Leita í fréttum mbl.is

Svo segja menn að ekkert sé verið að gera varðandi kröfuhafa og snjóhengjurnar.

Af visir.is

Slitastjórnir Glitnis og Kaupþings stefna að því að selja Íslandsbanka og Arion banka fyrir nærri 150 milljarða króna. Hlutur íslenska ríkisins í bönkunum er samkvæmt því mati um 14 milljarða króna virði. Viðræður milli stjórnvalda, seðlabankans og kröfuhafa föllnu bankanna standa nú sem hæst.

Kröfuhafar í bú Glitnis og Kaupþings, þar helst erlendir skuldabréfa- og vogunarsjóðir, eiga nú í samningaviðræðum við stjórnvöld um hvernig megi leysa úr stöðu þeirra þannig að fjármálastöðugleika hér á landi verði ekki ógnað, ef kröfuhafarnir fá beinan aðgang að hundruðum milljarða eignum sínum með nauðasamningum.

Í þessu viðræðum er ekki síst einblínt á að selja Íslandsbanka og Arion banka til íslenskra fyrirtækja og fjárfesta, og þannig minnka krónueign erlendu kröfuhafana, og létta um leið þrýstingi á gengi krónunnar til framtíðar litið.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er horft til þess að Íslandsbanki og Arion banki verði seldir með margfaldara sem er 0,55 sinnum eigið fé. Miðað við það er Íslandsbanki um 72 milljarða virði og Arion banki ríflega 81 milljarða virði.

Það sem kæmi í hlut ríkisins, ef það myndi ákveði að selja, er um 14 milljarðar útfrá þessu verðmati, 3,5 milljarðar vegna fimm prósenta hlutar í Íslandsbanka og 10,5 milljarðar vegna 13 prósenta hlutar í Arion banka. Kaupendur yrðu að líkindum íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir íslenskir fjárfestar, sem þá gætu greitt fyrir með hluta af erlendum eignum sínum, en heildarvirði erlendra eigna lífeyrissjóðanna er í dag ríflega 500 milljarðar króna.

Fleira hangir á spýtunni, en að fá nýja eigendur að bönkunum í samhengi samhliða nauðasamningum við kröfuhafa. Meðal annars vilja erlendir kröfuhafar fá gjaldeyri sem er inn á reikningum Íslandsbanka og í staðinn myndu lánasöfn úr þrotabúi Glitnis sem bera nafnið Haf og Holt, og eru lán í erlendri mynt til sjávarútvegsfyrirtækja og fasteignafélaga m.a., verða hluti af eignasafni Íslandsbanka.

Enginn afsláttur yrði gefinn, heldur yrði um skipti að ræða. Með þessum aðgerðum m.a., samhliða sölu á bönkunum, myndu innlendar krónueignir í eigu þrotabúa Glitnis og Kaupþings fara úr ríflega 400 milljörðum í lítið sem ekkert. Erlendar eignir í þrotabúunum færu þá til kröfuhafa á grundvelli nauðasamninga þar um.

Einnig er horft til þess, í þessum viðræðum stjórnvalda, seðlabankans og kröfuhafa, að endurfjármögnun á skuldum í erlendri mynt geti átt sér stað samhliða sölu bankanna. Meðal annars að lengja í lánum Landsbankans gagnvart kröfuhöfum gamla Landsbankans í erlendri mynt, og jafnvel að koma að endurfjármögnun skulda Orkuveitu Reykjavíkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki rétt að fá niðurstöðu í verðtryggðu lánin áður en samið verður, því þessi lán virðast kolólögleg, og þá breytist eiginfjárstaða bankanna mikið.Síðan að semja um skaðabætur til heimila og fyrirtækja vegna þessara ólöglegu lána,gengistryggðu og verðtryggðu, sem hafa valdið heimilunum og fyrirtækjum gífurlegum skaða og hörmungum, á liðnum árum,skaðabætur upp á tugi miljarða.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 21:19

2 identicon

Tek heilshugar undir það að bíða eftir verðtryggðu lánunum,annað kemur bara ekki til greina, og láta síðan dómstóla útkljá það hvort það hafi ekki verið saknæmt að bjóða heimilum og fyrirtækjum ólögleg lán.

Að láta lífeyrisþega fara í mál við sjálfan sig til að fá skaðabætur, ef lífeyrissjóðirnir kaupa,þessum herramönnum væri svo sem trúandi til að toppa alla aðra vitleisu sem gerð hefur verið.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 22:06

3 identicon

Kröfuhafar láta innlendu bankana í gjaldeyrishöftunum og fá í staðinn erlendar eigur lífeyrissjóðanna ásamt því að labba í burt með allar erlendir eignir þrotabúanna í miðjum gjaldeyrishöftum!!

Og þér finnst þetta góður lending! Þú hlýtur að vera einn af þeim sem fannst Svavarssamningurinn frábær líka.

Kalli (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband