Leita í fréttum mbl.is

Bara af því að ég sá að Heimssýn bloggaði um þessa frétt.

Þeir eins og Mogginn slá upp meðaltalsatvinnuleysi í ESB ríkjum sem er í dag jú 11,6%. En eins og þessir menn ættu að vita þá er ESB ekki ríki heldur samstarf ríkja og þeir sleppa því alveg að segja frá því að þetta sé meðaltal allara landana. En ef við kíkjum á þetta þá stendur í þessari skýrslu líka:

Among the Member States, the lowest unemployment rates were recorded in Austria (4.4%), Luxembourg
(5.2%), Germany and the Netherlands (both 5.4%)

Þetta er nefnilega svo að þessi lönd eru eins misjöfn og þau eru mörg.  Og svo skv. gögnum sem þetta er byggt á að atvinnuleysi hér á sama tíma 6,3%. Vildi að þessir menn hættu að bulla í fólki þarna á Heimssýn. 

Hér má sjá mynd úr þessari skýrslu og þar má sjá að Atvinnuleysi t.d. í Danmörku er 8% og svipað í Finnalandi og Svíþjóð. Og í ríkasta landi heims Noregi er 3% atvinnuleysi.   Þannig að ESB og atvinnuleys eru bara engin rök. Lönd eins og Finnland með Evru eru með svipað atvinnuleysi og Svíar með sænska krónu. 

 

atvinnuleysi_1178478.jpg

 

Smelli á mynd til að stækkan hana 2X


mbl.is Atvinnuleysi eykst á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Magnús, ESB er jú samstarf ríkja.  En kanntu þá einhverja skýringu á því af hverju hin frjálsa för vinnuaflsins er ekki nýtt til þess að flytja hluta af atvinnulausum ESB-ingum til þeirra sambandsríkja sem hafa minnst atvinnuleysi? 

Samkvæmt þessum atvinnuleysistölum þola Austurríki, Holland, Þýskaland og Lúxemborg að deila atvinnunni og/eða atvinnuleysinu með félagsríkjum sínum.

Þetta er eitthvað svo ósköp eigingjarnt í þessu  að sumar þjóðirnar njóti 4-5% atvinnuleysis á meðan aðrar hafa 20-25%.  Er þetta ekki samband þjóða þar sem einn er fyrir alla og allir fyrir einn?

Kolbrún Hilmars, 31.10.2012 kl. 19:50

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Magnús. Það er flókið að greina atvinnuleysi ýmissa landa. Ég hef starfað með mörgum Dönum í Noregi, og líklega teljast þeir ekki atvinnulausir Danir. Þetta er bara lítið dæmi um hversu villandi atvinnuleysistölur eru í raun.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.10.2012 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband