Leita í fréttum mbl.is

Mikið var þetta stórmannlegt hjá konu sem boðar ný vinnubrögð í stjórnmálum.

Það er nú ekki eins og Hanna Birna hafi riðið feitu hrossi frá Borgarstjóraferli sínum í Reykjavík. Og það er ekki stórmannlegt hjá henni að byrja feril sinn í stjórnmálum á landsvísu að ráðast með frösum að núverandi stjórnvöldum. Svona merkingarlausir frasar sem einhver hefur stungið að henni.

Svona til að byrja með að kenna stjórnvöldum um vinnubrögð í stjórnmálmu er náttúrulega bráð fyndið. Svona í ljósi framkomu félaga hennar í Sjálfstæðisflokknum þetta kjörtímabil.

Og að hlusta á þjóðina það er nú ekki beint hægt að segja að félaga hennar hafi gert það. Hvað t.d. með 

  • Nýja Stjórnarskra
  • Veiðigjald
  • Kvóta og fiskiauðlindina okkar.
  • Rammaáætlun

Og fleira og fleira. 

Það er líka eins og hún hafi ekki áttað sig á því að hér varð hrun og ríkissjóður var í upphafi þessa kjörtímabils rekin með um 200 milljarða halla.

Þetta ættu kannski hún og félagar hennar að skoða þegar þeir fara að útfæra þessi loforð sem þeir eru búnir að gefa síðustu daga og hljóða upp á að lækka skatta á efstu tekjur og væntanlega að færa þann þunga yfir á þá sem lægst hafa launin. Og eins hvernig þeir ætla að afnema veiðigjöld, skatta og gjöld á fyrirtæki og samt að skaffa milljarðatugi í að borga afslátt á tekjuskatta til skuldara. Þetta væri voða flott ef þeir hafa einhverja leið til að skaffa peninga. Því að aukin fjárfesting skilar engum auknum peningum til ríkisins fyrr en í fyrsta lagi á næsta eða þar næsta ári. 


mbl.is Fólk öðlist trú á framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Magnús Helgi hver er halli ríkissjóðs núna 4 árun seinna....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.2.2013 kl. 07:18

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já Ingibjörg hver er hallinn núna? Og hver væri hann ef að skattar hefðu ekki verið hækkaðir og og dregiði saman í útgjöldum. Veit að minnstakosti að stefnt er að því í fjárlögum að hann verði um 3,5 milljarðar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.2.2013 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband