Leita í fréttum mbl.is

Nú eru þeir á því að krónan dugi ekki? Eitthvað nýtt.

Engin þjóð svo ég viti hefur tekið upp Kanadadollar aðrir en þeir sjálfir.  Dollar getum við tekið upp en þar sem við getum ekki prentað hann þá þurfum við væntanlega að kaupa hann allan og ekki bara peningaseðla. Og ef að það á að redda gjaldeyrishöftum þá þurfum við væntanlega að eiga dollara á lager rafrænt til að greiða þær eignir út á einn eða annan hátt.

Og ég bara leyfi mér að efast um að þessar stöðugu þjóðir hafi nokkurn áhuga á að vera í samstarfi við okkur með gjaldmiðil sinn. Þar sem að hagsmunir okkar og Bandaríkjana og Kanada sveiflast bara ekki eins. 

En eins og venjulega finnst mönnum betra að fara í svona óvissuferð en að ganga í ESB og fá gjaldmiðlasamstarf. Frekar að taka upp einhliða mynt og geta svo bara áfram hagað sé ógætilega eins og hingað til. Og með upptöku þessara mynta þá væri öruggt að öllum efnahagsvanda hér yrði ekki velt yfir á fólk með því að fella gengið heldur yrði að leysa það með vöxtum. Og svo atvinnuleysi. Og við hefðum enga möguleika á seðlabanka sem lánaði okkur til þrautavara eða gæti hjálpa okkur við að stýra penignamagni í umferð. 

Úr þessar væntanlegu ályktun á Landsfundi Sjálfstæðisflokks. 

Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn. Til þess að svo megi vera telur landsfundur rétt að hafist verði handa við undirbúning um að taka í notkun alþjóðlega mynt á Íslandi í stað íslensku krónunnar. Alþjóðlegar myntir sem til greina gætu komið fyrir Ísland eru meðal annars Bandaríkjadalur, evra, Sterlingspund, norsk króna og Kanadadollar,“ segir í drögum að ályktun um efnahagsmál.

Í drögunum segir að Sjálfstæðisflokkurinn telji eðlilegt að láta kanni sérstaklega þau kjör og valkosti sem bjóðast við upptöku Kanadadollars og Bandaríkjadals. Mjög ólíklegt sé að útgáfulönd þessara mynta setji sig upp á móti því að Íslendingar notist við þeirra mynt. Sérstaklega beri að kanna möguleikann á vilja Kanadamanna til samstarfs og stuðnings við slíka gjaldmiðlabreytingu.

 


mbl.is Króna í höftum ekki framtíðargjaldmiðill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband