Mánudagur, 22. apríl 2013
Nú þegar eru um 3000 búnir að skrifa undir. Endilega skrifa!
Klárum dæmið
Ein mikilvægasta spurningin sem Íslendingar standa frammi fyrir er hvort aðild að ESB yrði okkur til góðs eða ekki. Verði sú spurning ekki útkljáð af þjóðinni sjálfri má gera ráð fyrir þrotlausum deilum um málið næstu ár og áratugi.Aðildarviðræðum við ESB mun væntanlega ljúka innan árs. Við undirrituð viljum ljúka samningum við ESB, svo við getum sjálf tekið upplýsta ákvörðun um hvort aðild hentar okkar eða ekki. Við viljum ekki treysta þingmönnum einum fyrir því.
Við erum alls ekki öll sannfærð um að aðild að ESB henti okkur. En við viljum að þjóðin fái að ráða ferðinni. Við viljum klára dæmið.
Vilja ljúka viðræðunum við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Þú skrökvar hér, Magnús Helgi, gegn skýrum orðum Stefáns Hauks Jóhannessonar, aðal"samninga"nefdarmanns Íslands í þessum viðræðum, um að það taki TVÖ ÁR að ljúka viðræðunum. Sama skrökið er uppi hjá Katrínu platformanni VG, eins og til að réttlæta að láta VG samþykkja framhald Össurarferlisins.
Össurarumsóknin : þingsályktunartillagan og meðferð hennar var stjórnarskrárandstæð (gegn 17. og 19. grein) og brot gegn landráðalögum (86. gr. laga nr.19/1940) og er að mínu mati efni í landsdóm. Tillagan var þvert gegn þeim eindregna vilja þjóðarinnar að standa utan þessa Evrópusambands, sem sýnt hefur sig í ÖLLUM skoðanakönnunum frá því að sótt var um upptöku í þann miður geðslega selskap, og ekkert umboð kjósenda var á bak við hinn nauma meirihluta þingmanna, sem samþykkti þetta, heldur var þar verið að kúga vissa þingmenn til hlýðni -- enn eitt stjórnarskrárbrotið (gegn 48. greininni). Þá er stuðningur stjórnarsinna við 230 milljóna áróðursapparatið Evrópu[sambands]stofu brot á 88. gr. landráðalaganna.
Þegar Jóhönnustjórnin hafði opið tækifæri til að fá umboð kjósenda til umsóknarinnar um inntöku Íslands í Evrópusambandið, þá þorði hún ekki að fara þá leið, vitandi það, að meirihluti þjóðarinnar hafði ekki á því áhuga og hefur aldrei haft síðan!
Jón Valur Jensson, 22.4.2013 kl. 20:38
Jú, ef um aðildarviðræður með ásættanlegum samningsmarkmiðum af hálfu íslenskra stjórnvalda væri að ræða þá myndi maður mjög líklega ljá undirskriftarlistanum nafnið sitt. En því miður er löngu komið á daginn að ekki er um neitt eiginlegt samningaferli að ræða heldur þaulskipulagt aðlögunarferli!!! Forsvarsmenn ESB hafa fyrir löngu marg ítrekað leiðrétt þau ósannindi Össsurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og fleiri stjórnarliða að um samningarferli sé að ræða. Þetta fjögurra ára aðlögunarferli hefur gengið út á það að Íslensk stjórnvöld hafa hægt og bítandi verið að taka upp heilu lagabálka ESB án þess að Alþingi hafi gefið ríkisstjórninni nokkurt umboð til þess hvað þá þjóðin. Eftir allan þennan tíma hefur að vonum hinni íslensku nefnd (undir rangnefninu samninganefnd)ekki getað bent á eitt einasta atriði sem samið hafi verið um enda ekki um neitt að semja (a.m.k. alls ekki neitt sem máli skiptir).
Daníel Sigurðsson, 22.4.2013 kl. 21:05
Ykkur finnst þá í lagi núna að safna undirskriftum á netinu.....?
Eitthvað var það nú öðruvísi síðast...
En þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem afstaða ykkar snýst um 180 gráður, eftir því sem ykkur henta í hvert sinn.
Sigurður (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 21:34
Þetta er nú bara einhver skoðanakönnun vistuð hjá erlendri netveitu. Því miður ekki alvöru undirskriftasöfnun með eigið bakendakerfi og þar af leiðandi álíka trúverðugt og tilboðin sem ég fæ reglulega send í tölvupósti. Veit bara ekkert hvaðan þau koma og hvar þau hafa verið. Er vartölupróf á kennitölusvæðinu?
En hérna er könnun þar sem er alvöru sérforritað bakendakerfi með vartöluprófi, hýst á Íslandi en þar hafa 12579 manns skrifað undir:
http://www.skynsemi.is/
Áframhaldandiviðræðusinnar hafa því nákvæmlega 9.188 til stefnu þegar þetta er skrifað. Gangi þeim vel að telja Bart Simpson.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.4.2013 kl. 21:49
Sigurður veit ekki til þess að fólk sé að móti því að safna undirskriftum á netinu. Það var hinsvegar settar efasemdir um það þegar var verið að fara þess á leit að Froseti skrifaði ekki undir lög sem fólki fannst að þetta þyrfti að vera öruggt. En í þessu tilfelli veriða allir að samþykkja undirskrift sína með staðfestingu í gegnum Email. Og svo er þetta bara áskorun til þingmanna að halda viðræðum áfram eftir kosnignar. Þetta hefur ekkert með samþykkt eða synjun laga eða samninga að gera. Við viljum bara fá samning til að kjósa um. Og nú eru um 3500 búnir að skrifa undir.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.4.2013 kl. 21:53
P.s. og ég hef ekkert með þennan lista að gera. það er Illugi Jökulsson sem setti hann af stað og er ábyrgur fyrir honum. Ég vill bara að við sem vonum að hægt sé að ná samningi sem er okkur í hag náist og hjápi okkur í framtíðinni að ná sama stöðugleika og Svíar Danir og Finnar hafa t.d. í lánamálum, gengismálum, sem og afnám tolla á vörum okkar sem gerir okkur samkeppnirhæfari og auka hér lífskjör. Auk þess að eiga í nánu samstarfi við löndin sem við kjósum að eiga sem mest samskipti við.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.4.2013 kl. 21:56
bara ágætt framtak þarna finnst mér - nei menn hafa sinn lista og núna höfum við okkar list.
guðmundur ásgeirsson - vartöluprófun er ágæt. sumir, eins og t.d. ég kunnu að útbúa kennitölur ef þurfti. þessi lausn að staðfest undirskrift með emaili er mun betir. og virkar - ég er búinn að skrifa mig á listann
Rafn Guðmundsson, 22.4.2013 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.