Leita í fréttum mbl.is

Bráðum kemur betir tíð og blóm í haga! - Eða ekki!

Sko það sem ég heyrði í ræðu Bjarna og viðtölum:

  • Það á að lækka tekjuskatt og afnema þrepaskiptingu. Ef þá er væntanleg ekki verið að lækka á línuna. Þannig það þá hlýtur tekjuskattur að lækka á þeim sem hæst hafa launin og hækka á þeim sem minnst hafa.
  • Það á að veita afslátt á tekjuskatt vegna afborgana af íbúðalánum. Sem hann líkti við tekjuskattsafsláttar vegna séreignarsparnaðar sem er reyndar ekki rétt því fólk borgar skatt þegar það tekur hann út.
  • Þá á að taka af veiðigjöldin
  • Það á að lækka tryggingargjald sem er nú kannski í lagi.
  • Það á að lækka aðrar álögur á fyrirtæki eins og tekjuskatt. 

Svona skv. þessu þá sýnist mér í fljótubragði sem þetta séu kannski upp á um 50 milljarða sem tekjur til ríkisins minnka við þetta. Þá er það spruningin hvað heldur Bjarni að taki langan tíma til að bara þessa kökus sem hann ætlar að stækka á móti þessu. Við vitum að allar stærri fjárfestingar eru nærri skattlausar fyrstu árin. Orkan til þeirra er seld á lágmarkverði skv. fréttum í dag. Svo hvar ætlar Bjarni að fá tekjur á móti þessum lækkuðu tekjum. Sér í lagi þar sem flokkur hans ætlar að samþykkja á þessum Landsfundi tillögu um að það verði bannað að reka Ríkissjóð með halla.  Hvar ætlar hann að skera niður þá fyrir þessu.

Sér í lagi í ljósi umræðunar um stöðu Landspítala t.d. og velferðamála almennt? Hvar ætlar hann næstu árin að skera niður?

Og í ljósi þess að um 70% af húsnæðislánum eru við Íbúðalánasjóð sem á nú um 2500 íbúðir skilst mér. Hvernig ætlar hann að fjármagna það ef fólk fer að skila lyklum í umvörpum?

Og hvernig á að vera hægt a bjóða fólki hér svipuð lánakjör og í nágranalöndunum með krónu sem er á hraðri niðurleið og hefur verið síðustu 90 árin?

Hef bara sjaldan heyrt einn flokk koma með svona mikið lýðskrum og loforð sem ætlunin er að svíkja strax eftir kosningar. 


mbl.is Vilja endurskipuleggja íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlustaði á Formann x-d í kastljósinu, þeir tekju háu sem hafa offjárfest undanfarin ár, eiga að fá tekjuskattlækun, en þeir sem eru á lægstu laununum með mörg börn,og borga lítinn, og jafnvel engan tekjuskatt fá litla sem enga aðstoð: LOL

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 21:44

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já hann sagði að þau gætu bara haft vaxtabætur. Og afnám þrepaskiptingar tekjuskatts hlýtur að þýða lækkun á hæsta þrepi og hækkun á lægsta þrepi.  Össur kallar þetta dýrustu ræðu Íslandssögnunar en ég vill meina að nú séu lýkur á því að mesta tilfærsla á lífskjörum sé framundan. Þ.e. að velta birgðunum niður á við.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.2.2013 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband