Leita í fréttum mbl.is

Nú það setur Bjarni Ben bara sem stefnumál Sjálfstæðisflokkinn að við segjum okkur frá EES

Væri í þessu tilfelli gott að vita hverning þetta er í Noregi. Málið er að við höfum hér tekið upp tilskipanir frá ESB án þess að raunveruleg heimiild sé til þess í stjórnarskrá. Held að Bjarni tali þarna eins og hann geri sér ekki grein fyrir út á hvða EES gengur. Það er t.d. furðulegt að ætla okkur að vera þátttakendur í sameignilegu viðskiptasvæði ESB og EFTA en láta svo eins og reglur þar komi okkur ekki við. Stjónrnarskráin leyfir okkur heldur ekkert að framselja vald okkar til ESA.
mbl.is „Fullkomin eftirgjöf gagnvart ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó fyrr hefði verið!!!

Wilfred (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 21:37

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Magnús, vinsamlegast hættið að láta eins og EES- samningurinn sé eitthvað meira en hann er: Samningur á milli þjóða. Ekkert valdaframsal á sér stað og sú hefð hefur skapast á alla vegu að ríkin hunsa þær reglur og úrskurði sem henta ekki þeirra þjóð, allt þar til Aðlögunar- Jóhanna tók við. Ég hlýddi einmitt á ágæta doktorsvörn um þetta efni í HÍ þar sem þetta var rakið.

ESB- aðild felur í sér alvöru valdaframsal á mörgum sviðum, t.d. í dómsmálum, þar sem við fengjum að halda Næst- Hæstarétti Íslands (því að Brussel yrði æðst).

Ívar Pálsson, 30.1.2013 kl. 21:52

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Lestu þetta:

Evrópusambandið er ósátt við frammistöðu Norðmanna innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), bæði hvað varðar innleiðingu á lagagerðum frá sambandinu og vegna tolla sem norsk yfirvöld hafa sett á vörur frá ríkjum þess. Þetta kemur fram á fréttavefnum Euractiv.com í dag og vísað í uppkast að skýrslu sem unnið er að fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og birta á síðar á þessu ári.

Fram kemur í fréttinni að Norðmenn hafi ekki innleitt yfir 400 tilskipanir frá Evrópusambandinu sem falla undir EES-samninginn sem Ísland er einnig aðili að. Þá er Noregur gagnrýndur fyrir að hafa hreinlega hafnað ýmsum tilskipunum frá sambandinu eins og til að mynda um að komið verði á samkeppni í póstdreifingu.

Haft er eftir danska Evrópuþingmanninum Bendt Bendtsen að Norðmenn sýni eigingirni með þessari hegðun sinni. Þeir vilji aðeins njóta þess góða af samstarfi við önnur Evrópuríki. Þá segir í fréttinni að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi staðfest að vaxandi óánægja sé með það innan sambandsins hvernig Norðmenn haldi á málum.

Maja Kocijancic, talsmaður Catherine Ashton utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, segir að verið sé að kanna með hvaða hætti sé hægt að refsa Norðmönnum innan ramma EES-samningsins. Bendtsen segir að rétta leiðin í þeim efnum sé að koma höggi á norskan sjávarútveg eða hóta því að reka Norðmenn úr EES-samstarfinu.

Vitnað er í Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sem segir samskiptin við Evrópusambandið vera í góðum farvegi og að það sé ekkert nýtt að ágreiningur sé um einstakar tilskipanir frá sambandinu. Erna Solberg, formaður norska Hægriflokksins, gagnrýnir hins vegar norsk stjórnvöld og segir þau ekki skilja þær gagnkvæmu skyldur sem leiði af EES-samningnum.

Þá segir hún að Norðmenn reki ekki nógu virka stefnu gagnvart Evrópusambandinu og séu ennfremur ekki að nýta öll þau tækifæri sem þeir hafi til þess að hafa áhrif á þá lagasetningu sem komi frá sambandinu í gegnum EES-samninginn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.1.2013 kl. 22:29

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Enda væri fáránlegt að tala um einn markað þar sem að mismunandi reglur væru svo í gildi. Þá gengi þetta bara alls ekki upp! T.d. hvenrig ætti að fást við t.d. hagsmuni manna vegna frjáls streymis fjármagns, fólks og annað ef að það hefði ekki sömu réttindi t.d. á atvinnumarkaði hér og í öðurm löndum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.1.2013 kl. 22:33

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fyrsta grein EES samningsins:

MARKMIÐ OG MEGINREGLUR

1. gr.


1. Markmið þessa samstarfssamnings er að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem nefnist hér á eftir EES.



2. Til að ná þeim markmiðum sem sett eru í 1. mgr. skal samstarfið í samræmi við ákvæði samnings þessa fela í sér:



a) frjálsa vöruflutninga;

b) frjálsa fólksflutninga;

c) frjálsa þjónustustarfsemi;

d) frjálsa fjármagnsflutninga;

e) að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum; og einnig
f) nánari samvinnu á öðrum sviðum, svo sem á sviði rannsókna og þróunar, umhverfismála, menntunar og félagsmála.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.1.2013 kl. 22:37

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Ráðamönnum og þingmönnum þjóðar ber að gæta réttar sinnar þjóðar til hins ýtrasta þegar gerðir eru milliríkjasamningar og síðan við túlkun og framkvæmd þeirra. Hverrar einustu greinar! Alþingi á að velta hverjum steini við áður en hver nú grein er staðfest og gerði það áður en Aðlögunin mikla hófst.

Norðmenn gera líkt og við gerðum, enda eðlilegt að ríki sem er utan ESB og er í samkeppni við það batterí taki ekki hvaða vitleysu sem er upp eftir Brussel. Þegnar Noregs ætlast til þess að þingið gæti hagsmuna þeirra.

Ívar Pálsson, 30.1.2013 kl. 22:45

7 identicon

Þú ert afturhalsseggur af verstu gerð. Að segja upp EEs samningnum myndi hafa skelfilegar afleiðingar. Þá myndum við verða Kúba norðursins. Föst á eyju í ballarhafi. Engin gæti flust til Evrópu til búa þar né vinna. Steingrímur gæti þá fyrst farið að haga sér eins og einræðisherra, eins og Fidel Castro fyrirmynd hans.

GA (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 23:52

8 identicon

Tilskipanir ESB eru mikklu betri heldur en íslenskar tilskipanir sem byggjast á hagsmunapoti og geðþóttum misvitra stjórnmálamanna.
Get ekki betur séð en að íslendingar séu hundóánægðir með þær reglur sem íslenskir ráðamenn eru að koma í gegn. Sem betur fer bjarga EES regluverkin okkur frá mörgum geðþótta ákvörðunum íslenskra þingmanna. Fleiri ESB reglur Takk!

Haraldur (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 23:56

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er óhætt að segja það Magnús Helgi og Haraldur að þið styðjið vel við bakið á ESB elítunni og eruð sammála því að fátækt og vosbúð sé það besta...

Innan ESB eru þessir tvær þættir sem ég nefni vaxandi vegna  regluverka ESB og það er ekki það sem ég óska Þjóð minni...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.1.2013 kl. 09:01

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

GA Þú ert vonandi ekki að tala um mig. Ég vill ekkert segja okkur frá EES. En miðað við mállflutning Bjarna Ben upp á síðakastið vill hann ekkert samstarf við ESB sem eru frekjur og ekki verðugir þess að eiga við skipti við okkur. Og í ljósi þess er það að ég segi honum bara að koma heiðarlega fram að tilkynna að Sjálfstæðismenn og Ingibjörg Guðrún vilja bara að við slítum okkur frá EES. Því eins og þau tala um ESB getur ekki verið að þau vilji hafa nokkur samskipti við ESB. En eins og sést efst á síðunni minni þá er ég algjörlega viss um að til framtíðar er okkur betur borgið við að ganga í ESB og alls ekki að slíta okkur frá EES. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.1.2013 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband