Leita í fréttum mbl.is

Hlustið ekki á andstæðinga ESB viðræðna.

Hvernig væri nú að horfa aðeins til framtiðar. Viðtal við Jón Sigurðsson forstjóra Össurar:

Forstjóri Össurar: Stjórnmálaflokkarnir stinga hausnum bara í sandinn og segja að allt sé í lagi

jonsigossurJón Sigurðsson, forstjóri Össurar, er afar harðorður í garð stóru stjórnmálaflokkanna. Hann segir þá skorta framtíðarsýn og stinga hausnum í sandinn gagnvart aðsteðjandi vandamálum. Hann segir fáránlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa lokað dyrunum gagnvart Evrópusambandsaðild.

Jón var gestur Morgunútvarps Rásar 2 í morgun þar sem hann ræddi meðal annars fyrirhugaðar fríverslunarviðræður ESB og Bandaríkjanna. Hann óttast að Íslendingar „lokist úti í horni“ verði af þessum samningi. Hann er svartsýnn á að Ísland geti fengið aðild að fríverslunarsamningnum í gegnum EES samninginn. Bæði gæti ákveðins pirrings frá Brussel út í EES samninginn auk þess sem hagsmunir ESB og Bandaríkjanna eru litlir sem engir. Nefnir hann að Sviss er ekki aðili að samningnum og Norðmenn séu einfaldlega „á annarri plánetu“ og þurfa því ekki á neinu slíku að halda.

Sú þróun hefur átt sér stað, eftir að Doha viðræðurnar runnu út í sandinn, að ríki heims hafa ákveðið að veðja frekar á tvíhliða fríverslunarsamninga frekar en alþjóðasamninga. Vegna þessa standa Íslendingar höllum fæti, segir Jón. Ekki vegna þess að neikvæðni ríki í garð Íslendinga, heldur vegna þess hversu lítill íslenskur markaður er.

Þá verða langar biðraðir og þá verða menn að semja sig inn og við erum engin risaþjóð.

Jón segir að í hans huga komi ekkert annað til greina að ganga í Evrópusambandið, af því gefnu að aðildarsamningurinn verði ekki „fráleitur.“

Mér finnst það vera eina langtíma stefnumótunin sem liggur frammi núna og mér finnst það óskaplega skrítið að flokkar slái þennan eina möguleika út af borðinu, nema þá að koma með einhverja aðra framtíðarsýn. Það finnst mér ekki vera uppi á borðinu.

Jón segir það mikið áhyggjuefni að íslenskir stjórnmálaflokkar hugi ekki að gjaldeyrismálum. Hvað Össur varðar breytir það litlu, enda fyrirtækið með undanþágu frá lögum um gjaldeyrishöft og getur þar af leiðandi „hagað sér eins og það vill“.

Það er eingungis gert til að halda okkur hér á landi því annars gætum við ekki verið hér og þá verður maður að hugsa: „Bíddu, hvað með alla hina sem fá ekki þessa undanþágu?“ Fyrir utan það, að það mun ekkert alþjóðafyrirtæki í eigu alþjóðafjárfesta, með langstærstan hluta af starfsemi sinni erlendis, það getur í rauninni ekki byggt grundvöll sinn á allsherjarundanþágu frá einhverjum reglum og lögum í því landi sem það er. Það þarf bara einhver að benda á það, það bara gengur ekki.

Jón sagði það jafnframt áhyggjuefni hvernig Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi Evrópumálin á sínum landsfundi.

Landsfundurinn þar áður tók rétt á þessum málum finnst mér, því það er kannski ekki taktíst rétt núna að flýta sér að ganga í Evrópusambandið. En að loka dyrunum og taka þá áhættu að komast ekki þarna inn aftur finnst mér alveg fáránlegt,

segir Jón og bætir við að það skjóti skökku við að Sjálfstæðisflokkurinn, sem fram að þessu hafi verið víðsýnn, sé orðinn einangrunarsinnaður.

Jón segir óstöðugleika í gengismálum þannig að það séu alltaf einhverjir sem græða á honum. Þeir sem það gera séu því skiljanlega mótfallnir öllum breytingum. Hann tók dæmi um það hvernig hann sjálfur hafi aðstöðu til að hagnast á gjaldeyrishöftum.

Nú bý ég erlendis, ég get farið hér og keypt mér föt og fengið vaskinn endurgreiddan þegar ég fer úr landi. Ég get komið með peninga inn í landið á afslætti og fjárfest hér. Ég get gert alla mögulega hluti af því að ég bý ekki hérna. Það er svo vitlaust gefið.

Jón vildi ekki taka afstöðu til loforða stjórnmálaflokka um afnám verðtryggingar, en benti þó á að í landinu væru tveir gjaldmiðlar, óverðtryggð króna annars vegar og verðtryggð króna hins vegar. Þeirri verðtryggðu hefði verið komið á til þess að koma til móts við þá sem vilja fjárfesta, því enginn vilji fjárfesta í svo óstöðugum gjaldmiðli sem óverðtryggða krónan er. Fari svo að verðtryggingin verði afnumin, segir Jón, þýðir það mikla risaeignatilfærslu frá þeim sem eiga peninga til þeirra sem skulda.

Að lokum sagðist Jón hafa talsverðar áhyggjur af framtíð íslensks efnahagslífs.

Það sem mér finnst verst er að það er engin stefnumörkun. Það er engin sýn og mjög stórir stjórnmálaflokkar segja bara að þetta er allt í lagi og stinga bara hausnum í sandinn. Af því hef ég mjög miklar áhyggjur.

Allt viðtalið er hér


mbl.is Spá óbreyttum stýrivöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband