Miðvikudagur, 13. mars 2013
Hlustið ekki á andstæðinga ESB viðræðna.
Hvernig væri nú að horfa aðeins til framtiðar. Viðtal við Jón Sigurðsson forstjóra Össurar:
Forstjóri Össurar: Stjórnmálaflokkarnir stinga hausnum bara í sandinn og segja að allt sé í lagi
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, er afar harðorður í garð stóru stjórnmálaflokkanna. Hann segir þá skorta framtíðarsýn og stinga hausnum í sandinn gagnvart aðsteðjandi vandamálum. Hann segir fáránlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa lokað dyrunum gagnvart Evrópusambandsaðild.
Jón var gestur Morgunútvarps Rásar 2 í morgun þar sem hann ræddi meðal annars fyrirhugaðar fríverslunarviðræður ESB og Bandaríkjanna. Hann óttast að Íslendingar lokist úti í horni verði af þessum samningi. Hann er svartsýnn á að Ísland geti fengið aðild að fríverslunarsamningnum í gegnum EES samninginn. Bæði gæti ákveðins pirrings frá Brussel út í EES samninginn auk þess sem hagsmunir ESB og Bandaríkjanna eru litlir sem engir. Nefnir hann að Sviss er ekki aðili að samningnum og Norðmenn séu einfaldlega á annarri plánetu og þurfa því ekki á neinu slíku að halda.
Sú þróun hefur átt sér stað, eftir að Doha viðræðurnar runnu út í sandinn, að ríki heims hafa ákveðið að veðja frekar á tvíhliða fríverslunarsamninga frekar en alþjóðasamninga. Vegna þessa standa Íslendingar höllum fæti, segir Jón. Ekki vegna þess að neikvæðni ríki í garð Íslendinga, heldur vegna þess hversu lítill íslenskur markaður er.
Þá verða langar biðraðir og þá verða menn að semja sig inn og við erum engin risaþjóð.
Jón segir að í hans huga komi ekkert annað til greina að ganga í Evrópusambandið, af því gefnu að aðildarsamningurinn verði ekki fráleitur.
Mér finnst það vera eina langtíma stefnumótunin sem liggur frammi núna og mér finnst það óskaplega skrítið að flokkar slái þennan eina möguleika út af borðinu, nema þá að koma með einhverja aðra framtíðarsýn. Það finnst mér ekki vera uppi á borðinu.
Jón segir það mikið áhyggjuefni að íslenskir stjórnmálaflokkar hugi ekki að gjaldeyrismálum. Hvað Össur varðar breytir það litlu, enda fyrirtækið með undanþágu frá lögum um gjaldeyrishöft og getur þar af leiðandi hagað sér eins og það vill.
Það er eingungis gert til að halda okkur hér á landi því annars gætum við ekki verið hér og þá verður maður að hugsa: Bíddu, hvað með alla hina sem fá ekki þessa undanþágu? Fyrir utan það, að það mun ekkert alþjóðafyrirtæki í eigu alþjóðafjárfesta, með langstærstan hluta af starfsemi sinni erlendis, það getur í rauninni ekki byggt grundvöll sinn á allsherjarundanþágu frá einhverjum reglum og lögum í því landi sem það er. Það þarf bara einhver að benda á það, það bara gengur ekki.
Jón sagði það jafnframt áhyggjuefni hvernig Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi Evrópumálin á sínum landsfundi.
Landsfundurinn þar áður tók rétt á þessum málum finnst mér, því það er kannski ekki taktíst rétt núna að flýta sér að ganga í Evrópusambandið. En að loka dyrunum og taka þá áhættu að komast ekki þarna inn aftur finnst mér alveg fáránlegt,
segir Jón og bætir við að það skjóti skökku við að Sjálfstæðisflokkurinn, sem fram að þessu hafi verið víðsýnn, sé orðinn einangrunarsinnaður.
Jón segir óstöðugleika í gengismálum þannig að það séu alltaf einhverjir sem græða á honum. Þeir sem það gera séu því skiljanlega mótfallnir öllum breytingum. Hann tók dæmi um það hvernig hann sjálfur hafi aðstöðu til að hagnast á gjaldeyrishöftum.
Nú bý ég erlendis, ég get farið hér og keypt mér föt og fengið vaskinn endurgreiddan þegar ég fer úr landi. Ég get komið með peninga inn í landið á afslætti og fjárfest hér. Ég get gert alla mögulega hluti af því að ég bý ekki hérna. Það er svo vitlaust gefið.
Jón vildi ekki taka afstöðu til loforða stjórnmálaflokka um afnám verðtryggingar, en benti þó á að í landinu væru tveir gjaldmiðlar, óverðtryggð króna annars vegar og verðtryggð króna hins vegar. Þeirri verðtryggðu hefði verið komið á til þess að koma til móts við þá sem vilja fjárfesta, því enginn vilji fjárfesta í svo óstöðugum gjaldmiðli sem óverðtryggða krónan er. Fari svo að verðtryggingin verði afnumin, segir Jón, þýðir það mikla risaeignatilfærslu frá þeim sem eiga peninga til þeirra sem skulda.
Að lokum sagðist Jón hafa talsverðar áhyggjur af framtíð íslensks efnahagslífs.
Það sem mér finnst verst er að það er engin stefnumörkun. Það er engin sýn og mjög stórir stjórnmálaflokkar segja bara að þetta er allt í lagi og stinga bara hausnum í sandinn. Af því hef ég mjög miklar áhyggjur.
Spá óbreyttum stýrivöxtum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 12
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 969469
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.