Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg viðbrögð við skort á samkeppni á raforkumarkaði.

Þetta er skrýtin ráðstöfun að nú þegar ljóst er að engin samkeppni skapaðist á raforkumarkaði þá er farið út í að sameina fyrirtæki undi einn hatt Landsvirkjunar og skapa risa á raforkusölumarkaði.

Stöð 2, 20. feb. 2007 18:42


Mistekist að koma á samkeppni á raforkumarkaði

Það er verið að búa til einn samansúrraðan einokunarrisa, sagði formaður vinstri grænna í þingræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um að leggja Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða undir Landsvirkjun. Fjármálaráðherra segir ljóst að markaðsvæðing raforkukerfisins hafi ekki tekist sem skyldi og mistekist hafi að koma á samkeppni. Ríkisstjórnin vill gera Orkubú Vestfjarða og Rafmagnsveitur ríkisins að dótturfélögum Landsvirkjunar, bæði til að ná fram hagræðingu og til að styrkja eiginfjárstöðu Landsvirkjunar. Steingrímur J. Sigfússon spurði hvort þetta væri brandari og spurði hvort ríkisstjórninni væri alvara með því að fá þetta afgreitt á síðustu dögum þingsins. Jú, mönnum er alvara, svaraði fjármálaráðherra.Samkeppniseftirlitið telur að með breytingunni kunni Landsvirkjun að komast í markaðsráðandi stöðu í smásölu raforku til almennings. Því hyggst ráðherra mæta með því að kveða á um að skilið verði á milli framleiðslu og sölu raforku innan Landsvirkjunar, en jafnframt viðurkenndi hann að markmið Evrópusambandsins um markaðsvæðingu raforkukerfisins, sem Íslendingar fóru eftir, hefðu mistekist. Evrópusambandið reyni nú að greina hversvegna samkeppni náist ekki.

Eins bendu þingmenn á að það væri undarlegt að meiningin væri að fjármálaráðherrra færi með hlutafé í þessu fyrirtæki ekki iðnaðar og orkumálaráðherra sem ætti að gera það skv. venju. Og töldu sumir að þetta væri upphaf að einkavinavæðingu Landsvirkjunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband