Leita í fréttum mbl.is

Held að Sigmundur Davíð ætti nú að sleppa þessu!

Að Alþingismaður sem á að vera búinn að kynna sér málin tali svona eins og að virkjanir geti bætt umhverfið! Þetta er svona svipað og segja að það sé gott til að stoppa sandfok með því að malbika hálendið? Þetta er svo vitlaust að það hálfa væri nóg. Svo er nú kannski nauðsynlegt að fara ekki af stað í virkjanir áður en búið er að selja rafmagnið úr þeim. Því menn ættu bara að muna hér upp úr 1990 eða var það 1980 þegar að landsvirkjun sat upp upp með mikið magn óseldrar orku úr minnir mig Blönduvirkjun og fór um heimin að bjóða ódýrt rafmagn með auglýsingarbæklingi sem boðað að hér væri ódýr orka, lág laun og sveigjanlega verkalýðsfélög.

Aðra þjóðir nema náttúrulega í Kína eru að fara varlega í virkjanir vegna þess að þær hafa umfangs mikil umhverfisáhrif. Þannig að það þurfa að vera óvéfengjanlegar rannsóknir en ekki svona eins og stjórarandstaðan tala að taka bara séns og byrja og sá hvort að þetta eða hitt gerist.  Virkjanir sem ekki er búið að fá kaupendur að rafmagni eru mjög dýrar ef farið er að byggja þær áður.  Bæði er fjármagn í þær dýrt þar sem lánveitendur hafa ekki tryggingu fyrir arðsemi þeirra og svo er dýrt að sitja með mikla ónýtta orku í kerfinni. 


mbl.is „Virkjanir geta bætt umhverfið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óvéfengjanlegar rannsóknir... þið heimtið það þegar það passar, en þegar þarf að keyra stjórnarskrá Íslands í gegn á korteri, þá er öllu kastað útí hafsauga, þarf ekki einu sinni að ræða málið.

Sá sem nennir getur kynnt sér sérfræðiskýrslur við mat á umhverfisáhrifum virkjana í neðri hluta Þjórsár. Sá sem nennir að gera það verður líka þess vísari að það er ástæða fyrir því að þeir SÉRFRÆÐINGAR sem komu að gerð Rammaáætlunar settu þær virkjanir í nýtingarflokk.

Öfgahópurinn Svandís Svavarsdóttir gerði Rammaáætlun að pólitísku plaggi, með því að þykjast vita betur. Kannski hefur hún ekki nennt að hafa þetta hangandi yfir sér...! Það er hins vegar ótrúlegt að hún hafi komist upp með að fara með þetta í biðflokk á grundvelli óskilgreindra "nýrra upplýsinga". Sé verið að tala um fiskinn í Þjórsá, þá er með öllu óskiljanlegt af hverju efri virkjanirnar tvær eru settar í biðflokk. Þjórsá var ekki laxgeng upp fyrir Búða þegar Landsvirkjun gerði laxastiga í ánna 1991. Allur lax sem er þar ofan við er því vegna aðgerða Landsvirkjunar. Þar að auki er óumdeilt að virkjanirnar tvær hafa nánast engin áhrif á laxastofn Þjórsár, þar sem seiðadauði er lítill við að fara í gegnum virkjanirnar, auk þess sem búsvæði eru ekki stór ofan þeirra.

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna er því hérna að rústa faglega unnu plaggi í pólitískum hrossakaupum. Hún sýnir sama óþverraháttinn hér og hefur einkennt hana frá upphafi. Djööööfull verður gott að losna við hana í vor!

Ófeigur (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 23:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

OH! Já Ófeigur,, skulum dansa og daganna njóta,elda dýrindis rúsínugraut!!!

Helga Kristjánsdóttir, 14.12.2012 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband