Leita í fréttum mbl.is

Missti af þessu fyrirspurnartíma! - En spurði einhver....

Spurði einhver Bjarna að:

  • Nú talar hann um að okkur sé best að hafa krónuna áfram. Spurði einhver hann að því að hvort að hann hefði lausnir á því að nú er hagnaður af vöruskiptum við útlönd sem skapar hvað um 100 milljarða í gjaldeyrir sem því miður fer allur í að greiða afborganir í útlöndum og vexti. Ef við verðum með krónuna áfram þá verðum við væntanlega að vera með gjaldeyrisvarasjóð upp á verulegar upphæðir. Það kostar okkur hef ég heyrt um 15 milljarða eða meira. Sér hann einhverja lausn á þessu?
  • Nú þegar hann talar um aukna fjárfestingu hér á landi. Þá vonar hann væntanlega að það séu erlendir fjárfestar en gerir hann sér grein fyrir því að það þýðir mjög aukin innflutning á fjárfestingavörum sem kostar okkur gjaldeyrir á meðan á byggingu stendur. Veit hann hvaðan við eigum að fá þann gjaldeyrir?
  • Nú svo vær ágætt að vita hvaðan hann ætlar að taka í hvelli gjaldeyrir til að borga út kröfuhafa á hrakvirði út úr landinu? Það þarf væntanlega hundruð milljarða í það.
  • Þá hafa menn verið að velta fyrir sér hvar hann ætlar að skera niður í ríkiskerfinu til að mæta skattalækkunum. Því þó hann tali um stærri köku þá er ekki hægt að éta hana fyrr en hún hefur bakast. Þ.e. að fyrirtæki borga jú nánast enga skatta þegar þau eru að byggja upp á lánum. Og stóriðja t.d. undanþegni mestu af sköttum fyrstu árin.  Nú eru sjúkrahúsin að stynja undan niðurskurði, skólarnir líka og yfirleitt á flestum sviðum. Hvar ætla þeir að ná í peninga fyrir undanþágum á tekjuskatti vegna afborgana af húsnæðislánum, til að afnema skerðingarákvæði Elli og örorkuþega og fleira og fleira?
  • Hvernig ætla þeir að afnema höft á krónu sem engin vill skipta með? Og hvernig með krónu sem er líkleg til að falla við afnám haftanna?
  • Spurði einhver hvort þessi frétt hér skýrði kannski hversvegna Sjálfstæðismenn vilji halda í krónuna. Þ.e. að öflugir menn í flokknum eigi umtalsvert fé erlendis sem þeir geta notað svo hér á tvöföldu verði frá því að þeir fluttu það út:
Í síðustu viku var sagt frá því að hópur fjárfesta, undir forystu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), í eigu ríkisbankans og lífeyrissjóða, væri að setja sig í stellingar um að kaupa íslensku einkabankana Íslandsbanka og Arion banka. Í fréttum kom líka fram að aðrir í þessum hópi væru ýmsir fagfjárfestar.

Þetta er kunnuglegur inngangur að viðskiptafrétt. Í fréttum og tilkynningum af svona kaupum segir oftast að „hópur fjárfesta undir forystu lífeyrissjóða er að eignast…". Lífeyrissjóðir eru iðulega hafðir í forgrunni flestra stórra viðskipta sem verið er að gera. Það mýkir ásýnd þeirra og dregur úr áhyggjum almennings vegna þeirra.

Með í þessum fjárfestahópum eru þó iðulega einstaklingar og eignastýringasjóðir banka. Slíkir sjóðir eru í eðli sínu ekkert ólíkir hinum erlendu vogunarsjóðum, sem iðulega eru ekki kallaðir annað en hrægammasjóðir hjá ákveðnum kreðsum. Andlitslausir fjárfestar sem setja peningana sína í sjóði sem síðar kaupa eignir í þeim tilgangi að græða peninga. Án þess að nokkur fái að vita hversu mikla.

Hugmyndin um bankakaupin virðist ganga út á að þessir fjárfestar fái að kaupa bankana tvo á mjög niðursettu verði. Fjárfestarnir eru sagðir tilbúnir að greiða fyrir að hluta til eða öllu leyti með gjaldeyri sem þeir eiga erlendis. Röksemdafærslan er sú að þá eigi allir að vinna. Erlendir kröfuhafar komist út úr Íslandi en íslensku fjárfestarnir fái gríðarlega mikilvæg fyrirtæki með miklum afslætti.

Margir þeirra sem hafa verið að fjárfesta mikið á Íslandi eftir hrun voru nefnilega í aðstöðu til að sjá fyrir vandræði á góðærisárunum. Þeir pössuðu sig því á að flytja mikla fjármuni úr landi. Fall krónunnar um tæp fimmtíu prósent, gjaldeyrishöft og aukaafsláttur fjárfestingaleiðar Seðlabankans gerir þessum aðilum kleift að versla á brunaútsölu á Íslandi.

Og það hefur verið eftir miklu að slægjast á Íslandi fyrir þessa aðila. Eftir hrun fór enda stór hluti þjóðhagslegra mikilvægra fyrirtækja til banka eða annarra kröfuhafa sem ætla sér ekki að vera langtímaeigendur þeirra. Þetta voru meðal annars tryggingafélög, fjarskiptafyrirtæki, smásölurisar, fjölmiðlar, bílaumboð og auðvitað fjármálafyrirtæki. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um málið, sem gefin var út í fyrra, sagði að 46 prósent þeirra 120 fyrirtækja sem flokkast stór á Íslandi hefðu verið í ráðandi eign fjármálafyrirtækja í byrjun árs 2011. Á því ári voru tuttugu slík seld og enn fleiri í fyrra. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa verið seld í íslenskum krónum með þeim margfalda afslætti sem felst í því að gera viðskipti í þeirri mynt.

En trompin í spilastokki endurskipulagningarinnar eru bankarnir. Þeir sem ráða þeim eru með örlög atvinnulífsins í höndum sér. Sérstaklega á meðan höftin eru í gildi. Það er hagur þeirra sem vilja eignast þá að tala niður krónuna og festa höftin í sessi. Þá fá þeir enga alþjóðlega samkeppni um þau fyrirtæki sem þeir vilja eignast. Þá sitja þeir einir að kökunni og geta dundað sér við að prútta við bakarann áður en þeir éta hana.

Það er vert að hafa þetta í huga þegar stjórnmálamenn, sjálfskipaðir sérfræðingar eða stórir leikendur úr viðskiptalífinu tala upp krónuna eða niður raunhæfa möguleika um upptöku annarra gjaldmiðla. Það stendur yfir barátta um valdataumana á Íslandi. Að henni koma margir og úr öllum áttum. Og sem stendur er krónan að tryggja að margir þeirra sem áttu eignir fyrir hrun eignist þær aftur.



mbl.is Ekkert plan b og engin þörf fyrir það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband