Leita í fréttum mbl.is

Enginn látinn bera ábyrgð

Búið að sanna og fyrirtæki að viðurkenna það að um samráð var að ræða um arirði er varða bort á samkeppnislögum. Annað fyrirtækið er í eigu ríkisins! Og það þarf nú að borga um fleiri tugi milljóna. Og ekkert er gert. Það þarf enginn að bera ábyrgð. Þetta eru jafnvel hærri upphæðir sem tapast en það sem Byrgismenn eru taldir hafa dregið sér.

Vísir, 20. feb. 2007 18:46

Fjármálaráðherra harmar mistök Símans og Landsvirkjunar

Fjármálaráðherra harmaði, á Alþingi í dag, þau mistök sem Símanum og Landsvirkjun urðu á með ólögmætu samráði. Þingflokksformaður vinstri grænna benti á að helstu talsmenn markaðsvæðingar, sem forðum hrópuðu báknið burt, þeir Friðrik Sophusson og Brynjólfur Bjarnason, hefðu nú verið staðnir að brotum á samkeppnislögum. Síminn og Landsvirkjun hafa viðurkennt ólögmætt samráð og fallist á að greiða samtals áttatíu milljóna króna sekt í ríkissjóð. Gögn málsins sýndu að forsenda Símans fyrir samstarfi aðilanna og verkaskiptingu hafi verið sú að Landsvirkjun og dótturfélag þess drægju sig út af almennum fjarskiptamarkaði og kæmu ekki til með að keppa við Símann á þeim markaði. Mál þetta kom til umræðu á Aþingi í dag þegar stjórnarandstæðingar spurðu hvort þessum fyrirtækjum væri treystandi. Fjármálaráðherra sagði augljóst að þessum fyrirtækjum hefði orðið á og þau þyrftu nú að gjalda þess ríkulega. Mál þetta sýndi hins vegar að samkeppnisyfirvöld væru virk og mikilvæg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband