Leita í fréttum mbl.is

Skattpýning almenning og ójöfnuður

Bendi á 2 greinar sem í dag má finna inn á www.visir.is

Fyrst er það grein eftir Stefán Ólafsson sem segir m.a.

Fréttablaðið, 22. feb. 2007 05:45

Ofsköttuð þjóð

Eftir allt tal ágætra landsfeðra vorra um skattalækkanir síðustu tíu árin stendur þetta uppúr. Skattar á fyrirtæki hafa lækkað úr 45% í 18%, skattar á flesta tekjuliði fjárfesta lækkuðu úr um 45% í 10%, eigna- og erfðafjárskattar hafa lækkað og hátekjuskattur er aflagður. Þetta eru allt raunverulegar breytingar sem einkum hafa nýst stóreignafólki og hátekjufólki. Almenningur hefur hins vegar búið við sýndarlækkanir skatta. Álagningarhlutfall var lækkað (sem minnkaði skattbyrði) en um leið voru skattleysismörkin látin dragast afturúr launaþróuninni (sem jók skattbyrði). Nettóútkoman varð að heildarskattbyrði 90% heimila jókst markvert, mest hjá fólki í lægri tekjuhópum og meðaltekjufólki. Ójöfnuður ráðstöfunartekna jókst fyrir vikið og eldri borgarar drógust afturúr. Greinin í heild

Og grein eftir Þorvald Gylfason þar sem segir m.a.

Fréttablaðið, 22. feb. 2007 06:00

Óttaslegnir ójafnaðarmenn

............Nú er öldin önnur. Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins síðan löngu fyrir aldamót hefur ójöfnuður í tekjuskiptingu hér innan lands aukizt meira og hraðar en nokkur þekkt dæmi eru um frá öðrum löndum. Þjóðhagsstofnun birti um sína daga vandaðar skýrslur um tekjuskiptingu, en stofnuninni var lokað að kröfu Sjálfstæðisflokksins, þar eð hún þótti of treg í taumi. Eftir það birtu yfirvöld engar tekjuskiptingartölur í nokkur ár.

Við svo búið mátti ekki standa. Sigurjón Þórðarson alþingismaður spurðist fyrir um málið 2004. Þáverandi fjármálaráðherra, Geir Haarde, lagði þá fram á Alþingi nýjar upplýsingar, sem staðfestu grun fyrirspyrjandans um stóraukinn ójöfnuð. Tölur ráðherrans spönnuðu árin 1995-2003 og náðu yfir bæði launatekjur og fjármagnstekjur að greiddum skatti og þegnum bótum, svo sem tíðkast, þegar þróun tekjuskiptingar er lýst gegnum tímann. Þær sýndu, að Gini-stuðullinn, sem svo er nefndur, hafði hækkað um níu stig þessi níu ár, eitt stig á ári að jafnaði. Gini-stuðullinn er algengur mælikvarði á misskiptingu tekna. Hann er í minnsta lagi núll, ef allir hafa sömu tekjur (fullur jöfnuður), og í mesta lagi 100, ef allar tekjur falla einum manni í skaut (fullkominn ójöfnuður). Ef Gini er 26 eins og í Noregi, hefur ríkasti fimmtungur heimilanna gróft reiknað þrisvar sinnum hærri ráðstöfunartekjur en fátækasti fimmtungurinn. Ef Gini er 36 eins og á Bretlandi, hefur ríkasti fimmtungur heimilanna um sex sinnum hærri ráðstöfunartekjur en hinn fátækasti. Tíu stiga hækkun Gini-stuðulsins frá einu landi eða einum tíma til annars vitnar því um tvöföldun tekjugapsins, sem skilur ríkasta fimmtung heimilanna frá hinum fátækasta, eða þar um bil. Engum datt í hug að rengja fjármálaráðherra, þegar hann kynnti þessar upplýsingar á Alþingi. Greinin í heild


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband