Miðvikudagur, 17. apríl 2013
Árangur Ríkisstjónarinnar - Bara af því að allir eru búnir að gleyma því.
Flott blogg á dv.is þar sem Jóhann Páll skrifar. Þar segir hann m.a.
Á síðustu fjórum árum hafa ýmis mistök verið gerð. En að mínu viti blikna þau í samanburði við þann árangur sem náðst hefur. Ég ætla að rifja upp nokkrar staðreyndir:
1. Ríkisstjórnin hefur náð fjárlagahallanum úr 216 milljörðum niður í 3,6 milljarða.
2. Þegar stjórnin tók við nam atvinnuleysið 9,3 prósentum. Í dag er það 4,7 prósent.
3. Þegar ríkisstjórnin tók við var verðbólgan 18,6 prósent en í dag er hún um 4 prósent.
4. Seinni hluta kjörtímabilsins hefur hagvöxtur á Íslandi verið með því besta sem gerist í Evrópu.
5. Á útrásarárunum var Ísland í hópi þeirra þjóðfélaga sem bjuggu við mesta misskiptingu auðs og tekna. Í dag skipar Ísland sér í hóp þeirra ríkja þar sem jöfnuður er mestur.
6. Líklega hefur engin ríkisstjórn barist jafn ötullega gegn kynbundnu ofbeldi og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Austurríska leiðin, sem veitir lögreglu heimild til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum, hefur loksins verið lögfest. Kaup á vændi hafa verið bönnuð. Samningur Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi hefur verið fullgiltur og að sama skapi samningur Evrópuráðsins um baráttu gegn mansali. Þar að auki hefur verið gripið til margvíslegra úrræða til að stemma stigu við kynferðisofbeldi.
7. Fyrst nú hefur ríkið tekið að sér að niðurgreiða almennar tannlækningar barna.
8. Ríkisstjórnin hefur hækkað veiðigjald til að tryggja almenningi aukna hlutdeild í gróðanum í sjávarútvegi. Áætlað er að veiðigjaldið skili ríkissjóði 15 milljörðum á þessu ári sem nýtast munu til fjárfestinga af ýmsu tagi.
9. Bókhald ríkisins hefur verið gert opnara og gegnsærra en það var, meðal annars með nýjum upplýsingalögum.
10. Eftirlaunaforréttindi þingmanna ráðherra og æðstu embættismanna hafa verið afnumin.
11. Ríkisstjórnin skipaði nýjan forstjóra Landsvirkjunar sem hefur gjörbreytt stefnu fyrirtækisins í þá átt að hámarka verðið (og þar með arðinn) sem við fáum fyrir auðlindina. Fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar neitaði Landsvirkjun af einhverjum ástæðum að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju. Öll umræða um skynsemi stóriðjuframkvæmda var af þeim sökum út og suður. Þessu var strax breytt eftir að ný forysta tók við. (Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla: http://www.visir.is/nytur-rikisstjornin-sannmaelis-/article/2012709069963)
12. Davíð Oddsson var rekinn úr Seðlabankanum.
13. Ráðuneytum hefur verið fækkað úr 12 niður í 8.
14. Ísland hefur viðurkennt sjálfstæði Palestínu og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sent Ísraelsríki fingurinn.
15. Fyrir hrun bjuggu Íslendingar við flatan tekjuskatt og eitt hægrisinnaðasta skattkerfi í Evrópu. Á síðustu árum fyrir hrun var skattkerfið orðið þannig að þeir sem mestar tekjur höfðu greiddu lægra hlutfall tekna sinna í skatt en meðaljóninn. Þessu hefur núverandi ríkisstjórn breytt. Fyrir vikið hafa skatthlutföll lækkað hjá stærstum hluta þjóðarinnar, skrifar Jón. Ásakanir stjórnarandstöðunnar og hægrimanna um skattpíningu vanhæfu vinstristjórnarinnar eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Tekjuskattar eru ennþá lægri hér en víðast hvar á Norðurlöndunum og fyrirtækjaskattur einn sá lægsti í heiminum.
16. Útgjöld til þróunarmála hafa verið aukin til muna en á árum áður stóðum við samanburðarlöndum okkar langt að baki í þessum málaflokki.
17. Fyrst nú hafa ein hjúskaparlög verið lögfest.
18. Tekist hefur að hlífa heilbrigðis- og menntakerfinu í mun meira mæli en annars staðar í Evrópu. Samkvæmt einu virtasta tímariti heims um heilbrigðismál er Ísland gott dæmi um ríki sem tókst að skera rækilega niður í ríkisrekstri án þess að það kæmi verulega niður á heilbrigðiskerfinu. Í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafa framlög til tækjakaupa á Landspítalanum og fjórðungssjúkrahúsunum verið aukin.
19. Sótt hefur verið um aðild að Evrópusambandinu, enda bendir margt til þess að innganga í sambandið geti bætt lífskjör hér á landi. Aðildarsamningurinn verður borinn undir þjóðina þegar hann liggur fyrir.
20. Ríkisstjórnin hefur staðið sem klettur gegn ævintýralegum þrýstingi um almenna skuldaniðurfellingu. Slík skuldaniðurfelling hefði haft afleitar afleiðingar, skrifar Jón. Hún hefði kostað ríkið hundruð milljarða og því í raun þýtt miklu hærri skatta í áratugi. Þá hefði hún gagnast stóreignafólki mest og lágtekjufólki minnst. Í stað almennrar niðurfellingar hefur ríkisstjórnin staðið fyrir aðgerðum sem beinast sérstaklega að þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda.
21. Fyrst nú hefur barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verið lögfestur.
22. Í stað þess að halda bönkunum í greipum ríkisins og stunda fyrirgreiðslupólitík á borð við þá sem tíðkaðist á Íslandi á árum áður, einkavæddi þessi fyrsta vinstristjórn Íslandssögunnar tvo af bönkunum þremur á skömmum tíma án spillingar. Það verður að teljast talsvert afrek.
23. Árið 2012 skipaði Ísland fyrsta sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála í heiminum. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða taka gildi á þessu ári og hlutur kynjanna í ríkisstjórn og í æðstu embættum ríkisins hefur að fullu verið jafnaður. (Stjórnarráðið: http://www.stjornarrad.is/rikisstjorn/frettir/nr/502)
24. Gerð hefur verið skýrsla um eflingu græna hagkerfisins og grænna starfa.
Og svo fjallar hann um hvers við eigum að vænta af örðum flokkum sjá hér
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:26 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Ef allur þessi listi væri 100% réttur, heldur þú að fylgi stjórnarflokkana væri eins og það er og þar fyrir utan með alla fjölmiðlana á bak við sig sem básuna ekkert nema hversu vel núverandi Ríkistjórn hefur staðið sig?
Þetta stenst ekki elsku kallinn minn.
Kveðja frá Las vegas
Jóhann Kristinsson, 18.4.2013 kl. 04:04
Það má nú deila um hvort stór hluti af þessu geti talist árangur, eins hvort stjórnin hafi í raun haft nokkuð með það að gera. sem dæmi:
1. Fjárlagahallinn varð 200+ milljarðar EITT ár vegna EINNAR uppákomu, hann hefði lækkað sjálfvirkt um nánast alla þá upphæð strax næsta ár þó ekki hefði einu sinni verið sitjandi ríkisstjórn.
3. Verðbólgan var 18% vegna gengisfalls í eitt skipti - hún lækkaði sjálfvirkt í kjölfarið - aftur eitthvað sem hefði gerst án ríkisstjórnar, jafnvel farið betur án þess að hafa ríkisstjórn.
5. Ef einhver "aukinn jöfnuður" hefur átt sér stað þá er það ekki vegna þess að þeir verst stöddu standi betur, miklu frekar að þeir best stöddu hafi annað hvort tapað tekjum eða séu farnir. Sem sagt í sönnum sósíalískum anda eiga allir að hafa það jafn skítt.
6. Bann við kaupum á vændi hefur ekki gert nokkurn hlut í að minnka mansal á Íslandi, sennilega munu langtímaáhrifin verða þau sömu og þegar eru farin að koma í ljós í bæði Noregi og Svíþjóð - mansal tengt vændi hefur aukist verulega með tilkomu "sænsku leiðarinnar".
15. Flatur skattur inniheldur ekki skattafrádrætti, þannig að það er beinlínis rangt að á Íslandi hafi verið flatur skattur.
16. Aukin útgjöld eru ekki góður árangur, ef eitthvað er þá hefði mátt byrja á því að skoða hvort eitthvað sé verið að gera af viti fyrir peningana sem þegar var verið að nota. Svíþjóð er t.d. að draga verulega saman sín útgjöld til þróunarmála vegna þess að árangurinn af þeim virðist vera nánast enginn.
19. Er það virkilega árangur að ganga gegn vilja þjóðarinnar með því að sækja um aðild að yfirþjóðlegu valdi?
23. Það er áhugavert að kalla það árangur að binda í lög kynbundna mismunum.
24. Það er ekki árangur að skrifa og birta skýrslu, það eru hefðbundin blaðurstjórnmál þar sem verið er að forðast að gera nokkuð.
Sumir hlutir eru vissulega góðir á þessum lista, t.d.
2. Atvinnuleysið hefur minnkað, spurningin er bara hvort ríkisstjórnin hefur haft nokkur jákvæð áhrif þar.
4. Sama hér, hagvöxtur hefur verið góður en hann var líka gríðarlega góður fyrir aðkomu núverandi stjórnar.
7. Loksins viðurkennir ríkið að tennurnar eru raunverulega í líkamanum - plús í kladdann hér fyrir stjórnina.
8. Þetta var nú niðurstaða sem stjórnin var neydd í vegna þess að allar hennar tillögur reyndust ýmist stjórnarskrárbrot eða líklegar til að slátra sjávarútvegnum á einu bretti.
9. Opnara bókhald ríkisins er alltaf kostur þó alltaf megi gera betur þar - plús fyrir stjórnina!
10. Eftirlaunamál þingmanna voru gott mál frá stjórninni
11. Breytt stefna Landsvirkjunar virðist í fyrstu vera gott mál en gæti komið í bakið á almenningi með tímanum, plús með fyrirvara.
12. Miðað við sirkusinn sem tók við þegar Davíð var rekinn úr Seðlabankanum þá er nú erfitt að sjá þetta sem eitthvað jákvætt, í besta falli hlutlaust.
13. Fækkun ráðuneyta: Samþjöppun valds er ALDREI af hinu góða.
14. Viðurkenning á sjálfstæði Palestínu er svolítið tvíeggjað, jákvætt að Palestína fékkst loksins til að stofna ríki en frekar skrýtið að Ísland standi á móti allri Vestur-Evrópu í þessu máli.
20. Skuldaniðurfellingu hefði verið hægt að gera strax þegar nýju bankarnir voru stofnaðir og tóku yfir eignasöfn gömlu bankanna. Eftir það verður slíkt aldrei annað en hrein og klár eignaupptaka þannig að stjórnin fær hálfan plús, heilan fyrir að halda aftur af skuldaniðurskriftum og hálfan í mínus fyrir hlut Samfylkingar í að gera það ekki strax í byrjun.
21. Barnasáttmálinn er bara jákvætt mál - plús þar!
22. Einkavæðing bankanna er svolítið vafasamur plús, jákvætt að bankarnir voru einkavæddir en neikvætt að amk önnur einkavæðingin var gerð vegna krónískrar hræðslu stjórnarinnar við málaferli.
Gulli (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 09:36
Ég held að það sé nú meira að marka það sem Einar Björn skrifar.
Að slá sig til riddara fyrir það sem þú ekki gerðir!
Svokallaður listi yfir "árangur ríkisstjórnarinnar" hefur verið að flugi um netið. Í umræðu um daginn kom einn einstaklingur með eina útgáfu af honum. Eins og sjá má hér að neðan:
Skuldatryggingaálagið!
"Síðan Jóhanna tók við sem Forsætisráðherra. Hefur skuldatryggingaálag Íslenska ríkisins farið úr 1500 punktum í 150."
Skuldatryggingaálag fór niður stærstum hluta v. þess að viðskiptajöfnuður landsins snerist við - sjá ferilinn að neðan.
Eins og sjá má af ferlinum er mjög snöggur hápunktur, sem stendur mjög skamma stund. En meðaltalið vikurnar í kringum hrunið er álagið að sveiflast milli rúmlega 1000 punkta og upp í rétt rúmlega 1100 punkta eða 11%.
- Hagstæður viðskiptajöfnuður þíðir að landið á fyrir skuldum.
- Og það skapar að sjálfsögðu traust sem eflist smám saman eftir því sem fram líður og landið heldur áfram að eiga fyrir skuldum.
- Ríkisstj. þurfti í reynd ekkert að gera, annað en að búa ekki til nýjar gjaldeyrisskuldir.
Sem hún reyndar bjó töluvert til af. Og barðist síðan um hæl og hnakka lengi vel sbr. Icesave málið, að stórfellt auka á þær - sem með miklu harðfylgi tókst að forða. Ég sé í reynd ekki neitt í þessu atriði sem hún getur hælt sér af. Nema að þegar hún var búin að tapa Icesave deilunni í tvö skipti. Gafst hún upp við þann verknað að auka okkar gjaldeyrisskuldir og þar með lækka okkar lífskjör. Ríkisstj. reyndi sem sagt lengi vel, að hækka sem mest skuldatryggingaálag landsins, sem að sjálfsögðu hefði verið afleiðing skuldaaukningarinnar í gegnum icesave.Ferill yfir þróun skuldatryggingaálags Íslands!
Endurfjármögnun fjármálastofnana!
Fjárlagahalli úr 230 milljörðum niður í 3.
Vandi við þessa tölu er að hallinn fyrsta starfsár ríkisstjórnarinnar var eðlilega mjög mikill, vegna þess að fyrsta árið var verið að endurreisa hrundar fjármálastofnanir - sjá t.d. eftirfarandi skýrslu: FYRIRGREIÐSLA RÍKISINS VIÐ FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI OG STOFNANIR Í KJÖLFAR BANKAHRUNSINS
Sumt er eðlilega umdeilt, eins og SpKef, Sjóvá Almennar, Saga Capital o.flr. En menn greinir á hvort að allt þ.s. ausið var fé í það ár, var nauðsynlegt.
En stóra málið var auðvitað "endurreisn Landsbanka." Það var líklega óhjákvæmilegt að láta ríkið a.m.k. halda eftir einum af bönkunum þrem.
En punkturinn er - - að stærsti hluti hallans þetta ár, var kostnaður sem fór fram í eitt skipti.
Ekki í reynd hluti af "rekstrarvanda ríkisins."
Næsta árið, var hallinn meira en 100ma.kr. minni. Ekki vegna stórfellds árangurs í því að ráða við rekstur ríkisins.
Í reynd ætti að taka endurfjármagnanir fjármálastofnana út fyrir sviga - til að fá eðlilegan samanburð við árin á eftir, og miklu raunhæfari samanburð á "árangri ríkisstjórnarinnar" þegar kemur að rekstri ríkisins.
Að lokum, er þegar ljóst að hagvöxtur sá sem ríkið notaði sem viðmið í sl. desember þegar verið var að ganga frá fjárlögum þessa árs - eru ekki að standast. Hallinn verður því algerlega örugglega meiri en 3ma.kr. þetta ár. En engin leið að slá nokkurri tölu fastri.
Við getum verið að tala um halla upp á ma. tugi.
Verðbólguholfskeflan!
Verðbólga úr 18 % niður í 4%.
Verðbólga fór sannarlega í 18% þegar mest var. Og hefur lækkað í 4%. En þ.e. villandi að kalla það árangur ríkisstjórnarinnar.
En þegar gengið féll um 50% þá þíddi það að allir innflytjendur varnings þurftu að verðleggja sína vöru á ný skv. hinu nýja gengi. Þetta tók nokkurn tíma að spila sig í gegn, þ.s. lagerar ganga til þurrðar mishratt eru endurnýjaðir á misjöfnum tímum, að auki þurfti fj. fyrirtækja að hækka verð á þjónustu vegna þess að aðföng erlendis frá urðu dýrari mæld í krónum.
Í hagkerfinu hefur verið og enn er eftir hrun - slaki, ekki þensla. Ekkert innan hagkerfisins er því að búa til verðbólgu.
Þannig að ef ekkert heimskulegt er gert af hálfu stjórnvalda eins og t.d. að samþykkja háar innistæðulausar launahækkanir eða að setja seðlaprentvélar á útopnu. Þá gat sú verðbólga ekki annað en horfið þegar verðhækkana skriðan leið hjá.
Vöruskiptajöfnuðurinn!
Vöruskiptajöfnuðurinn var neikvæður 1996 til 2008 en hefur verið hagstæður í hverjum einasta mánuði síðan Jóhanna Sigurðar dóttir tók við.
Viðsnúningur vöruskiptajafnaðar Íslands var einmitt - mikilvæg hliðaráhrif gengisfalls krónunnar. Síðan 2008 hefur gengið séð um að viðhalda honum, þ.e. ýmist hækkað eða lækkað á víxl, eins og fólk væntanlega hefur tekið eftir sbr. hækkun sl. sumar þegar gjaldeyristekjur fóru upp lækkun þess sl. haust þegar þær fóru niður, hækkun aftur sem er hafin v. væntinga um auknar gjaldeyristekjur v. sumarvertíðar í ferðamennsku sem er rétt að hefjast, og örugglega lækkar hún aftur nk. haust þegar ferðamannavertíð þessa árs er búin.
Þannig gætir krónan gersamlega með sjálfvirkum hætti að jöfnuðinum - sem stjv. þurfa nákvæmlega ekki neitt að skipta sér af. Þetta er einn meginkosturinn við það að hafa eigin gjaldmiðil.
Án eigin gjaldmiðils - - þarf að stýra jöfnuðinum gagnvart útlöndum með stjv. aðgerðum, sannarlega. En ekki ef þú ert með eigin gjaldmiðil. Þá þurfa stjv. ekki neitt að skipta sér af því atriði.
Gjaldeyristekjur!
Gjaldeyristekjur hafa aldrei verið hærri
Önnur hliðaráhrif gengisfalls krónunnar hefur verið að hagstætt gengi hennar hefur frá hruni gert Ísland að miklu mun hagstæðara ferðamannalandi en Ísland var á sl. áratug.
Þetta hefur skapað síðan hrun - stöðuga gjaldeyristekjuaukningu frá ferðamennsku, þetta er stigmögnun þ.e. aukning ár eftir ár eftir ár.
Ég man ekki eftir nokkrum aðgerðum ríkisins til að efla ferðaþjónustu - en það sé fyrst og fremst hagstætt gengi sem hafi skapað þá aukningu í ferðamennsku.
Ríkisstj. fékk happdrættisvinning frá móður náttúru þ.e. makrílgöngur og góð loðnuvertíð.
Til samans - hefur þetta skapað þann "hagvöxt" sem ríkisstjórnarflokkarnir eru að státa sér af.
Atvinnuleysi!
Atvinnuleysi er 4.6% stefndi í 20 % þegar Jóhanna tók við.
Enda ferðamennska þegar sjálfvirkt án afskipta ríkisstj. í aukningu v. hagstæðs gengis krónu.
Síðan, fékk ríkisstj. happdrættisvinning frá móður náttúru í formi - makríls og góðrar loðnuveiði.
Restina af lækkun þess, skýrist af í bland brottflutningi fólks og því að fólki í námi hefur fjölgað töluvert. Með öðrum orðum, það fækkaði á vinnumarkaði. Ég man einungis eftir einni vinnuskapandi aðgerð - eitt sumarið fékk fólk skattaafslátt til þess að kaupa verktakavinnu til að laga til heima hjá sér.
Niðurstaða
Ríkisstj. gerði í reynd mjög lítið til þess að skapa störf. Þvert á móti gerði hún mun meir til þess, að eyða störfum - sem atvinnulífið var að skapa. Með því að auka flækjustig skattkerfis sem eykur kostnað þeirra, þíðir að þau geta haldið færri við vinnu. Að auki, hefur mikið verið aukið á ríkiseftirlit sem þíðir aukna skriffinnsku, sem einnig þíðir aukinn kostnað. Og því færri störf. Ekki má gleyma hækkun skatta á atvinnulíf, sem einnig eykur kostnað þess og leiðir til færri starfa.
Mér sýnist ríkisstjórnin ef miðað er við þennan lista ætli sér að eigna sér meintan árangur, sem verður að segjast - að er ekki fyrir hennar tilverknað.
Flest af þessu, gerðist án þess að hún kæmi nokkuð nálægt.
Kv.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 18.4.2013 kl. 09:37
Atriði númer 13 átti að sjálfsögðu að vera í neikvæða hlutanum.
Gulli (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.