Leita í fréttum mbl.is

Til bloggara á blog.is: Oft bylur hátt í tómri tunnu!

Er oft að velta fyrir mér okkur sem bloggum hér á blog.is. Svona í framhaldi af því að ég les hér á bloggum að menn eru að tala niður Karl Bildt og jafnvel halda því fram að hann viti varla nokkuð um ESB og jafnvel Svíþjóð. Menn kannski gleyma því að hann er utanríkisráðherra Svíþjóðar síðan 2006 eða í 9 ár.  og áður forsætisráðherra þegar Svíþjóð í kjölfar kreppu gekk í ESB. En nei bloggarar hér vita þetta miklu betur.

 

Svona í ljósi þess að Ásmundur Einar Daðason og félagar eru að skeppa til Brussel að segja ESB álit þjóðarinnar þá þessu bandalagi helvítis eins og þeir lýsa för sinni efnislega, þá fór ég að velta fyrir mér:

Svona í ljósi þess að þetta fólk telur sig umkomið að fara erlendis og tala fyrir hönd þjóðarinnar, hversu mikla þekkingu hefur það á málinu? Finnst að barátta þeirra hafi hafist áður en þeir vissu nokkuð um málið og síðan haf upplýsingaöflun þeirra helst falist í að finna eitthvað sem er slæmt. Og miðað við lýsingar þeirra þá ættum við að vorkenna: Svíum, Dönum og Finnum fyrir að hafa ekki dug í að koma sér í burtu. En bíðum við þeir vilja það ekki og telja hag sínum betur borgið þar. Þeir leggja háar upphæðir í þetta samstarf en hagnast samt á mót því viðskipti þeirra á þessum markaði margfalda hagnað þeirra af því. Og í framhaldi af þessu fer maður að velta fyrir sér talsmönnum gegn ESB viðræðum. Hvaða þekkingu hafa þeir á málinu. Er það allt fengið með að slá inn í google einhverju neikvæðu og þeir noti svo gögn sem eru kannski í besta falli röng og í versta falli login sem þeir nota svo hér eins og það sé algildur sannleikur? Mér er það mjög til efs að það væru nú hvað um 27 eða 28 ríki í ESB og ekkert þeirra á leiðinni í alvöru þaðan út ef umræða hér um ESB ætti sér nokkra stoð. Örugglega margt þar að en allar þjóðir sem eru þar komnar inn meta kostina umfram gallanna.

Ekki að ég sé miklu gáfulegri en ég horft t.d. bara í það um 550 milljónir Evrópubúa hafa kosið að ganga til samstarfs og um 100 milljónir í viðbót eru að reyna komast þar inn. Og engin þjóð í alvöru að reyna að komast þaðan út. Ég horfi í gróðan af stærra efnahagskerfi, gjaldmiðli með lægri vöxtum og afnámi verðtryggingar. 

Ég horfi á mögulega samkeppni erlendisfrá fyrir okkur neytendur hingað á fákeppnissvæði. Auknum möguleikum okkar að flytja út þegar við losnum við tolla um alla Evrópu á mörgum vörum.  Og reynslu annarra þjóða þar sem vöruverð lækkar.

Held að við gegum náð góðum samningum og vill fá að sjá þá. Ekki einhverja forpokaða þjóðernissinna sem koma í veg fyrir að samningi verði náð.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þegar Svíar kusu um aðild að ESB þá var bara spurt:

Vilt þú lága vexti?

Meiri hluti Svía kaus JÁ við þeirri spurningu. Síðan þá hefur Svíþjóð blómstrað. Þar hefur verið um og yfir 4% hagvöxtur öll árin frá efnahagshruninu 2008.

Þegar við Íslendingar kjósum um aðild að ESB og um upptöku evru þá verður bara spurt:

Vilt þú áframhaldandi óðaverðbólgu, gjaldeyrishöft og verðtryggingu eða vilt þú aukna hagsæld, lága vexti og stöðugt verðlag?

Og hvernig heldur þú að launafólk þessa lands svari þeirri spurningu í kjörklefanum?

Evrópulestin verður ekki stöðvuð úr þessu, Magnús.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.3.2013 kl. 20:16

2 identicon

Friðrik Hansen Guðmundsson,ég rak augun í prentvillu hjá þér átti ekki réttara að standa þarna frekar´´Hamfaraevrópulestin,, !

Númi (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 21:00

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

algjörlega sammála - mikið af tómum tunnum hérna

Rafn Guðmundsson, 20.3.2013 kl. 21:09

4 identicon

Bylur hæst í tómum tunnum,

bankamenn þegar berja þær utan.

Eigi skal súta þótt einn maður tapi,

og milljónagróði verði að tapi.....

Jóhanna (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 21:53

5 identicon

Jahá.

Karl Bildt veit eflaust allt um ESB og ég tala nú ekki um Svíþjóð. En hann lætur vera að segja frá því að til langs tíma hafa ungir Svíar streymt til Noregs í vinnu og nú einnig þeir eldri.

Nú er orðið erfitt fyrir unga sem eldri Norðmenn á fá vinnu í sínu landi þar sem Svíastraumurinn undirbýður heimamenn. Hvers konar hagvöxtur er það?

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 13:28

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Carl Bildt er innmúraður og innvígður í stjórnmálaelítu EvrópuSovétSambandsins.

Hann er sérstaklega fenginn hingað upp núna til þess eins að tala fallega um þennan helga guðdóm ESB sinna.

Hinir ESB sinnuðu fjölmiðlar Íslands halda ekki vatni yfir þessum töframanni og fréttir af honum þar sem hann lofar og prísar ESB eru endurteknir aftur og aftur í öllum fjölmiðlum og fréttamennirnir gera engar athugasemdir við skefjalausan áróður þessa mikla manns.

Þeir kinnka bara ákaft kolli við öllu sem hann segir í upphafinni dýrkun á þessari himnasendingu ESB trúboðsins.

Þeir gera ekki minnstu athugasemdir við sjálfsupphafninguna og lygina sem vellur út úr honum, eins og þegar hann fullyrðir að nú séu allir landar hans yfir sig sáttir við ESB aðild, það sé bara tóm hamingja.

Þetta segir hann úr sínum gullbriddaða fílabeinsturni valdsins og bætir við að allar raddir gegn ESB aðild séu nú þagnaðar í Svíþjóð og þeir fáu sem séu á móti aðild séu aðeins einhverjir örfáir vinstri róttæklingar og svo örfáir sérvitringar lengst til hægri.

En þá bregður svo við að samkvæmt nýjum tölum frá sænska netmiðlinum www.europaportalen.se þá er andstaðan við ESB aðild fyrna sterku því að nú eru fleiri Svíar andsnúnir ESB aðild en með henni.

En svona innmúraðir EURO tæknikrata þjónar ESB valdsins eru fyrir löngu hættir að lifa í raunveruleika sinnar eigin þjóðar hvað þá að sannleikurinn eða öndverðar skoðanir skipti þá nokkru einasta máli lengur.

Þeir eru ekki lengur þjónar fólksins, þeir eru þjónar skrifræðis valdsins sem skammtar þeim himin há laun og fríðindi !

Gunnlaugur I., 21.3.2013 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband