Leita í fréttum mbl.is

Vissuð þið þetta? Þetta eru blaðamenn hér ekki að upplýsa!

Já ég hlustaði í morgun aðeins á umræður um efnahags og viðskiptamál á netinu í dag frá Landsfundi Sjálfstæðismanna.

Þar kom upp ræðumaður sem bað menn að fara varlega í breytingar. Hún Sigrún Þormar bjó/býr í Danmörku. Þar eru um 40% heimila með hærri lán en andvirði íbúðahúsnæðis sem það býr í. Hún sagði einnig sem dæmi um að hún hefði árið 2007 eða 8 sett húsið sitt á sölu á 1200 þúsund dkr. Og á því heðfi hvílt um 800 þúsund dkr. lán. Í dag væri húsið enn á sölu en verðið á því komið niður í 500 þúsund dkr. en skuldin á því 800 þúsund áfram. Eins benti hún á að húsnæðiseigendur í Írlandi væru felstir með lán með um 5,5% vöxtum og þar væri eignaverð hrunið og þvi skulduðu flestir meira en þeir ættu. 

Held að engin fjölmiðill hafi skoðað þetta. Heldur gleypt það hrátt sem að fólk hefur haldið fram að hér séu heimili sérstaklega pýnd þar sem að eignamyndun sé ekki eins og annarstaðar.   Hún bað fólk að passa sig áður en það fullyrti að við værum í sérstaklega slæmri stöðu.

Sá þetta líka haft eftir henni:

Sigrún Thormar hagfræðingur var sama sinnis. Hún sagðist andvíg „jólasveinahagfræði“. Hún hefði misst húsnæði sitt 1984 þegar vísitala launa og lána var aftengd og aftur í Danmörku þegar stýrivextir fóru í 11% á þeim tíma þegar danska krónan var tengd þýska markinu svo uppfylla mætti Maastrict-skilyrðin. Það hefði verið gert í þágu stöðugleika.

En eins og venjulega komu þarna líka fólk sem virðist ekki átta sig á því þegar það segir að Lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður eigi að taka á sig þessar hækkanir lána, að ríkið og lifeyrissjóðir eru fjármagnaðir af okkur bæði í sköttum og greiðslum og því þýðir þetta að taka peninga úr vösum allra og dreifa á færri sem reyndar þurfa að borga það líka með hærri sköttum. 

 


mbl.is Leggjast gegn afskriftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband