Leita í fréttum mbl.is

Narta í hælana!

Alveg ljóst öllum sem villast hingað inn að ég fylgi Samfylkingunni að málum. Ekki það að ég sé svo heilagur í trúnni á að allt sem Samfylkingin leggur til sé bestu lausnir en í höfuð atriðum er ég sammála þeim leiðum sem Samfylking leggur til.  Og þar til að aðrar leiðir hafa verið rökstuddar þannig að ég trúi á þær þá leyfi ég mér að vera gagnrýnin á þær. Ég þoli ekki að hér séu bæði gamlir og nýir flokkar að boða leiðir sem bjargi hér öllu án þess að þær séu rökstuddar þannig að ég trúi á þær.

Leiðir svona eins og gríðarfjárfestingar á stuttum tíma fara í taugarnar á mér. Þó ég muni sumt ekki stundinni lengur man ég þó þegar verið var að ákveða að frá í Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál þá var rætt um að því myndi fylgja verðbólguskot. Jafnvel metið að það þýddi um 3% viðbótarverðbólgu í 3 ár. Og þetta myndi líka mynda þenslu sem Seðlabanka var ætlað að slá á með stýrivöxtum. Þá áttaði ég mig á að við erum lítið hagkerfi og hver svona framkvæmd myndi kalla hér á verðbólgu og þenslu og gervigengi á krónunni á meðan að erlendir aðilar væru að flytja hingað byggingarefni, fólk og peninga. Og viti menn það stóðst. Hér hækkaði gengi á krónunni og verðbólga fór af stað. Hér varð til aukin neysla, aukin skuldsetning (með hjálp gengislána) og fólk fékk allt í einu aukin kaupmátt. En þetta var allt bæði án innistæðu og tímabundið. Og viti menn svo hrundi krónan.

Leiðir svona eins og lækka öll lán. Fer í taugarnar á mér líka. Þegar það er sett svona upp að ríkið geti bara leikandi létt reddað þessu. Ég er nú hluti af þeim sem þetta hlýtur að lenda á sem og allir aðrir skattgreiðendur. Sem og á hverjum á þá að lenda þegar fólk fer að lenda í vandræðum með óverðtryggðu lánin. Eða vegna þess að það lækkar íbúðaverð vegna þess að fólk getur vegna greiðslubirgði af nýjum óverðtryggðum lánum ekki tekið há lán af því leiðir verðlækkun sem leiðir til þess að allir sem eru með nýleg lán skulda meira en virði íbúða. 

Svona gæti ég haldið áfram. Því mun ég fram að kosningum hvar sem ég kemst til þess gagnrýna svona óvandaðar hugmyndir. Það er verið að sýsla með hag allrar þjóðarinnar. Og það er bara ekki hægt að rjúka í aðgerðir sem svo sýna sig að valdi okkur kannski óbætanlegu tjóni.  T.d. nú er ljóst að breytingar á Íbúðalánasjóð sem gerðar voru 2002 gera það að verkum að hann getur ekki borgað upp lán sem honum hvíla þó hann ætti fyrir þeim. Og svo getum við talað um 90% lánin og fleira og fleira. 

Svo ég verð í athugasemdum á ýmsum stöðum í enn meira mæli en ég hef verið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband