I. Fyrr á árinu sat ég fund í Reykjavík þar sem Sigmundur Davið útskýrði hvernig XB ætlaði að leiðrétta skuldastöðu heimilanna (segjum um 200 milljarða):
Í gegnum skattkerfið.
II. Í viðtali við í Silfri Egils 10. febrúar sl. benti Frosti Sigurjónsson á annan valkost ef Ísland innleiddi nýtt peningakerfi sem XB hefur til athugunar:
Seðlabanki Íslands gæti fjármagnað 250-300 milljarða.
III. Þann 27. apríl sl. birti Viðskiptablaðið viðtal við Frosta.
Aðspurður um fjármögnun á leiðréttingu húsnæðisskulda svaraði hann:
Skattlagning þrotabúa gömlu bankanna gæti skilað 240 milljörðum.
IV. Þann 5. apríl birti DV viðtal við Vigdísi Hauksdóttur.
Í samantekt DV á viðtalinu segir m.a.:
Aðspurð segir hún að sérstakt efnahagsteymi innan Framsóknarflokksins hafi farið yfir og mótað þær tillögur sem flokkurinn leggi nú fram í efnahagsmálum. Það sé því fjarstæða að tillögur flokksins séu óraunhæfar og settar fram án þess að hafa verið vel ígrundaðar, líkt og sumir hafa haldið fram að undanförnu. Að mati Vigdísar eru þetta því mjög vel útpældar og vel skoðaðar hugmyndir sem flokkurinn leggur nú fram.
Ofangreindir valkostir eru því vel ígrundaðir, vel útpældir og vel skoðaðir.
V. Það er því ekki allt sem sýnist með tal XB út og suður um fjármögnun afskrifta húsnæðisskulda.
Efnahagsteymi XB hefur augljóslega hannað vel ígrundað og vel útpælt trompspil XB í kosningabaráttunni:
Afskrift húsnæðisskulda um e.t.v. 200 + 300 + 240 = 740 milljarða.
Því enginn þriggja valkostanna útilokar hina tvo. (Greinin er hér)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.