Leita í fréttum mbl.is

Halldór í Holti og fleiri þyrftu smá veruleikatékk!

Svona ef ég man rétt frá umræðu í fyrrverandi flokk hans þá hefur þar oft verið sagt:

Það er ekkert til sem heitir ókeypis hádegisverður

Og eins og hann talar þá er eins og hann og fleiri haldi að Ríkissjóður sé eitthvað batterí sem fái peninga bara svona eins og í gengum gullgæsir sem verpa gulleggjum eins og okkur þóknast. 

Hann vill fara í allsherjar leiðréttingar á öllum lánum hjá fólki á aldrinum 25 til 45 ára. Að öll hækkun á þeim verði færð til baka. Því það hafi tapað öllu sem það lagið í húsin sín. Jafnvel 5 til 10 milljónum. Hann virðist ekki gera neinn greinarmun á hovrt það sé vegna lækkunar á húsnæðisverði eða hækkun verðtrygginar þetta eigi bara að vera lagð. 

Nú væri kannski rétt að einhver spyrði þennan ágæta mann og hópin sem að þessu stendur hver það eigi að vera sem leiðréttir það þ.e. hver á að leggja fram fjármagn til þessi.

  • Eru það almennir ellilífeyrisþegar þ.e. að taka það af almennu lífeyrissjóðunum. Nú er Halldór í Holti í opinberum lífeyrissjóð þar sem að eftirlaun hans eru tryggð.
  • Eru það almennir skattgreiðendur sem eiga að leiðrétta þetta. Það þýðir væntanlega að kaupmáttur allra lækkar vegna þess að skattar á einstaklinga eiga þá að fara í að greiða þessi lán niður. Og við að kaupmáttur minnkar hjá öllum lækkar líka velta og þar með skattar sem koma inn.
  • Hvernig ætlar Halldór í Holti að hraða málum í gengum dómsstóla minnir að eitthvað af þeim málum varðandi lán sem þar eru séu nú þegar í flýtimeðferð?
  • Svo væri gaman að vita hvað það er í síðustu Flokkssamþykktum Framsóknar sem honum líkar svon vel að það þurfi að styðja hann með .  Er það kannski sérstaklega að það á að skipa nefnd um að koma með lausnir á afnámi verðtryggingar. Þarf Framsókn sérstaklega stuðning við það?
  • Svo ef við segjaum að sköttum verði aflétt á fyrirtæki, fjárfesta og útgerðir eins og gamliflokkurinn hans leggur til. Hvar í ósköpunum sér fólk alla þessa milljarða sem það ætlar að nota í að lækka lánin?
  • Þegar allir eru svo að tala um ábyrga efnahagsstjórn, hóflegar hækkanir launa. Og svo einnig fjárfestingar og stóriðju sem krefst þess á meðan að hér verði dregið úr einkaneyslu til að koma í veg fyrir þennslu sem ekki er innistæða fyrir sem og að eiga hér gjaldeyrir fyrir innkaupum á vélum og búnaði fyrir það. 

Og hvernig má það vera að fólk skuli hlaupa eftir svona  bulli.


mbl.is Stofna flokk til að vinna með Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú varla meira eða verra bull en það sem SF boðar. Þetta er bara öðruvísi bull.

KIP (IP-tala skráð) 11.3.2013 kl. 09:26

2 Smámynd: Sigurður Helgason

Má ekki nota peningana sem þú vildir borga til Hollendinga og Breta ?

Þá var fullt af peningum til.

Sigurður Helgason, 21.3.2013 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband