Leita í fréttum mbl.is

Varð hugsað til Sjálfstæðisflokks við lestur þessarar fréttar.

Bresk kona á áttræðisaldri sem var skilin eftir án lyfja, matar eða drykkjar í níu daga á heimili sínu lést á sjúkrahúsi. Fyrirtæki sem sinnti heimahjúkrun var lokað fyrr í þessum mánuði og enginn sinnt þörfum konunnar.

Þetta kerfi er einmitt eingetin hugmynd sem Sjálfstæðismenn hafa talað fyrir. Þ.e. að einkamarkaðurinn geti boðið svona þjónustu miklu ódýrara fyrir hið opinbera.  Og bara síðast  í gær heyrði ég í Ásdísi Höllu sem rekur víst svona fyrirtæki.

En viti menn. Ef við skoðum fréttir síðustu ára, man ég eftir að eldra fólk var að líða fyrir hörmungar umönnun á elliheimilum í Svíþjóð, í Danmörku og svo nú þetta i Bretlandi. Það er nefnilega þannig að það er takmarkað sem hægt er að lækka kostnað sem aðallega er bundin við laun og það lág laun. Eflaust eitthvað hagræði sem hægt er að ná en líka hættan á því að menn reyni að ná í hagnað með því að ráða inn fólk á mjög lágum launum, minnka umönnunartíma og kaupa ódýrari og verri vörur. Alls ekki að segja að svona sé þetta hér en fyrirtæki eru til að skila eigendum arði og þá verður alltaf svona hætta. http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2013/01/31/rikishotel_a_landspitalanum/


mbl.is Kona sem fékk enga umönnun lést
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Held þú ættir að skammast þín ef þú kannt það.Ætlar þú Sjálfstæðisflokknum að drepa fólk?

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 5.2.2013 kl. 18:12

2 identicon

Það virðist nú eitthvað annað að plaga þig en almenn skynsemi. Það virðist vera sama þótt hér kæmi frétt um endur með hægðatregðu, þú næðir að kenna sjálfstæðisflokknum um það.

Í gegnum söguna hefur það verið einkaframtakið þar sem framför heilbrigðisstarfseminnar hafa átt sér stað. Þér nægir að skoða nýlegar fréttir frá íslandi. Ríkisafskipti hafa allta drepið allt í dróma, sama hvar þau koma nærri.

Hefurðu fylgst með fréttum þessa dagana? Núverandi ríkisstjórn er að drepa niður allt heilbrigðiskerfið með klúðri og ráðaleysi.

Og í þessari tiltekinni frétt kemur skýrt fram að útlendingastofnun (ríkið) lokaði fyrirtækinu. Ekki datt þeim í hug að það hefði einhverjar afleiðingar. Hljómar ansi kunnuglega, ekki satt.

Ríkið = sóun og úrræðaleysi - hópheimska og valdabrölt, enginn ber ábyrgð

einkaframtakið = þróun, ráðdeild og útsjónasemi

Reynir (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 18:13

3 identicon

Einkabankarnir (einkaframtakið) = sóun og úrræðaleysi - hópheimska og valdabrölt, enginn ber ábyrgð.

Svona ég lagaði þetta fyrir þig Reynir.

Gabríel (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 20:36

4 identicon

Reynir, Það kemur einmitt EKKI fram í fréttini að útlendingastofnun hafi lokað fyrirtækinu. Þeir gerðu húsleit hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið hætti starfsemi í kjölfarið.

Larus Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 21:58

5 identicon

Fyrst þú spyrð, ekkert endilega, frekar til evrópusambandsins.

Bullumsull (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 14:43

6 identicon

Þetta er sami ergelsisboðskapurinn og í Jóhönnu Sigurðardóttur undanfarna daga.

axel (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband