Leita í fréttum mbl.is

Ekki lýst mér á þetta!

Svona í fljótu bragði þá sýnist mér að kosnigaloforð Framsóknar séu svona:
* Þeir ætla að afnema verðtryggingu á nýjum lánum. En bíddu það geta allir sem hafa greiðslumat til þess tekið óverðtyggð lán. Og þetta gildir ekki fyrir eldri lán.
* Þeir ætla í stríð við alla erlenda fjármagnseigendur sem eiga hér lán og inneignir og ætla að græða á því nóg til að lækka öll lán. Þeir ætla um leið að fá hingað erlenda fjárfestingu.
* Þeir ætla að virkja m.a. í Þjórsá þó að engin sé enn til í að kaupa um 200 mw sem eru nú þegar ónotuð í kerfinu.
* Þeir ætla að auka veiði umfram ráðleggingar og festa kvótann óbreyttan til framtíðar.
* Þeir ætla að lækka hér skatta á fyrirtæki
* Þeir ætla að auka heilbrigðisþjónustu um allt land og skv. ræðum þeirra koma öllum sjúkrahúsum til fyrri tíma.
* Þeir ætla að hafa hér krónu og telja lítið mál að koma samt á stöðugleika.
* Þeir ætla að standa vörð um bændur með tollkvótum og takmörkun á innflutningi á matvöru. Allt á kostnað neytenda. Þannig standa vörð um hagsmuni 5% þjóðarinnar á kostnað okkar hinna.
* Þeir ætla samt um leið að auka matvælaframleiðslu til útflutnings þó að við séum með kvóta við flest lönd og ofurtolla á þessar vörur í flestum löndum þannig að þær eru ekki samkeppnishæfar.
 Er nema von að ég hafi ekki trú á því að það séu bjartir tímar framundan. Þetta er svo langt frá því að vera raunhæft.

Smá viðbót. 

Það er eins og kjósendur haldi að Framsókn ætli að taka verðtryggingu af þegar teknum lánum. Svo er ekki. Þeir hafa einmitt sagt að þetta eigi bara við ný lán. Það sé eins og fleiri hafa sagt að um þegar tekin lán gilda ákvæði í stjórnarskrá sem banna það að ríkð fari í löglega samninga og færi þá með lögum niður.  Þannig að ef fólk hugsar málið þá getur það í dag tekið óverðtryggð lán. Það er flestir bankar sem bjóða þau. Þau eru með 7 til 8% óverðtryggðum vöxtum í dag og svo breytilegir vextir á lánstíma. Þaðan sem bankarnir munu sækja verðbólguáhrifin þ.a. með því að hækka vexti ef verðbólga er há of fólk þarf þá að staðgreiða hækkuniinna.  Svo ég sé ekki hvað þetta virðist skipta fólki máli nú í dag þegar það getur hvort eða er tekið þannig lán. Það engin að tala um að lán sem fólk hefur þegar tekið verði tekin og endurreiknuð aftur í tíman óverðtryggt.  Framsókn er hinsvegar að boða að þeir ætli að finna peninga til að lækka lán þeirra sem tóku lán frá 2006 til 2008 aðallega. Dreymir um að þeir geti náð í þetta af kröfuhöfum bankana. Sem mér finnst ótrúlegt þar sem þeir eru jú varðir af stjórnarskrá einnig. Þannig að allar líkur eru á að þetta verðum bara við sem borgum þessa leiðréttingu með sköttunum okkar eins og allt annað. Hvort sem fólk skuldaði fyrir eða ekki. 


mbl.is Framsóknarflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1) "* Þeir ætla að afnema verðtryggingu á nýjum lánum. En bíddu það geta allir sem hafa greiðslumat til þess tekið óverðtyggð lán. Og þetta gildir ekki fyrir eldri lán."

Ok, þá er þetta ekkert vandamál.

2)"Þeir ætla í stríð við alla erlenda fjármagnseigendur sem eiga hér lán og inneignir og ætla að græða á því nóg til að lækka öll lán. Þeir ætla um leið að fá hingað erlenda fjárfestingu."

Hver er munurinn á stefnu framsóknarflokksins og núverandi ríkisstjórnar og Seðlabanka á afskriftaþörf erlendra kröfuhafa?

Endilega útskýrðu?

3) " Þeir ætla að auka veiði umfram ráðleggingar og festa kvótann óbreyttan til framtíðar"

Hvar kemur þetta fram?

Er ekki núverandi ríkisstjórn með frumvarp sem afhendir kvótann til áratuga, í stað eins ár í einu hingað til??

4)" Þeir ætla að lækka hér skatta á fyrirtæki"

Er það slæmt?

Hvort er skárra að lækka skatta, eða hækka listamannalaun og annað þess háttar?

5)"Þeir ætla að auka heilbrigðisþjónustu um allt land og skv. ræðum þeirra koma öllum sjúkrahúsum til fyrri tíma."

Ef þetta er satt, er það eitthvað slæmt?

6)"Þeir ætla að hafa hér krónu og telja lítið mál að koma samt á stöðugleika. "

Ef það er ekki hægt að koma hér á stöðugleika, hvernig ætlið þið þá að uppfylla skilyrði fyri upptöku evru?

7)"Þeir ætla að standa vörð um bændur með tollkvótum og takmörkun á innflutningi á matvöru. Allt á kostnað neytenda. Þannig standa vörð um hagsmuni 5% þjóðarinnar á kostnað okkar hinna."

Er ekki ráðherra í núverandi ríkisstjórn nýbúinn að lýsa því yfir að það komi ekki til greina að hlíða áliti ESA um innflutning á kjöti til landsins?

Sami ráðherra og var með ESA í guðatölu ekki fyrir löngu í öðru máli, og allir stafir þaðan heilög ritning?

8)"Þeir ætla samt um leið að auka matvælaframleiðslu til útflutnings þó að við séum með kvóta við flest lönd og ofurtolla á þessar vörur í flestum löndum þannig að þær eru ekki samkeppnishæfar."

Já, ok.

Öll hin löndin eru semsagt með ofurtolla sem gera matvæli héðan ekki samkeppnishæf í verðum.

Er þá útlöndum jafn ílla við sína neytendur og íslenskum yfirvöldum er við íslenska neytendur....

Sigurður (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 13:03

2 identicon

Hefur einhver annar trúverðugri lygar? Skiptir engu hvað við kjósum af þessu fer allt á sama veg.

Sveinn (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 19:06

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það hefur komið skýrt fram hjá formanninum að flokkurinn stefnir að bæði afnámi verðtryggingar (til framtíðar) sem og leiðréttingu stökkbreyttra lána (til fortíðar). Afnámið er framvirkt en leiðréttingin afturvirk, og bæði eru hluti af stefnu framsóknar.

Bara svo að sannmælis sé gætt um það.

Svo má ræða hvað sé raunhæft og hvað ekki. Fyrst við erum á síðu hjá aðila sem er hrifinn af Evrópusambandinu (með fullri virðingu fyrir því viðhorfi) skulum við líta á nýlegasta dæmið þaðan, frá Kýpur, en af öllum löndum sem lent hafa í fjármálakrísu að undanförnu er eyjan sú einna líkust Íslandi að öðru leyti en að gjaldmiðillinn er evra.

Þeirra "neyðarlög" eru einmitt útfærð eins og hefði verið tilvalið að útfæra þetta hér á landi og er svo sem ennþá mögulegt, ekki síst í ljósi viðurkenningar Seðlabanka Íslands á nauðsyn þess að skrifa niður útlendar eignir hér á landi. Ég hef sjálfur spurt seðlabankastjóra út í möguleika þessarar leiðréttingar og hann viðurkenndi að á meðan leiðréttingin væri framkvæmd hér innanlands gætum við gert hana en líklega ekki eftir að við hleypum þessu öllu úr landi að óbreyttu.

 Skoðum grunnútfærsluna á nýjustu neyðarlögum álfunnar:

1. Fjármagnshöft og hertar kvaðir um úttektir í reiðufé

2. Tryggðum innstæðum verður bjargað

3. Hár skattur á innstæður umfram tryggingu

4. Skattlagðir innstæðueigendur fá hlutabréf í bönkum

5. Erlendir kröfuhafar tapa risastórum hluta krafna

6. Fyrri hluthafar í bönkunum tapa öllu hlutafé sínu

7. Bönkum skipt í "góða" og "slæma" og endurskipulagðir

8. Engum kostnaði velt yfir á heimili með verðtryggingu

9. Skuldaaukning almennings er aðeins gegnum ríkissjóð

Fyrir utan það að tölurnar eru með EUR fyri aftan er uppskriftin keimlík þeirri leið sem var farin hér á Íslandi. Sé nánar að gáð kemur í ljós að það er í meginatriðum bara tvennt sem er öðruvísi:

1. Kýpverjar tryggja ekki allar innstæður í topp heldur aðeins lágmarksfjárhæðina (líkt og er t.d. meginregla hjá dönsku bankasýslunni) og nota til þess eignir þrotabúsins en restin fer eftir endurheimtum. Þetta er reyndar það sem EFTA dómstólinn hefur nú kveðið upp úr sem rétta aðferð, en íslenska leiðin gekk í raun mun lengra og tryggði allar innstæður í topp og gott betur því það var líka hent á annað hundrað milljörðum í ótryggða peningamarkaðssjóði.

2. Kýpverjar velta engum hluta kostnaðarins yfir á heimili landsmanna í gegnum húsnæðisskuldir almennings, hvorki með verðtryggingu eða öðrum hugsanlegum töfrabrögðum. Á Íslandi var hinsvegar skipuð nefnd sem átti sérstaklega að taka afstöðu til þess hvort velta ætti að minnsta kosti 200 miljörðum af kostnaðinum beint yfir á heimilin í gegnum verðtryggingu. Meðvituð ákvörðun nefndarinnar var sú að taka verðtrygginguna ekki úr sambandi, með þeim rökum að standa vörð um eignir lífeyrissjóðana. Engu að síður töpuðu lífeyrissjóðirnir 500 milljörðum á verðbréfabraski hjá bönkunum sem fór í vaskinn í hruninu og það var engin nefnd skipuð til að taka ákvörðun um hvort velta ætti kostnaðinum af því yfir á einhvern annan, heldur var því bara kyngt á kostnað lífeyrisþega án þess að spyrja neinn. Vegna þessa hefur þurft að skerða framtíðarlífeyristekjur nú þegar um 130 milljarða frá 2008 og eru langt frá því öll kurl komin til grafar.

Þarna sést alveg hvernig hægt er að fara í raunhæfa útfærslu á því hvernig hægt væri að leiðrétta skuldastöðu íslenskra heimila til að jafna byrðarnar af hruninu. Það er ekkert óraunhæft við það þó að stjórnmálaflokkur aðhyllist þá stefnu. Menn geta verið með eða á móti þeirri stefnu en vinsamlegast ekki fullyrða að það sé ekki hægt, og halda því svo fram á sama tíma að evruaðild gæti verið raunhæf.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.3.2013 kl. 20:14

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Magnús það er ekkert til sem heitir óverðtryggð lán í umhverfi þar sem verðtrygging ríkir.Þarna er verið að plata fólk.Bankinn verður að ná í verðtrygginguna sína með öðrum hætti,þ.e. hærri vextir.Ef vextirnir hækka um,segjum 2% þá eru þessi 2% að koma í staðinn fyrir verðtrygginguna.Það á að hugsa svolítið áður en talað er .

Jósef Smári Ásmundsson, 27.3.2013 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband