Leita í fréttum mbl.is

Smugan ekkert að skafa af þessu.

Í pistli á Smugan.is segir:

Skömmu eftir janúarbyltinguna 2009 spratt formaður Framsóknarflokksins upp eins og túnfífill að vori.  Hann gerðist flokksbundinn framsóknarmaður mánuði fyrir formannskjör í þessum flokki sem var hálf munaðarlaus, eftir hamfarirnar í íslensku samfélagi  og tók við kórónunni úr hendi  Valgerðar Sverrisdóttur, ráðherrans sem einkavæddi bankanna og lék lykilhlutverk við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Hann var fyrsti formaðurinn í stjórnarandstöðu sem svaraði ekki í síma, heldur lét aðstoðarmann sinn, fyrrum kynningarfulltrúa KB banka, taka niður tímapantanir.
 
Sléttfeitur, drýldinn og vatnsgreiddur, með æfða sjónvarpsframkomu, greip hann hvern boltann á fætur öðrum á lofti, Icesave- skuldaniðurfellingar-útlendingaótta, allt sem vel til vinsælda var fallið. Hann varð hetja hins sjálfstæða Íslendings, flutti úr Þingholtunum í úthverfi, úðaði I sig feitu lambakjöti og féll frá framboði í Reykjavík og flutti sig í Norðausturkjördæmi.
 
Byltingin sem hófst á Austurvelli haustið 2008 og heimtaði valdið í hendur fólksins hefur nú fundið hinn sanna íslenska alþýðumann. Hann á nokkur hundruð milljónir í banka og helsti bakhjarl hans er ein spilltasta pólitíska elíta Íslands. Þetta er maðurinn sem er um það bil að brjóta blað í sögunni og leiða smáflokkinn sinn í hartnær hreina meirihlutastjórn eins og landið liggur núna. Hann ætlar að kaupa atkvæðin okkar, mestmegnis með skattfé sem við leggjum sjálf til og peningum sem annars færu í að borga erlendar skuldir, en vextir af þeim gera það meðal annars að verkum að velferðarkerfið er að molna í sundur.
 
Svo segja menn að Álfheiður Ingadóttir hafi stjórnað byltingunni gegnum farsíma. Hvað var manneskjan að hugsa? (Þóra Kristín Ásgeirsdóttir)

 


mbl.is Framsókn eykur forskotið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kosningarnar verða amerískari og amerískari eftir því sem örvæntingin eykst í þeim flokkum sem núna horfa upp á algera gjöreyðingu í komandi  kosningum.

Öllu púðri eytt í að níða persónur og moka sem mestum skít í allar áttir.

Kjósendur kæra sig bara ekkert um svona aumingjaskap, á meðan ekki tekst að gagnrýna stefnumál á efnislegum forsendum halda framsóknarmenn áfram að moka inn fylginu.

Og á meðan Vg eiga ekki skárri vörn en þetta, halda þeir áfram að hrynja í fylgi.

Sigurður (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 13:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Sigurður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2013 kl. 17:28

3 identicon

Aumkunnarvert!

pjakkur (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband