Leita í fréttum mbl.is

Bara svona af gefnu tilefni: Ég er ekki talsmaður Samfylkingarinnar!

Hef tekið eftir því oft og iðulega að í athugasemdum hér við bloggið mitt og eins að facebook er fólk svo grunnhyggið að telja að ég sé að tala í nafni Samfylkingar eða sé að miðla einhverju sem mér er sagt að segja.  Mér er ljúft og skilt að benda á að þetta er algjört bull. Og þessi hugmynd fólks að fólk sem tekur afstöðu með einum flokk eða máli og talar fyrir því sé þá sérstakir útsendarar flokka. Ég hef aldrei verið beðinn um slíkt enda held ég að flokkar myndu biðja ritfærari mann en mig um það.  Hér tala hundruð bloggara gegn ESB en fæstir þeirra eru stimplaðir útsendarar eða talsmenn Heimssýnar, Framsóknarflokksins eða einhvers annars.

Nú hef ég ekki farið leynt með að ég styð ríkisstjórnina. Ég er flokksbundin Samfylkingarmaður en skrif mín hér og annarsstaðar eru bara mín innlegg í umræðunn. Ég hef aldrei farið leynt með að mér er illa við stefnu Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins og því mótast mín skirf af því. En menn hafa bullað um:

  • Að ég sé á launum frá Samfylkingunni
  • Að ég sé i einhverrjum bloggher Samfylkingarinnar
  • Að ég sé að skrifa að beiðni einhverra

En ég verð að hryggja menn held að fæstir flokkar ef nokkrir séu með skipulagt lið bloggara. Held að flestir eins og ég bara tjái sig á eigin spýtur og standi með þeim málstaði sem þeir trúa á. Það má einstaka sinnum finna á netinu einhvern hóp manna sem hugsanlega vinna saman og nota blogg sem hluta af því að koma málstað sínum til skila en það er afar sjaldan og yfirleitt mjög augljóst.  Held að fólk geri stundum of mikði úr samsærum og skipulagðir bloggstarfsemi. Sem og fleiru sem bara stenst ekki rök.  T.d. vantar mig alltaf skýringar á því að Steingrímur og Jóhanna hafi átt að vera í einhverju samsæri gegn heimilum en með fjármagnseigendum.  Og hvaða hag þau hefðu átt að hafa af því . 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er gott hjá þér Magnús.Það eru ekki allir sem sjá að þeir hafa skrifað vitleysu.Þú átt heiður skilið.En því miður er of seint fyrir þig að halda því fram að þú hafir ekki skrifað bullið í þágu Samfylkingarinnainnar.En batnandi monnum er best að lifa.

Sigurgeir Jónsson, 14.4.2013 kl. 03:47

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er mjög gott hjá þér.Haltu áfram á sömu braut.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 14.4.2013 kl. 03:49

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Endurtkið:Gott hjá þér Magnús,heiðalegt og gott.

Sigurgeir Jónsson, 14.4.2013 kl. 03:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband