Leita í fréttum mbl.is

Nokkur atriði sem eru að verða ljóst að þjóðin vill:

Stór hluti þjóðarinnar vill:
  •  alls ekki að útgerðinn borgi auðlindagjald nema til mála mynda.Framsókn ætlar að afnema það skv. ræðum á Alþingi
  •  vill alls ekki nýja gjaldmiðil heldur halda áfram með krónuna
  •  vill að virkjað verði hér eins og aldrei sé morgundagurinn og rammaáætlun hennt út í ystu myrkur. Og orkan væntanlega nær gefin eins og gert var hér áður. 
  •  vill hér all ekki lægra matvöruverð
  •  vill að hér verði aftur tekið upp helmingaskiptakerfi þar sem vinir stjórnarflokkana fá öll þau embætti sem eru eitthvað bitastæð
  •  vill að hér verði tekin upp aftur einkavinavæðing enda eru fólk að styðja 2 flokka sem báðir skarta formönnum sem eru úr ættum fjárfesta.
  • vill að að hér séu teknar gríðarlegar áhættur með fjármuni hennar út í óvissuna. 

Þetta er það sem stór hluti þjóðarinnar vill. Því það er ljóst þó að allt færi á besta veg þá fær hluti þjóðarinnar engar verulegar leiðréttingar á lánum sínum næstu árin því að það tekur langan tíma að taka á því að skaffa peninga frá kröfuhöfum til að nota í meintar leiðréttingar framsóknarmanna.

Verði ykkur að góðu!


mbl.is Framsókn með 29%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gagnrýnin hefur nú barar aldrei komist upp á hærra plan en þetta plan bulls og útúrsnúninga.

Almenningur er búinn að horfa upp á umræður á þessu leikskólastigi núna í 4 ár og er bara að gera kröfur um aðeins málefnalegri gagnrýni en þetta.

Þetta virkar ekki, og á meðan þið skiljið það ekki að þá haldið þið áfram að falla.

Sigurður (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 22:24

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Þjóðin vill sanngjarnt auðlindagjald, ekki ESB (og þá ekki Evru), virkja skynsamlega, samkeppni á matvörumarkaði og lægri álagningu þurftafreks ríkisins. Hún vill ekki vinstri- stjórnaða Landsvirkun en þarf að eiga við öll þau embætti sem 4 vinstri ár hafa troðið í. Hún vill ekki einkavæðingu í skjóli nætur að hætti Steingríms og Jóhönnu, heldur opna sölu. Þjóðin vill að ríkið lágmarki afskipti sín af atvinnulífinu og fjárfesti aðeins í sameiginlegum þáttum fólksins.

Þess vegna kýs hún ekki Samfylkingu eða Vinstri græn. Hún fékk nóg af því.

Ívar Pálsson, 12.4.2013 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband