Leita í fréttum mbl.is

Ömurleg fréttamennska!

Ég heyrði viðtalið við Katrínu í morgun. Hún tók það sérstaklega fram að það væri ekki um meiri peninga að ræða vegna þess að nú væri búið að afgreiðs fjárlagafrumvarpið. Og það með halla upp á 3,7 milljarða sem þýðir jú auknar lántökur sem því nemur. Þessvegna sagði hún að hún hefði ekki meira fé til reiðu. En það verður örugglega á endanum hægt að kreista eitthvað meira út. En það lendir þá í aukafjárlögum.
mbl.is Margir milljarðar í ný útgjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Já það er svo sannarlega ömurleg fréttamennska að fjalla um forgangsröðun "fyrstu hreinu vinstri stjórnarinnar" Auðvitað eiga menn ekkert að vera að spá í henni, bara að vera þakklátir fyrir að hafa þessa snillinga við stjórnvölinn 77 daga í viðbót.

Hreinn Sigurðsson, 9.2.2013 kl. 00:37

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Magnús minn. Það hefur verið vitað lengi að hjúkrunarfræðingar hafa ekki verið ánægðir með laun sín í lengri tíma. Þegar Björn fékk launahækkun náðist að eyðileggja þá sátt sem ríkti þó um það að spara og hagræðing í launamálum. Fjárlagafrumvarpið var lagt fyrir alþingi þann 11. september í fyrra og samþykkt 20. september. Fyrsta frétt um þetta mál á mbl.is sem ég fann er frá 20. nóvember, mánuði áður en frumvarpið var samþykkt og á meðan frumvarpið var í annari umræðu (heimild: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=141&mnr=1). Þannig það gafst nægur tími til að koma með raunhæfa kjarabót. Að segja að búið sé að afgreiða fjárlagafrumvarpið er mjög einföld afgreiðsla á málinu. Vissulega ekki til mikið að fjármunum en þá er spurning hver forgangsröðunin sé. Ef við ætlum okkur að halda úti ríkisreknu heilbrigðiskerfi þá þarf líka að halda úti slíku og meta það almennilega miðað við menntun og fleira.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 9.2.2013 kl. 01:11

3 identicon

Engan kirkjusand það eru tuttugu ásar á leiðinni. Mér væri ferskast að ráða á tveimur jafnfljótum útum trillugluggann. Jafnvel á öftustu leiðinni dansa fingurnir sígarettu með hraðfréttum.

Ragnar (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband