Leita í fréttum mbl.is

Afhverju er þessi vinnubrögð enn við lýði hér á landi?

Þetta finnst mér alveg óþolandi. Það er komið árið 2007 og enn þann dag í dag eru frumvörð og reglugerðir samdar án þess að hafa samráð við þær stofnanir sem mest vit eiga að hafa á þessu. Þetta skapar hættu á mistökum og götum í lögum sem lögfróðir nýta sér til að komst hjá lögum. Lög eiga í eðli sínu að vera eins gegnsæ og eins auðskilin og hægt er. Dæmi um óþarflega flókið kerfi eru lög og reglugerðir um Tryggingarstofnun. Nú eru umhverfismál mjög í deiglunni og því kjörið færi á að setja hér lög og reglur í þeim flokki sem eru til fyrirmyndar.

Innlent | Morgunblaðið | 21.2.2007 | 05:30

Umhverfisstofnun óttast að stjórnskipan náttúruverndarmála verði of flókin

Umhverfisstofnun telur ekki þörf á sérstökum lögum til að stofna Vatnajökulsþjóðgarð og að með nýju frumvarpi umhverfisráðherra verði stjórnskipan náttúruverndarmála alltof flókin. Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar um frumvarpið en það verður tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar Alþingis í dag.

Í umsögninni er því fagnað að tekin hafi verið ákvörðun um að stefna að friðlýsingu Vatnajökuls og helstu áhrifasvæða jökulsins. Hins vegar sé ekki nauðsynlegt að gera það með sérstakri löggjöf heldur myndi nægja að nýta lög um náttúruvernd með smávægilegum breytingum. Þá bendir Umhverfisstofnun á að nefndin sem vann frumvarpið hafi haft lítið samráð við stofnunina. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.


mbl.is Umhverfisstofnun óttast að stjórnskipan náttúruverndarmála verði of flókin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þá verðum við bara spyrja aftur og aftur og aftur

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.2.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband