Leita í fréttum mbl.is

Eitt af því sem Framsókn hefur gleymt að segja fólki.

„Af hverju hefst þá mikil umræða um afnám verðtryggingarinnar? Reynt er að kynna afnám hennar sem töfralausn við vanda sem verðbólgan veldur. Staðreyndin er sú að verðtryggð lán skila lægri fjármagnskostnaði en óverðtryggð við lága verðbólgu. Stundum er fólki talin trú um að hægt sé að afnema verðtrygginguna en halda vöxtunum sem eru á verðtryggðu lánunum. Það er blekking.

  • Vextir á verðtryggðum lánum verða alltaf lægstir,
  • vextir á verðtryggðum lánum með þaki á verðtryggingunni verða alltaf eitthvað hærri
  • og vextir á óverðtryggðum lánum alltaf hæstir þegar upp er staðið.
  • Það er líka blekking að halda því fram að fólk sé betur sett með hærri vöxtum af óverðtryggðum lánum vegna þess að þau rýrni í verðbólgunni.
  • Það er afar ólíklegt að fólk með óverðtryggðar skuldir geti sigrað í kapphlaupi milli vaxta og verðbólgu.“     vb.is

mbl.is Fengju báðir 19 þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þar sem verðtrygging er stærsta einstaka orsök verðbólgu í peningakerfi landsins er afnám hennar nauðsynleg forsenda þess að koma böndum á verðbólgu. Þetta hefur víða og vandlega verið útskýrt, kannski ekki endilega af framsókn, en varla þurfa þeir líka að útskýra það sem aðrir hafa þegar útskýrt með fullnægjandi hætti.

Raunverulega vandamálið eru þeir sem ekki vilja hlusta.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2013 kl. 22:34

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

en hvað með þá sem eiga peningar - eiga þeir að þola að þeirra peningar 'minnki'

Rafn Guðmundsson, 15.3.2013 kl. 23:00

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

spurning til Guðmundar

Rafn Guðmundsson, 15.3.2013 kl. 23:10

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei vissulega þarf að huga að sparifjáreigendum, og þess vegna er mikilvægt að átta sig á því að helsta ógn þeirra er sameiginleg: verðbólga. Þess vegna þurfum við öll að taka höndum saman um að stöðva verðbólgu, með því að afnema verðtryggingu skuldabréfa.

Athugaðu vel að það er fyrst og fremst verðtrygging skuldabréfa sem bankakerfið kaupir gegn útlánum til almennings, sem þetta á við um.

Þannig er þetta til dæmis alveg óháð því hvort að lífeyrissjóðir kaupi verðtryggð skuldabréf. Þeir geta áfram gert það svo lengi sem þeir kaupi þau af útgefendum sem eru ekki með peningaútgáfuvald (bankaleyfi).

Núna erum við tala saman. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2013 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband