngjandi ákvæði sem binda fólk við ákveðna banka eins og uppgreiðslugjald og fleira. Og enginn virðist geta gert neitt í þessu. Hér reka bankarnir saman fyrirtæki eins og reiknisstofu bankanna og greiðslukortafyrirtæki. Og auk þess eiga þeir hver í örðrum og eigendur þeirra enn meira. Og enginn getur gert neitt og enginn óttast samráð.

Ég tel að öllu þessu frelsi hér hefði átt að fylgja aukið eftirlit með því að menn kunni með það að fara.

Mér finnst það að ráðherra þurfi að koma með svona beiðni til banka um að lækka gjöld sé líka óþolandi og sýnir að hér er engin samkeppni og að bankamálaráðherra hefur engin tæki til að koma vitinu fyrir þá.

 

Vísir, 18. feb. 2007 12:09

Hvetur banka til að lækka álögur

Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hvetur bankana eindregið til að lækka gjöld á almenning og segir þá hafa fjárhagslega burði til þess. Hann segir ekki ástæðu til að rannsaka sérstaklega meint samráð bankanna. Við séum nú stödd þar sem hagsveiflan sé ekki að öllu leyti gengin niður og vextir því háir. Við rifjuðum um norræna bankaskýrslu í fréttum okkar í gær sem sýndi meiri vaxtamun hér og góða eiginfjárstöðu bankanna.

Jón segir að í skýrslunni segi berum orðum að bankarnir gætu staðið sig betur í því að lækka ýmsar álögur og kostnað sem leggst á almenning. Til þess hafi þeir alla fjárhagslega burði.

Hann segir eðlilegt að Samkeppniseftirlitið fái fyrst tækifæri til að ýta á eftir sínum aðfinnslum - en nú er hálft ár síðan eftirlitið beindi tilmælum til bankanna án þess að þeir hafi brugðist við. En vill hann hvetja bankana til að lækka álögur?

Jón segir það augljóst að þeir vilji hvetja bankana eindregið til að lækka álögur.

Jón segir menn hafa næga vitneskju um fjármál bankanna þó að bankarnir torveldi hinum almenna neytanda að skipta um banka með ýmsum leiðum.

Hann segir að það þurfi að upplýsa hinn almenna neytanda betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Jón hlýtur að eiga erfitt með að ráðast fram af hörku.  Það má ekki gleyma því að fjármögnunarkempur Framsóknar fengu Búnaðarbankann á slikk.

Sigurður Ásbjörnsson, 18.2.2007 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband