Leita í fréttum mbl.is

Mín skoðun

Hef verið á því í nokkra mánuði í ljósi þess að stjónarandstaðan getur tafið út í það óendanlega að afgreiða stjórnarskrár málið og fellt það eftir kosningar þar sem að það þarf að samþykkja á 2 þingum að skynsamlegast sé að semja um að afgreiða nú það sem flestir geta samþykkt. Og um leið að gera lagalega bindandi samþykkt um tímasetta áætlun á næsta kjörtímabili um afgreiðslu á restinni sem ekki næst samkomulag um nú.

Annars eru líkur á að engu verði breytt. 

Þannig að ég deili ekki á Árna Pál fyrir orð hans í dag.


mbl.is Klárast ekki á kjörtímabilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki rétt hjá mér að formaðurinn hafi brotið stjórnarskrána, með Árna Páls lögunum, og hvernig er þá að hafa slíkan mann sem formann?

Árni Páll bindur ekki næsta þing, svo það sé alveg skýrt.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 15:25

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Árni Páll setur ekki lög. Það var Alþingi sem samþykkti þessi lög og þau voru byggð á mjög erfiðum viðræðum við lífeyrissjóði og fjármálafyrirtæki. Sem og túlkun flestra á fyrsta hæstaréttardómi um gengistryggði mál. En í þessum lögum voru fullt af öðurm atriðum sem skuldugum hefur komið mjög vel

Dæmi Björn Þorri lögfræðingur á heimilinn.is 

Það er nefnilega svo að Árna Páls lögin náðu til allra húsnæðis- og bílalána þar sem umbreyting úr erlendri mynt átti sér stað, hvort sem þau hefðu verið dæmd ólögleg eða ekki. Að því leyti voru lög Árna Páls góð vegna þess að þar voru gerðar sjálfsagðar og eðlilegar leiðréttingar. Líka fyrir bankana sem voru ella með handónýta lánasamninga. Því þeir hefðu að óbreyttu þurft að leysa til sín yfirveðsettar eignir í stórum stíl sem hefði valdið umtalsverðu verðfalli á fasteignamarkaði. Og þetta varð til þess að fólk sá aftur til sólar og gat farið að greiða af sínum lánum aftur og komi þeim í skil. “

Árni Páll bindur ekki eitt né neitt á næsta þingi. Það væri Alþingi sem mundi gera það. Og ef að Alþingi sér ekki fram á að stjórnarskrá fari nú eða að stjórnarflokkar í næstu ríkisstjórn felli breytingar á stjórnarskrá þá ber því að ráðsta nú í þær breytingar að auðveldara verði að breyta henni á næsta þingi.

Minni þig ágæti Jón Ólafur á tvennt. Að skv. núverandi stjórnarskrá verður henni ekki breytt nema með því að núverandi þing samþykki breytingar síðan sé þing rofið, kosið nýtt þing og það samþykki það aftur. Og ef að Alþingismenn sjá fram á að það verði ekki klárað á þessu þingi að samþykkja breytingar þá getur meirihluti Alþingis ákveðið að gera nú breytingar sem allir eru sammála um og sagt fyrir hvernig verður staðið að því að klára þær breytingar á stjórnarskrá sem þjóðinn samþykkti í ráðgefandi Þjóðaratkvæðagreiðslu  20 október síðastliðin. Árni Páll eða einstaklir þingmenn geta ekki bundið einn eitt eða neitt. Það er meirihluti Alþingsi sem það gerir.  Finnst þettta bull um að Árni einn og sér seti eða hafi sett hér lög svo barnalegt að það tekur engu tali. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2013 kl. 16:30

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sem betur fer þá er þessi stjórnarskrár vitleysa að gufa upp í skítalykt, enda hefur verð vond lykt að henni á alla kanta frá byrjun.

Áróður vinstrimanna að það hafi verið núverandi Stjórnarskrá sem hafi orsakað hrunið 2008 og þess vegna þurfi að koma með nýja með hagsmunahugsanir latte lepjandi skrílsins 101 Reykjavík.

Kjósendur eru loksins farnir að sjá það hversu fjarstæður þessi áróður er og hefur þess vegna aukið andstöðu fyrir þessu illa hugsuðu og rituðu plaggi sem betur fer.

Þetta er í annað skiptið á 4 árum sem íslenska þjóðin lætur ekki Ríkisstjórnina og stuðningsfólk hennar og lýðskrumara háskólana plata sig.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 2.3.2013 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband