Leita í fréttum mbl.is

Enn um verðtryggingu og þátt hennar í næstu kosningum!

En röfla allir um að það þurfi að afnema verðtryggingu á lánum. Halló það þarf engin að taka verðtryggð lán í dag.

Það bjóða allir bankar í dag óverðtryggð lán til húsnæðiskaupa. En eðlilega þarf fólk að hafa greiðslugetu til að taka þau því þau eru fyrstu áratugina með hærri greiðslum en óverðtryggð lán.

Eins eru menn að tala um að verðtryggð lán séu svo erfið af því að laun séu ekki verðtryggð en staðreyndin er t.d. ef horft er aftur til 2001 þá hafa laun hækkað um 20% umfram verðtryggingu eðað vísitölu.

Svo gleyma allir flokkar sem hrópa þetta að segja frá því að þetta getur ekki gillt aftur í tíman. Ef að leiðrétt á þau lán verða bætur að koma til enda eru þau að mestu leiti hjá Íbúðalánsjóð og Lífeyrissjóðum. Og lífeyrissjóðir eiga ekki það fé sem þeir lána heldur eru það sjóðsfélagar.  Þannig að röflið um að bankarnir sé ekki ofgóðir að fella niður öll lán á fólki eigia ekki við nema í minnihluta lána. Það eru skattgreiðendur og lífeyriseigendur sem eiga í hlut. Og þessir peningar eru því að mestu þá teknir öllum einstaklingum til að bæta upp stöðuna hjá sumum.  Ef að reglum verður breytt þannig að þeir sem taka leiðréttingu þurfi þá þegar að starfslokum kemur að búa við lækkaðan lífeyrir og þurfi þá að selja eigur sínar upp í framfærslu þá værum við kannski að tala um sanngrini.  En þeir færu örugglega í baráttu þá að fá jafnmiklar greiðslu og aðrir og þurfa ekki að losa um eignir. 

Svo ég kaupi bara ekki þessi rök.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband