Leita í fréttum mbl.is

Svona virkar krónan - Kafli 7

Af eyjan.is

Viðskipti Miðvikudagur 06.02.2013 - 13:58 

Sér ekki mun á gjaldmiðli EVE Online og íslensku krónunni: „Gerviveröld“

„[Þ]að  er hræðilegt til þess að hugsa að það er ekkert sem bendir til þess að þau færi á næstunni,“ segir forstjóri Össurar um gjaldeyrishöftin. Forstjóri CCP, sem heldur úti tölvuleiknum EVE Online, segir gjaldeyrihöftin skapa ákveðna gerviveröld.

Fjallað er um gjaldeyrishöftin í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti. Þar er rætt við þá Sigstein P. Grétarsson, aðstoðarforstjóra Marels, Jón Sigurðsson, forstjóra Össurar og Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP, um áhrif gjaldeyrishaftanna.

Hilmar Veigar segir það mögulegt að reka hagkerfi í höftum til frambúðar, þótt sú framtíðarsýn sé óspennandi. Fyrst og fremst séu það fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri sem lenda í vandræðum vegna haftanna.

Ísland er 300 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. CCP rekur 450 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. Báðir gjaldmiðlar eru undir gjaldeyrishöftum og ég sé einfaldlega ekki mikinn mun á þeim. Það má því segja að gjaldeyrishöftin skapi ákveðna gerviveröld,

segir Hilmar. Höftin koma sér sérlega illa fyrir CCP í samkeppni um starfsfólk, enda fyrirtækið að keppa við stórfyrirtæki á borð við Google og Facebook.

Við leggjum eiginlega ekki í það að útskýra fyrir fólki sem er kannski með starfstilboð frá Google eða Facebook að ef það komi til Íslands og vinni fái það pening inn á íslenskan bankareikning en að það sé óvíst hvort það geti tekið peningana með sér aftur vilji það fara. Það er ekki góð söluræða.

Þeir Jón og Sigsteinn eru sammála um að höftin hafi ekki áhrif á daglegan rekstur þeirra fyrirtækja, enda bæði Össur og Marel á undanþágum hjá Seðlabankanum. Hins vegar gera höftin fyrirtækjunum erfitt um vik að nálgast fjármagn til fjárfestingar í starfseminni á Íslandi, auk þess sem þau fæla frá erlenda fjárfesta.

Vandamálið við höftin er að það er ómögulegt að reikna út hvað þau gera mikinn skaða en mun auðveldara að reikna út hvað þau hjálpa mikið. Ef við ætlum hins vegar að hafa sambærilegt efnahagslíf á Íslandi og í Evrópu og Bandaríkjunum þá gerum við það ekki í höftum,

segir Jón. Sigsteinn segir höftin takmarka verulega möguleika innlendra fyrirtækja á að laða til sín erlent fjármagn og því sé brýnt að losna við þau sem fyrst.

Ég vil líka nefna að því er stundum haldið fram að krónan sé ekki vandamálið en þetta er allt tengt. Án krónunnar þyrftum við ekki höft.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband