Leita í fréttum mbl.is

Þetta snýst sem sagt ekki um rök lengur!

Sýnist að Páll hafi þá stefnu að þagga beri niður allar raddir með góðu eða illu sem eru ekki sammála honum og Heimssýn. Þeir vilja helst koma þeim flokkum úr umræðunni sem ekki fara eftir því sem þeir segja. Þorar ekki að taka sénsin á því að fólk átti sig á því hversu einhliða málflutning þeir boða. Hversu einhliða upplýsijngar þeir bera í fólk. Oftast frá einhverjum jaðar samtökum í Evrópum eða fulltrúum eða þingmönnum sem eru svona sér og út í horni í sínum heimalöndum.

Svo nú á að enbeita sér að því að styrkja framsókn og sjálfstæðisflokk og helst að þeir verði einráðir hér. Allir skoðanir nema Páls verði helst bannaðar og Ísland verði hér á hjara veraldar,einangrað í höftum með sína krónu eins og hún er. Þetta er framtíðinn sem hann boðar okkur. Og enginn skuli voga sér að vera á mót honum. Meira að segja Vg sem þó er á móti inngöngu í ESB en vill að fólkið í landinu fái tækifæri að sjá hvernig kjör okkur bjóðast í samningi, eru réttdræpir því að það á ekki að taka neina áhættu á að leyfa fólki að sjá hvað býðst. 


mbl.is Sakar Heimssýn um tvískinnung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta er greinilega flókin og viðkvæm flétta hjá eldgamla Páls/Styrmis-ritstjóra-kompaníinu flokka-hefta.

Opin umræða, heiðarleiki, lýðræði og víðsýni er víst víðs fjarri raunveruleikamynd þessara eldgömlu og gjörspilltu topp-píramída-stjórnenda!

Þeir gömlu og spilltu sjá einungis flokkseigenda-hagsmuni, en ekki þjóðarhagsmuni og lýðræði!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.12.2012 kl. 00:33

2 Smámynd: Júlíus Guðni Antonsson

Þetta snýst einmitt um rök. það er einfaldlega verið að benda fólki á að ef lýðræðið á að virka er eðlilegt að kjósa ekki þá flokka sem ganga þvert gegn skoðunum kjósenda sinna.

Júlíus Guðni Antonsson, 11.12.2012 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband