Leita í fréttum mbl.is

Nokkur smá vandamál á þessari tillögu!

Nú boða Framsóknarmenn að slíta eigi viðræðum við ESB. Og um leið eru landbúnaður hér rekin á undanþágum miðað við alla viðskiptasamninga okkar erlendis. Ljóst að það yrði aldrei samþykkt að hér væru háir tolla á innflutning á landabúnaðarvörum og um leið háir ríkisstyrkir á framleiðslu Landbúnaðarvara ef að Framsókn dreymir um stórkostlegan útflutning. Því að það myndi skekkja samkeppnisstöðu annarra þjóða.

Með inngöngu í ESB myndu framleiðslustyrkir breytast í byggðastyrki og þar með væri þeirri mismunun aflétt. En án þess að ganga í ESB þá mundum við aldrei getað haldið því til lengdar að selja á markaði þar sem aðrar þjóðir væru að selja á og halda þessum styrkjum til bænda óbreyttum sem og háum tollum og banni við innflutning á landbúnaðarvörum.  Svo hægt að benda á að Kína á enn gríðarlegt svæði sem þeir gætu ræktað á þannig að þetta er bara ekki rétt hjá Framsókn. 

Þetta er kosningabragð til að reyna að mjólka aðeins fleiri atkvæði af landsbyggðinni. Svoan svipað og eiturlyfjalaust Ísland árið 2002

 

387545_10151442920967086_1219412073_n.jpg

 


mbl.is Vilja stóraukna matvælaframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

flott 'grein'ing

Rafn Guðmundsson, 2.3.2013 kl. 17:32

2 identicon

Þetta er undarleg greining, svo ekki sé meira sagt.

Ekkert í Gatt, WTO eða EES samningunum setja okkur skyldur og kvaðir varðandi niðurgreiðsluform á landbúnaðarvörum.

Og þetta með byggðastyrki ESB, þvílíkt kjaftæði, 1% bænda í ESB fá 50% af styrkjunum.

Og þess utan, þá er styrkjakerfi ESB eitt það viðurstyggilegasta á jörðinni, sennilega fullkomnasta svikakerfi heims.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 18:26

3 identicon

Og það sem við viljum kalla mikið ræktunarland, miklar orkulindir og mikið vatn er bara dropi í hafið miðað við aðra. Bara mikið miðað við okkar fámenni.

Okkar mikla ræktarland er minna en bílastæðin í Þýskalandi.

Öll orkuframleiðsla okkar er innan við helmingur af því sem Danir framleiða. Og Kínverjar áætla að auka annan hvern mánuð næstu tíu ár raforkuframleiðslu sína um jafn mikið og við framleiðum á ári.

Mörg bæjarfélög búa við óhreint vatn og takmarkanir á vatnsnotkun eru ekki óþekktar í Reykjavík. Grunnvatn er takmarkað og megnið af því vatni sem rennur til sjávar er gruggugt og/eða saurmengað.

Haraldur (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 20:00

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hilmar hvað er svona ógeðslegt við styrki ESB að styrkja frekar búsetu en framleiðslu? Og sorry bara! Það er bara yfirleitt almennt í alþjóðaviðskiptum að ríkisstyrktar vörur sem þjóð flytur út í einhverju mæli eru ekki samþykktar á samkeppnismörkuðum.

Þannig er nú auðvelta að finna þett á netinu um reglur Alþjóðaviðskiptastofnunar:

Reglurnar setja m.a. vissar skorður við álagningu tolla, notkun ríkisstyrkja og tæknilegra viðskiptahindrana auk þess sem stuðlað er að vernd hugverka. Jafnræðisregla og gagnsæi eru grunnreglur sem koma í veg fyrir að ríkjum og fyrirtækjum sé mismunað að geðþótta. Aðildarríki skal veita öllum öðrum aðildarríkjum sama markaðsaðgang fyrir vöru og þjónustu

Og ef þú lest þessa samninga þá sérð þú að markaðstruflandi stuðningur er hreinlega bannaður að mestu. Enda ekki hægt að ætlast til þess að seljendur vöru frá t.d. okkur séu að keppa við aðra sem selja sömu vöru frá öðrum löndum þar sem engir styrkir eða minni eru við líði. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2013 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband