Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú merkilegar tölur

Hagnaður nemur 11,4 milljörðum en rekstartekjur eru ekki nema 6.2 milljörðum. Hélt að söluhagnaður teldist til tekna. En það er rosalegt að hagnast um 11,4 milljarða ef miðað er við þessa 6,2 milljarða.

Frétt af mbl.is

  Hagnaður Stoða 11,4 milljarðar
Viðskipti | mbl.is | 19.2.2007 | 9:43
Mynd 421496 Hagnaður Fasteignafélagsins Stoða nam 11.395 milljónum króna á síðasta ári en nam 2.085 milljónum króna fyrir sama tímabil árið áður. Rekstrartekjur ársins 2006 námu 6.191 milljónum króna en námu 3.468 milljónum króna árið 2005.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Magnús ert þú einn af þeim sem háskólagengnir kennarar kendu lífsleikni

(þetta sem sósarnir eru svo stoltir af) en gleymdu að kenna þér að leggja

saman og draga frá.

Fyrir svona félag sem er rekur fasteignir eru rekstrar tekjur t.d. leigutekjur,

innkomnar vaxtatekjur o.s.fr. Hagnaður af því er tekjur nínus kostnaður við

viðhald o.s.fr. Heildar hagnaður er sá hagnaður plús það sem fasteignir og

hlutabréf hafa hækkað á árinu.

Það er engin furða að pólitískt lýðskrum fari svona vel í fólk, ef skilningurinn

byggist aðalega á lífsleikni kunnátu.

Leifur Þorsteinsson, 19.2.2007 kl. 13:36

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei ég er alveg saklaus af því að hafa lært lífsleikni yfir höfuð. Þessvegna átti ég erfitt með að skilja þetta kannski. Ég hef yfirleitt vanist því að hagnaður væri mismunur á tekjum og útgjöldum. En þegar að hagnaður af 6 milljaðrðarekstrartekjum er 11 milljarðar þá sagði ég svona út í loftið að þetta væru skrýtnar tölur. Því að fyrirtæki með rekstrartekjur upp á 6 milljaðra er að hagnast 2x þá upphæð. Ég gerði mér reyndar grein fyrir að þetta væru tekjur af hlutabréfum og gengishagnaður en er það ekki hluri af rekstri fyrirtækis og því rekstrartekjur?

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.2.2007 kl. 17:25

3 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Nei rekstrartekjur eru tekjur af rekstri eins og heitið ber með sér. Þ.e.

beinharðir peningar (rauntekjur). Hitt er bókhaldslegur gróði. Hús og

hlutabréf eru þau sömu,bara hærra skrifuð vegna breytingar á gengi,

hlutana.

Leifur Þorsteinsson, 19.2.2007 kl. 17:57

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ok takk fyrir upplýsingarnar. Eru þá fjárfestingarfyrirtæki með nær engar rekstrartekjur þar sem að megnið af þeirra tekjum er bókhaldslegur gróði?

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.2.2007 kl. 22:06

5 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hugsaðu maður. Hvað með ef fyrirtækið tæki up á því að selja hús

eða hlutabréf sem hafa hækkað síða þau voru keypt eða byggð þá

mynduðust fjármunir sem teldust til rekstrartekna.

Þetta verður að skýra fyrir þér tölurnar í fréttinni, ég nenni ekki að standa í þessum skrifum

Leifur Þorsteinsson, 19.2.2007 kl. 23:20

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekki það að ég ætlist til svars en þetta finnst mér út í hött. Það sem þú ert að tala um er eignaaukning. Það er ekki hægt að að tala um hagnað nema hann sé leystur út. Þetta væri svipað og segja að húseigandi hagnaðist vegna þess að húseingin hans væri metin hærra. Hann hagnast samt ekki á henni fyrr en hann hefur leyst það fjármagn út.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.2.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband