Leita í fréttum mbl.is

Vandamál nýju framboðana!

Held svona af reynslunni af þessum nýju framboðum sem eru að reyna að koma sér á koppinn nú um stundir að nokkur atriði séu lágmark.
  • - Það er ekki hægt að stofna flokk og ætla sér að sameinast bara um eitt mál. Að vinna á Alþingi er ekki bara eitt mál og ef menn ætla að vinna saman sem heild þýðir ekkert að þeir ætli sér að hver og einn hafi svo bara sína hentisemi. Það gengur ekki upp og verður til þess að uppúr slitnar jafnvel fyrir kosningar

  • - Það gengur ekki að það séu nokkrir menn sem komi saman og safni einhverjum sem hafa Alþingismanni í maganum, en hafa í raun engan sérstakan áhuga á þeim málum sem viðkomandi hópur er að vinna að. Og í raun að verið sé að smala á lista svo að þeir sem upprunalega datt þetta í hug komist á þing.

  • -Það er allt í lagi að hafa ríka trú á einhverri hugmynd eða lausn en það verður þá að tryggja að hún sé framkvæmanleg. Og hún sjaldnast réttlætir að heilum flokki sé komið á til að framkvæma hana ef að menn hafa ekkert um allt hitt sem kemur til kasta Alþingis að segja. Það er ljóst t.d. að framboð sem er bara á móti ESB en hefur ekkert annað raunhæft til málana að leggja annað en að copera bara það sem aðrir eru að segja inn í stefnu sína hafa ekkert að gera á Alþingi því að þegar eru þá aðrir með þessa stefnu sem eru kannski búnir að vinna betur að sínum málum.
Sýnist svona í fljótu bragði að um 90% af litlu framboðunum séu þannig. Sbr. að í dag er maður að átta sig á að Flokkur heimila er víst hægri flokkur. Þeir hljóma ekki þannig? Lýðræðisvaktin beitti furðulegum aðferðum við að velja á lista. Þeir Lýðræðisflokkurinn gátu ekki einu sinni boðað til fundar félagsmanna til að samþykkja lista heldur var þetta uppstillingarnefnd sem skilaði tillögum sem stjórn flokksins breytti að vild. Hvaða lýðræði er það? Og svo framvegis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband