Leita í fréttum mbl.is

Nú verður Heimssýn sýnist mér að fara að finna eitthvað annað til að ljúg að fólki.

Bæði Heimssýn og Vinstrivaktin verða nú að finna sér nýtt efni til að ljúga að fólk ef að þessi viðsnúningu er komiin til að vera:

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor´s hækkaði í dag lánshæfismat Grikklands um sex flokka. Fyrirtækið þakkar fyrst og fremst ríkum vilja evruþjóðanna til að halda evrusvæðinu saman þennan árangur.

Lánshæfiseinkunin er nú B mínus. Í umsögn fyrirtækisins segir að góður árangur hafi náðst í niðurskurði ríkisútgjalda, á sama tíma og síðari hluti neyðarláns ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins streymir nú til Grikklands. Alls hefur Grikkland fengið 149 milljarða evra í neyðarlán og von er á 100 milljörðum til viðbótar.

S&P segir í umsögn sinni að langtímahorfur fyrir Grikkland séu nú stöðugar. Evruríkin hafi sýnt mikla áræðni í viðleitni sinni til að halda Grikkjum innan evrusvæðisins og hún sé nú farin að skila sér.

Í frétt BBC segir að hækkunin sé ekki bara traustsyfirlýsing í garð Grikklands, heldur einnig evrusvæðisins í heild sinni. Þetta þýði þó ekki að Grikkland sé laust allra vandamála, heldur líta fjárfestar svo á að ekki sé lengur hætta á greiðslufalli.

Þeir gætu næst farið og sótt efni  í ræður og greinar frá 1992 og þar á eftir um að EES samningurinn mynd valda því að hér yrðu öll okkar mið full af erlendum togurum, allar jarðir í eigu útlendinga og öll fyrirtæki yrðu gleypt af útlendingum ef við gengjum í EES. Því við myndum ekki fá neinar undanþágur.  Sé ekki að neitt hvað ræst af því en það má reyna að ljúga því aftur. 

 


mbl.is Füle: Talsverður árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grikkland er komið aftur upp í ruslflokk vegna þess að það er talið að ESB ætli ekki að láta franska og þýska banka brenna sig mikið meira á skuldum Grikkja.

Þú mátt kalla það viðsnúning ef þú villt.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 22:56

2 identicon

Jamm, það verða allir andstæðingar ESB að hætta að ljúga um stöðu Grikklands.

Landið er í ruslflokki, betra að hafa þetta rétt.

Hinsvegar má benda á það, að þegar andstæðingar ESB bentu á að Grikkland var gjaldþrota, þá var landið gjaldþrota. Ekki satt?

Að vísu er Grikkland jafn gjaldþrota og það var, munurinn á stöðunni í dag og í gær, er sá, að núna er það viðurkennt að borgarar annarra ríkja evrunnar eiga að borga skuldir Grikkja. Jú, og að sjálfsögðu á að spretta upp húðinni á Grikkjum sjálfum, og skera af allt inn að beini.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 00:24

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Innilega sammála því, að sannleikurinn er sagna bestur. Það eru gömul sannindi og ný. Það væri ekki verra, ef allir, en ekki bara sumir, myndu temja sér að segja sannleikann.

Hverjir eru þessir: "Grikkir", sem rýja almenning í Grikklandi inn að beini? Hverjir eru þessir: Standard & Poor's, sem leika sér að því að tala fjárhag þjóða upp og niður, eftir eigin geðþótta, í heldur vafasömum tilgangi, að því er virðist?

Það væri fróðlegt og gagnlegt að vita allan sannleikann, frá öllum sjónarhornum, en ekki skáldaðan "sannleika" með rörsýn spilltrar stjórnmála-elítu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.12.2012 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband