Leita í fréttum mbl.is

Smá vangavelta varðandi verðtryggð krónulán vs. óverðtryggð krónulán.

Smá dæmi: Ef við segjum að verðtryggð lán hefðu öll verið afnumin nú um áramót og þeim öllum hefði verið breytt í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum.


Fyrir nokkrum dögum fréttum við að verðbólga væri rokin upp. Seðlabanka væri ætlaða að stöðva það og því væri líklegt að þar sem vitað er að óverðtryggðir vextir af lánum er betri til að stýra neyslu, líklegt að hann myndi þá í gær hafa hækkað stýrivexti um kannski 2% til að bregðast harkalega við að og stöðva þetta.


Segjum að ég væri með 20 milljóna lán óverðtryggt með 7% vöxtum. Þá myndu þeir sennilega hækkað um 2% upp í 9% það þýðir á ársgrundvelli væru hækkanir af afborgun um 400 þúsund krónur. Eða um 33 þúsund á mánuði.


Sorry sé ekki hvernig afnám verðtryggingar hjálpar nokkrum sem er nýbúin eða að kaupa sér íbúð núna. Ef ekki er skipt um gjaldmiðil þá er bara verið að breyta skuldavanda yfir í greiðsluvanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Á Írlandi eru vextir af húsnæðislánum hækkaðir en laun lækkuð á sama tíma



STYRMIR GUNNARSSON
1. mars 2013 klukkan 09:57

Er ekki kominn tími til að Alþýðusamband Íslands bjóði David Begg, forseta írska alþýðusambandsins til Íslands til þess að fræðast af honum um reynslu írskra launþega af evrunni?

Samkvæmt fréttum Daily Telegraph sagði þessi maður fyrir skömmu, að þríeykið (sem er Evrópusambandið, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og Seðlabanki Evrópu) hefði valdið Írum meira tjóni en Bretar hefðu gert í 800 ár. Þetta er mikið sagt. Fyrir þá, sem vilja kynna sér þessa sögu stuttlega er nóg að lesa sér til um það sem gerðist í samskiptum þessara þjóða á 18. og 19. öld. Það dugar til þess að fá tilfinningu fyrir því, sem um er að ræða. Þótt sagan öll sé vissulega þess eðlis, að tilefni væri til að kenna hana í skólum á Íslandi í ríkara mæli en gert hefur verið.

Kjaraviðræður á Írlandi evrunnar snúast ekki um að hækka laun eða halda þeim óbreyttum. Þær snúast um samninga um hve mikið eigi að lækka laun.

Það getur verið eftirsóknarvert fyrir forystumenn ASÍ að kynna sér hvernig staðið er að því. Þeir eru svo miklir áhugamenn um að taka upp evru. Og kannski mundu þeir sýna nokkrum ungum þingmönnum Samfylkingarinnar þá vinsemd að bjóða þeim að ræða við forseta írska así, svo að þeir geti lært af honum um það hvernig evran hafi bjargað skuldavanda írskra heimila. En kannski vilja þeir ekki hlusta ef svo kynni að fara að sú saga væri á annan veg.

Þessa dagana standa yfir samningaviðræður stjórnvalda á Írlandi við samtök opinberra starfsmanna. Þær snúast um það að lækka laun þeirra um 5%. Fjölmennustu samtökin eru tilbúin til að skrifa undir en samtök kennara og fleiri starfsmannahópa hvetja félagsmenn sína til að greiða atkvæði gegn samningunum.

Í þessum viðræðum yrðu þingmennirnir áreiðanlega upplýstir um það að írskur banki, Bank of Ireland, hefur tekið upp á því að hækka vexti á fasteignalánum sem kemur illa við 13500 skuldara í bankanum en vextirnir hækka úr 2,25% í 4,99%. Hvernig má þetta vera miðað við málflutning þingmanna Samfylkingar á Alþingi fyrir nokkrum dögum, sem gekk út á það að eina lausnin á skuldavanda heimila á Íslandi væri að taka upp evru?

Í evrulandinu Írlandi eru vextir sem sagt stórhækkaðir og laun lækkuð á sama tíma.

Málflutningur talsmanna Samfylkingar verður ekki skilinn á annan veg en þann að þetta þyki þeim eftirsóknarvert.

Eggert Sigurbergsson, 2.3.2013 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband