Leita í fréttum mbl.is

Samsæriskenning (en hef ekkert fyrir mér)!

Nú síðustu daga haf ég verið að velta fyrir mér allir þessari umræðu sem er um krónueignir þrotabúaana. Og þá pressu sem menn eru að setja á að fara nú í að klára þetta í hvelli.  Svona í ljósi þess að fyrir t.d. hópnum um snjóhengiuna sem auglýsir nú grimt eins og þeir haldi að aðrir en Framsókn ætli að láta þetta bara framhjá sér fara án þess að nýta möguleika á samningum við Kröfuhafa.  Og þá komum við að samsæriskenningu sem er að grafa um sig hjá mér:

  • Nú er ljóst að um helmingu af þessum krönueignum eru nýju bankarni 2 Arion og Íslandsbanki.
  • Þessir bankar eiga auk þess eignarhluti í ýmsum stórum fyrirtækjum t.d. HB Granda og fleira
  • Þar að auki eiga þeir kröfur á nærri öll stærstu fyrirtæki Íslands.

Þessir bankar sem yrðu þá eftir hér á hjá okkur ef að erlendur aðilarnir myndu semja um að fá erlendar eignir kröfubúa gömulu bankana og láta þar við sitja . Nú um helmingur þessara 800 milljarða er í allskonar innlánum, ríkisskuldabréfum og fleira.  En aftur að bönkunum.

  • Gæti verið að hópur Íslenskra fjárfesta gætu hafa komið undan töluverðu fé sem þeir geyma erlendis?
  • Gæti verið að þeir sjái sér leik á borði að í öllu þessu púsli gætu þeir fengið bankana og eingnir þeirra á hrakvirði sem þó almenningur gæti litið á sem stóra upphæð?
  • Gæti verið að inn í þessum hugmyndurm þeirra um allt að 800 milljarða sé ekki bara velvilji fyrir Ísland heldur að þeir ætli sér að hagnast á því á kostnað okkur. Þ.e. fá verðlaun fyrir að berjast fyrir þessari lausn?
  • Gæti verið að þetta séu kannski undir niðri þar sem við sjáum ekki sama fólkið og fór hér hamförum í útrásini? 

Ef að þessar viltu getgátur mína væru réttar vildi fólk að þessir menn fengju bankana og meðfylgjandi fyrirtæki á smánarverði og færu svo fljótlega að fara sömu leið aftur?

Af hverju urðu allir svona brjálaðir þegar að lífeyrissjóðirnir voru að skoða þessa banka?  Þá allt í einu kveiknuðu viðvörunarbjöllur hjá mér.

Svo held ég að stjórnvöld hafi örugglega vitað af þessari leið að semja við kröfuhafa fyrir löngu. Róbert Westmann kynnt þessar hugmyndir fyrir 2 árum og um þær var fjallað.Nú er talað um eins og þetta sé alveg nýtt. Því skil ég ekki umræðurnar nú rétt fyrir kosningar. Það er margt t.d. hjá Framsókn sem minnir mig á gömlu góðu útrásarvikingana sem svöruðu allir gagnrýni með að fólk skldi bara ekki Íslensku leiðinna og svo hrundi hún eins og spilaborg. Allir voru að græða en engin innistæða fyrir því. Þetta snjóhengjumál minnir mig dálítið á það. 


mbl.is Kosningaloforðin almennt dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Að mínu mati er eitthvað að ske þarna á bak við tjöldin sem við vitum ekkert um. Hvað nákvæmlega það er, er vandi um að segja. En umhugsunarverð ábending hjá þér með Lífeyrissjóðina. Það mátti alls ekki!

Jafnframt er eg hissa á - miðað við totryggnina eftir hrun - að fólk skuli ekki setja neitt spurningarmerki við að Robert Wessmann er telft fram. Þetta er bara fyrrverandi útrásarvíkingur með tengsl við flesta fyrrverandi hrunverja þó eitthvað hafi slest uppá vinskapinn milli sumra eins og gengur.

Það er bara með Framsóknarflokkinn og reynslu af honum undanfarna áratugi (allt annar framsóknarflokkur en var í eldgamla daga) - að maður treystir honum ekki fyrir horn í neinum málum. það er spunalykt að þessu hjá framsókn og augljóslega er mikið fjármagn á bak við flokkinn núna og mikil auglýsinga- og PR mennska.

Hitt er svo önnur umræða, að það íhugunarvert hvernig auglýsinga/lýðskrum framsóknar og PR framsetning - virðist hitta á einhverja taug í mörgum íslendingum. Það er alveg sérstök umhugsun. Einhver svona brasktaug. Að til séu einfaldar leiðir til að redda málum og þá kemur auðvitað alveg sérstaklega sú hlið sem snýr að útlendingum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.4.2013 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband