Leita í fréttum mbl.is

Svona virkar krónan - Kafli 11

Ragnar H Hall í Fréttablaðinu í dag.

Ragnar Halldór Hall skrifar
Vorið 1967 lauk ég verslunarprófi frá VÍ og fór að starfa hjá innflutningsfyrirtæki. Sölugengi Bandaríkjadollara var þá 43 krónur. Breytingar á gengi krónunnar voru alltíðar og ekki alltaf tekin stutt skref í þeim efnum. Íslendingar sem fóru til útlanda máttu kaupa 100 sterlingspund í erlendum gjaldeyri – ef þeir þurftu meira urðu menn að kaupa hann á svörtum markaði. Ég fór aftur í skóla haustið 1968. Sölugengi dollara var þá komið í 88 krónur – hafði meira en tvöfaldast á rúmlega einu ári. Hér er að sjálfsögðu átt við „gamlar" krónur.

Í hvert skipti sem gengi krónunnar var fellt var búinn til „gengisjöfnunarsjóður". Í hann fóru peningar frá útflutningsgreinum sem fengu fleiri krónur fyrir afurðir sínar en þeir hefðu fengið við óbreytta gengisskráningu. Þessu fé var síðan ráðstafað til annarra atvinnugreina sem urðu fyrir skakkaföllum við gengisbreytinguna.

Ekki þarf að hafa mörg orð um það hvaða áhrif slíkar gengisbreytingar höfðu á kjör launafólks vegna hækkaðs verðlags – þetta var áratugum saman eitt helsta ágreiningsmál í kjarabaráttu hér á landi og þá auðvitað í stjórnmálalífinu um leið.

Hver er staðan nú?

Sölugengi Bandaríkjadollara er í dag um 127 krónur, eða nálægt 300 sinnum hærra en það var vorið 1967. Við erum líka með sérstaka löggjöf um gjaldeyrishöft sem hafa í för með sér verulega hættu á ólöglegu gjaldeyrisbraski og spillingu af ýmsu tagi. Samt erum við frá árinu 1993 aðilar að evrópska efnahagssvæðinu, en í því felst m.a. skylda til frjálsra fjármagnsflutninga og ýmislegs fleira sem við treystum okkur ekki til að standa við eins og málum er nú háttað í landinu.

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur í útvarpsþætti áréttað þá framtíðarsýn flokksins að ríghalda í krónuna sem gjaldmiðil landsins. Flokkurinn muni eftir kosningar í vor gera það sem í hans valdi stendur til að berja niður alla viðleitni til að koma annarri skipan á þau mál. Jafnframt beri að stöðva viðræður við Evrópusambandið þannig að örugglega verði ekki í ljós leitt hvað gæti komið út úr slíkum viðræðum. Á sömu nótum er Framsóknarflokkurinn eftir landsfundinn um daginn.

Langmikilvægasta málið

Vissulega hafa verið erfiðleikar í ýmsum ríkjum Evrópusambandsins, og ekki er búið að leysa þau mál öll. Halda stjórnmálamenn hér uppi á Íslandi að við getum leitt hjá okkur vandann á helstu markaðssvæðum okkar með því að halda dauðahaldi í krónuna og „verja" hana með gjaldeyrishöftum?

Eitt af gullkornum áranna fyrir hrun var staðhæfingin um að galdurinn á bak við íslenska efnahagsundrið væri sveigjanleiki gjaldmiðilsins. Við héldum uppi fáránlega „sterkri" krónu með því að bjóða hærri vexti en tíðkuðust nokkurs staðar annars staðar. Afleiðingar af þessu þekkja allir – skuldarar vísitölutryggðra húsnæðislána þó sennilega betur en margir aðrir. Í dag liggur „styrkur" krónunnar í því að löggjöf um gjaldeyrishöft kemur í veg fyrir rétta skráningu hennar.

 


mbl.is Össur fundaði með litháskum kollega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband