Leita í fréttum mbl.is

Nú þegar eru um 3000 búnir að skrifa undir. Endilega skrifa!

Klárum dæmið



Ein mikilvægasta spurningin sem Íslendingar standa frammi fyrir er hvort aðild að ESB yrði okkur til góðs eða ekki. Verði sú spurning ekki útkljáð af þjóðinni sjálfri má gera ráð fyrir þrotlausum deilum um málið næstu ár og áratugi.

Aðildarviðræðum við ESB mun væntanlega ljúka innan árs. Við undirrituð viljum ljúka samningum við ESB, svo við getum sjálf tekið upplýsta ákvörðun um hvort aðild hentar okkar eða ekki. Við viljum ekki treysta þingmönnum einum fyrir því.

Við erum alls ekki öll sannfærð um að aðild að ESB henti okkur. En við viljum að þjóðin fái að ráða ferðinni. Við viljum klára dæmið.

 Undirskrftalistinn er hér


mbl.is Vilja ljúka viðræðunum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú skrökvar hér, Magnús Helgi, gegn skýrum orðum Stefáns Hauks Jóhannessonar, aðal"samninga"nefdarmanns Íslands í þessum viðræðum, um að það taki TVÖ ÁR að ljúka viðræðunum. Sama skrökið er uppi hjá Katrínu platformanni VG, eins og til að réttlæta að láta VG samþykkja framhald Össurarferlisins.

Össurarumsóknin : þingsályktunartillagan og meðferð hennar var stjórnarskrárandstæð (gegn 17. og 19. grein) og brot gegn landráðalögum (86. gr. laga nr.19/1940) og er að mínu mati efni í landsdóm. Tillagan var þvert gegn þeim eindregna vilja þjóðarinnar að standa utan þessa Evrópusambands, sem sýnt hefur sig í ÖLLUM skoðanakönnunum frá því að sótt var um upptöku í þann miður geðslega selskap, og ekkert umboð kjósenda var á bak við hinn nauma meirihluta þingmanna, sem samþykkti þetta, heldur var þar verið að kúga vissa þingmenn til hlýðni -- enn eitt stjórnarskrárbrotið (gegn 48. greininni). Þá er stuðningur stjórnarsinna við 230 milljóna áróðursapparatið Evrópu[sambands]stofu brot á 88. gr. landráðalaganna.

Þegar Jóhönnustjórnin hafði opið tækifæri til að fá umboð kjósenda til umsóknarinnar um inntöku Íslands í Evrópusambandið, þá þorði hún ekki að fara þá leið, vitandi það, að meirihluti þjóðarinnar hafði ekki á því áhuga og hefur aldrei haft síðan!

Jón Valur Jensson, 22.4.2013 kl. 20:38

2 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Jú, ef um aðildarviðræður með ásættanlegum samningsmarkmiðum af hálfu íslenskra stjórnvalda væri að ræða þá myndi maður mjög líklega ljá undirskriftarlistanum nafnið sitt. En því miður er löngu komið á daginn að ekki er um neitt eiginlegt samningaferli að ræða heldur þaulskipulagt aðlögunarferli!!! Forsvarsmenn ESB hafa fyrir löngu marg ítrekað leiðrétt þau ósannindi Össsurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og fleiri stjórnarliða að um samningarferli sé að ræða. Þetta fjögurra ára aðlögunarferli hefur gengið út á það að Íslensk stjórnvöld hafa hægt og bítandi verið að taka upp heilu lagabálka ESB án þess að Alþingi hafi gefið ríkisstjórninni nokkurt umboð til þess hvað þá þjóðin. Eftir allan þennan tíma hefur að vonum hinni íslensku nefnd (undir rangnefninu samninganefnd)ekki getað bent á eitt einasta atriði sem samið hafi verið um enda ekki um neitt að semja (a.m.k. alls ekki neitt sem máli skiptir).

Daníel Sigurðsson, 22.4.2013 kl. 21:05

3 identicon

Ykkur finnst þá í lagi núna að safna undirskriftum á netinu.....?

Eitthvað var það nú öðruvísi síðast...

En þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem afstaða ykkar snýst um 180 gráður, eftir því sem ykkur henta í hvert sinn.

Sigurður (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 21:34

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er nú bara einhver skoðanakönnun vistuð hjá erlendri netveitu. Því miður ekki alvöru undirskriftasöfnun með eigið bakendakerfi og þar af leiðandi álíka trúverðugt og tilboðin sem ég fæ reglulega send í tölvupósti. Veit bara ekkert hvaðan þau koma og hvar þau hafa verið. Er vartölupróf á kennitölusvæðinu?

En hérna er könnun þar sem er alvöru sérforritað bakendakerfi með vartöluprófi, hýst á Íslandi en þar hafa 12579 manns skrifað undir:

http://www.skynsemi.is/

Áframhaldandiviðræðusinnar hafa því nákvæmlega 9.188 til stefnu þegar þetta er skrifað. Gangi þeim vel að telja Bart Simpson.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.4.2013 kl. 21:49

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurður veit ekki til þess að fólk sé að móti því að safna undirskriftum á netinu. Það var hinsvegar settar efasemdir um það þegar var verið að fara þess á leit að Froseti skrifaði ekki undir lög sem fólki fannst að þetta þyrfti að vera öruggt. En í þessu tilfelli veriða allir að samþykkja undirskrift sína með staðfestingu í gegnum Email.  Og svo er þetta bara áskorun til þingmanna að halda viðræðum áfram eftir kosnignar. Þetta hefur ekkert með samþykkt eða synjun laga eða samninga að gera.  Við viljum bara fá samning til að kjósa um.  Og nú eru um 3500 búnir að skrifa undir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.4.2013 kl. 21:53

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. og ég hef ekkert með þennan lista að gera. það er Illugi Jökulsson sem setti hann af stað og er ábyrgur fyrir honum. Ég vill bara að við sem vonum að hægt sé að ná samningi sem er okkur í hag náist og hjápi okkur í framtíðinni að ná sama stöðugleika og  Svíar Danir og Finnar hafa t.d. í lánamálum, gengismálum, sem og afnám tolla á vörum okkar sem gerir okkur samkeppnirhæfari og auka hér lífskjör. Auk þess að eiga í nánu samstarfi við löndin sem við kjósum að eiga sem mest samskipti við.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.4.2013 kl. 21:56

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

bara ágætt framtak þarna finnst mér - nei menn hafa sinn lista og núna höfum við okkar list.

guðmundur ásgeirsson - vartöluprófun er ágæt. sumir, eins og t.d. ég kunnu að útbúa kennitölur ef þurfti. þessi lausn að staðfest undirskrift með emaili er mun betir. og virkar - ég er búinn að skrifa mig á listann

Rafn Guðmundsson, 22.4.2013 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband