Fimmtudagur, 28. febrúar 2013
Fólk er farið að gleyma heldur betur! Það eins og sumir trúi því í dag að hér hafi ekki verið neitt hrun.
Flott samantekt hjá Illuga Jökulssyni. Takið sérstaklega eftir því að menn eru að reyna að færa hér allt í gamla horfið fyrir hrun. Sömu mennirnir og sömu flokarnir vilja komast í völdin( tók hann í heild sinni af eyjan.is:
Það sem slagurinn stendur um
Já, ég var að horfa á Hamfarakenninguna eftir Naomi Klein í sjónvarpinu í gær.
Lítið á hana hér myndin fjallar í stuttu máli um hvernig auðvaldið og krókamakarar í samfélaginu nota sér krísur af öllu tagi til að kasta út græðgisneti sínu, sem kennt er við frjálshyggju.
Sem og til að kveða niður alla sem ógna gróðasókn hinna fáu með kröfum um að fleiri fái að njóta.
Og ef það vantar krísur, þá búa peningaöflin þær bara til. Þótt það kosti jafnvel stríð.
Því þá hefur almenningur um annað að hugsa en verjast framgangi þeirra.
Fyrir hátt í fimm árum reið mikil krísa yfir Ísland.
Þótt við eigum ekki að dvelja um of í fortíðinni, þá er hollt að muna hvernig var þá spáð fyrir okkur.
Málsmetandi menn hvísluðust á um það í skúmaskotum (til að hræða ekki almenning um of) að búast mætti við að tugþúsundir manna flýðu land, jafnvel allt að fimmtungur þjóðarinnar.
Þeir sem eftir sætu væru einfaldlega of fátækir til að koma sér burt.
Búast mætti við 20-30 prósenta atvinnuleysi næstu tvo áratugina.
Og matarskorti, einangrun þjóðarinnar, nær algjöru hruni innviða samfélagsins og svo framvegis.
Kannski voru verstu spádómarnir allan tímann heldur ýktir. En það er samt enginn vafi á því að þetta hefði getað farið mjög illa.
Vissulega var þessi krísa ekki skipulögð af auðvaldsöflunum, þótt þau bæru alla ábyrgð á henni.
En þau fóru samt að reyna að viða að sér vopnum sínum til að notfæra sér hana í sína þágu.
Byrjuðu smátt tóku upp gamalt baráttumál um að selja brennivín í matvörubúðum, svo við hefðum þó eldvatn á kvöldin til að hugga okkur við.
Sem betur fer tókst að ýta peningaöflunum úr brúnni á þjóðarskútunni þar sem hún hafði sogast í brimgarðinn
Og síðastliðið haust, fjórum árum eftir hrun, virtist blasa furðu jákvæð mynd við.
Eftir langa og erfiða niðurleið var stöðugleika náð. Gylfi Zoëga lýsti því yfir að kreppunni væri lokið.
Auðvitað ekki í þeim skilningi að aftur væri runninn sá tími frá 2007 þegar við höfðum það sem best. Það er að segja þegar sápukúlurnar flugu sem fagurlegast.
Heldur í þeim skilningi að þaðan í frá lægi leiðin aftur upp á við.
Kannski hægt, en samt ótvírætt upp á við.
Fólksflótti hafði þá stöðvast. Og atvinnuleysið minnkað mikið frá því það var mest, þótt enn sé það vissulega töluvert meira en okkur þykir hæfa.
En ýmsar framkvæmdir á döfinni, svo vonir voru skikkanlegar um að brátt fækkaði atvinnulausum enn.
Skjaldborg hafði verið reist um hag hinna verst settu. (Já, ég þori að taka mér þetta orð í munn!)
Vissulega voru margir fastir í erfiðum skuldum en ýmis úrræði voru til, og altént virtist hafa tekist að kveða niður áköfustu áköllin á töfralausnir.
Og ríkisstjórnin vann þrátt fyrir massífan andróður að einu haldbæru leiðinni í hinum aðkallandi gjaldmiðilsmálum sem ennþá hefur verið bent á, vilji menn hætta að reiða sig á rotnandi hræ krónunnar.
Það er að segja upptöku evru gegnum aðild að Evrópusambandinu.
Menn þurfa ekkert að fá í hnén yfir ESB, en aðrir flokkar hafa einfaldlega ekki lagt fram neina trúverðuga stefnu í gjaldmiðilsmálum, svo það er sjálfsagt að reyna þó þessa leið til þrautar og sjá hvert hún liggur.
Gríðarleg áróðursherferð sægreifanna gegn auknu réttlæti í sjávarútvegsmálum virtist þá runnin út í sandinn já, það var eiginlega bara hlegið að þeirri herferð undir lokin.
Og í október lýstu tveir þriðju hlutar kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu yfir því að stjórnarskrárfrumvarp sem ríkisstjórnin hafði beitt sér fyrir skyldi verða grundvöllur að nýrri og betri stjórnarskrá Íslands.
Þetta leit sem sagt allt tiltölulega bærilega út.
Verst var að ríkisstjórnin hafði gefið fjármálakerfinu of lausan tauminn við endurreisn bankanna, en það mátti kannski vona að þessi síðasti vetur kjörtímabilsins yrði eitthvað notaður til að setja nokkrar skorður þar á.
En já þótt margt væri óleyst enn eftir sjáiði-ekki-veisluna sem peningaöflin og pólitískir armar þeirra héldu hér og fór svo rækilega úr böndunum, þá virtist margt stefna heldur í rétta átt.
En núna hálfu ári seinna er öldin önnur.
Núna erum við skyndilega aftur orðin sannfærð um að allt sé í kaldakoli.
Og það sé allt ríkisstjórninni að kenna.
Silfurskeiðarstrákarnir sem stýra pólitískum örmum peningaaflanna standa nú á miðju gólfi þar sem lúið hreingerningafólkið er komið langleiðina með að þrífa eftir partíið og argar að ennþá sjáist ryk útí hornum og slettur á veggjum.
Skuldavandi heimilanna!
Heilbrigðiskerfið í rúst!
Dýrmætum tíma eytt í gæluverkefni eins og nýja stjórnarskrá fuss, fuss!
Jú, heimilin glíma mörg við óhæfilegar skuldir. Brýnt er að finna frekari úrræði á því sviði. En flokkur sem nú virðist sópa að sér fylgi út á loforð um að leysa skuldavanda heimilanna hverjar eru hans lausnir? Jú hann ætlar að stofna starfshóp sem á að taka hálft ár í verkefnið.
Það er nú allt og sumt.
Heilbrigðiskerfið það er vissulega lítt fyrirgefanlegt af ríkisstjórninni að hafa látið grípa sig í bólinu þar. En margt hefur samt verið ofsagt um þau mál síðustu vikur. Heilbrigðiskerfið er EKKI hrunið, og ekki einu sinni að hruni komið.
Og tíminn þennan síðasta vetur stjórnarinnar hefur vissulega ekki verið nýttur í að setja peningaöflunum skorður.
Það hefði átt að nota tímann betur.
En það læðist samt að manni sá grunur að nú sé verið að búa til krísu, leynt og ljóst.
Líkt og Naomi Klein sýndi fram í myndinni sinni að sumir séu svo flinkir í.
Nú á beinlínis að hrópa niður hreingerningafólkið partígestirnir eru komnir aftur í sparifötin og iða í skinninu.
Nú síðast kemur í ljós að verðbólga hefur tekið stökk í síðasta mánuði af því kaupmenn hafa velt umsvifalaust út í verðlag mjög hóflegum kauphækkunum starfsfólks síns.
Og þá heitir það enn einn naglinn í líkkistu ríkisstjórnarinnar.
En með leyfi, í hvaða lið hefur meirihluti kaupmanna yfirleitt skipað sér?
Er þeim örugglega kappsmál að hjálpa til?
Og þingmenn stjórnarflokkanna eru skammaðir fyrir að ætla að eyða síðustu dögum þingsins í að ræða nýja stjórnarskrá í stað þess að leysa skuldavanda heimilanna.
En þið fyrirgefið guð forði okkur frá því að þingmenn leysi skuldavanda heimilanna á nokkrum dögum rétt fyrir kosningar!
Það held ég yrði mynd á því!
En nú erum við sem sagt aftur orðin sannfærð um að hér ríki djúp krísa.
Og hverjir munu græða á því?
Og yfir hvað er verið að breiða?
Frá hverju er verið að dreifa athyglinni?
Jú frá því sem vel hefur verið gert. Og það er verið jafnvel meðvitað og markvisst að breiða yfir þau raunverulegu áhyggjuefni sem peningaöflin hafa af náinni framtíð.
Að hér verði sett lög um réttlátara kerfi í sjávarútvegi.
Og ný stjórnarskrá þar sem ákvæði um auðlindir og upplýsingar munu skerða athafnafrelsi peningaaflanna, og ákvæði um aukin réttindi okkar allra munu leggja þeim skyldur á herðar.
Þetta er það sem slagurinn stendur um.
Ég vona að ríkisstjórnin og þingflokkar standist þrýstinginn og afgreiði sín mál.
Og líka að kjósendur standist þrýstinginn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.