Þriðjudagur, 16. apríl 2013
Ritstjóri Viðskiptablaðsins um tillögur framsóknarmanna! Og annarra!
Leiðari Viðskiptablaðsins:
Þjóðnýting skulda
Tillögur Framsóknarflokksins ganga út á að þeir sem skulda mest og eiga verðmætustu eignirnar fái mest.
Það er fullkomlega ábyrgðarlaust að sjá ekki í gegnum kosningaloforð Framsóknarflokksins um almenna skuldaleiðréttingu á húsnæðislánum. Í fyrsta lagi er ekkert fast í hendi varðandi ímyndaðan hagnað ríkissjóðs gangi nauðasamningar við kröfuhafa gömlu bankanna eftir. Í öðru lagi, ef hagstæðir samningar nást, er það forgangsatriði að greiða niður skuldir ríkissjóðs þannig að allir landsmenn og framtíðarkynslóðir njóti ávinningsins.
Tillögur Framsóknarflokksins ganga út á það að þeir sem skulda mest, og eiga verðmætustu eignirnar, fái mest í sinn hlut við lækkun skulda. Það er jafnvel fólk sem er ekki í greiðsluvandræðum þótt eiginfjárstaðan sé neikvæð. Fyrir þennan hóp fólks er farsælast, eins og fyrir alla landsmenn, að hagvöxtur hér aukist með almennum aðgerðum ríkisvaldsins þannig að verðmætasköpun aukist. Það er ekkert réttlæti fólgið í því að eignafólk fái stærstan hluta af takmörkuðu fé ríkissjóðs í sinn hlut til að lækka skuldir sínar. Almenn skuldaleiðrétting tekur ekki á vanda þeirra sem verst standa.
Tillögur Framsóknarflokksins munu þar af leiðandi ýta undir skuldasöfnun ríkissjóðs og auka á verðbólgu. Það myndi koma sér illa fyrir þá sem annaðhvort eiga ekki neitt eða skulda ekki neitt. Þá má aldrei gleyma því að núverandi ráðamenn í dag bera líka ábyrgð á framtíðinni með ákvörðunum sínum. Það er óábyrgt og óásættanlegt að frambjóðendur kaupi sér stuðning til þingsetu á kostnað framtíðarinnar. Þegar þetta er sett í samhengi við skuldir hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, ábyrgð á Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna er varla hægt að fjötra komandi kynslóðir í frekari skuldaklafa. Í Viðskiptablaðinu í dag kemur fram að heildarskuldir ríkissjóðs í byrjun þessa árs námu tæpum tvö þúsund milljörðum króna sem er um 119% af vergri landsframleiðslu.
Í byrjun árs 2008 námu skuldir ríkisins til samanburðar um 570 milljörðum króna eða 39% af landsframleiðslu. Samkvæmt fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að vaxtagreiðslur ríkisins nemi um 88 milljörðum króna sem mætti nota til að reka Háskóla Íslands í tæp sex ár.
Þá kemur fram í Viðskiptablaðinu að heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélaga nemi um 261 milljarði króna. Óuppfyllt fjárþörf íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2013 nemur tæpum 4,7 milljörðum króna. Til að mæta því gati verður að hækka skatta og gjöld eða hætta við fjárfestingar sem annars þarf að ráðast í til að viðhalda innviðum í rekstri sveitarfélaga.
Þetta kerfi er ekki lengur sjálfbært og það verður að stöðva frekari skuldasöfnun og hefja niðurgreiðslu lána. Þetta þekkja allir sem reka heimili og rekstur hins opinbera er ekki mikið frábrugðinn nema stjórnmálamenn geta tekið sér það vald að taka peninga af fólki með valdi gangi reikningsdæmið ekki upp. Og það er auðvelt að eyða peningum sem er ekki sjálfsaflafé til að auka við fylgi sitt. Þess vegna er ábyrgðarlaust að styðja við þær hugmyndir sem Framsóknarflokkurinn hefur sett fram fyrir þessar kosningar.
Bæði Katrín Júlíusdóttir og Katrín Jakobsdóttir hafa talað með ábyrgari hætti um lækkun skulda ríkissjóðs og átta sig á þeirri stöðu sem ríkissjóður er kominn í. Vissulega eru leiðir og áherslur ólíkar á milli flokka en þó er virðingarvert að þær átti sig á samhengi hlutanna. Það hafa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins einnig gert og eru með ábyrgar tillögur þegar kemur að ríkisfjármálum og lækkun skulda. Það á ekki að refsa þeim framboðum sem leggja fram skýra stefnu. Stefna Framsóknarflokksins byggir á skýjaborgum sem blása verður á fyrir kjördag. Það á ekki að þjóðnýta einkaskuldir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.