Leita í fréttum mbl.is

Nú reynir á þjoðina!

Fyrst að þetta mál fór í dag eins og það fór, þá þarf þjóðin að gera upp við sig eftirfarandi:

Ætlar það að láta uppgjafa þingmann og ritstjóra segja sér hvað henni sé fyrir bestu http://www.evropuvaktin.is/

Eða sérviskuliðið í Heimssýn sem hikar ekki við að ljúga að fólki ef það er málstaðnum í hag www.heimssyn.is 

Eða fyrrum alþingismann sem hefur verið á móti öllum alþjóðasamningum sem við höfum gerst aðilar að http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/  

Það sem þessir aðilar eru í raun að boða er óbreytt ástand hér. Óbreytt staða. Þar sem sérhagsmunaöflin LÍÚ og bændasamtökin ráða öllu . 

Eða ætlar þjóðin að mynda sér sjálf skoðun. Skoða t.d. möguleika á hvað þátttaka í stærra efnahagskerfi getur boðið okkur í formi meiri samkeppni og lægra vöruverðs, hagstæðari vaxta, stöðugri gjaldmiðli, afnámi á verðtryggingu í framhaldinu, mögulegum lausnum á aflandskrónum og krónubréfum auknum möguleikum í útflutningi, þátttöku í Evrópu og áhrifum á  tilskipanir ESB en við höfum í dag. ESB er að ná sér eftir niðursveiflu og ólíkt okkur þá stóðu ríkjum ESB sem nota evru til boða aðstoð Evrópska seðlabankans og fengu lán á hagstæðari kjörum en við . 

Ætlar þjóðin að láta einhverja leikmenn sem í raun hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala um ráða framtíð sinni eða ætlar fólk að heimta að fá réttar upplýsingar og mynda sér skoðun sjálft. Minni á hvað fyrrum forsætisráðherra Frakka sagði okkur. Vegna ört stækkandi hagkerfa í Kína og Indlandi þá verða Vesturlönd að mynda saman viðskiptabandalag því annars verðum við undir innan nokkra áratuga. Og eins að við gætum kosið að vera utan þessarar samvinnu en þá yrðum við líkast til ekki til sem ríki eftir 25 til 30 ár hér ein á hjara veraldar. 


mbl.is Ekki ákvörðun korteri fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Magnús Helgi; sem oftar !

Hví; ættu vaxandi hagkerfi Indverja og Kínverja, að vekja ''ótta''  Íslendinga - eða annarra Vestrænna ?

Eru ''yfirburðir'' Hvítra ESB Evrópumanna, í svo mikilli hættu, Magnús minn ?

Ertu farinn; að óttast réttmætt - og löngu tímabært undanhald gömlu Evrópsku nýlenduveldanna, á Heimsmörkuðunum, Kópavogsbúi góður ?

Með; beztu kveðjum úr Árnesþingi - þrátt fyrir grímulausa kynþátta hyggju síðuhafa, þessarrar vefsíðu /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband