Leita í fréttum mbl.is

Hagstjórnarmistök

Það er góð grein á www.visir.is eftir þá Bjarna Már Gylfason, hagfræðing Samtaka iðnaðarins og Ólaf Darra Andrason, hagfræðing AsÍ. Greinin heitir Hagstjórn og háir vextir og í henni segir m.a.

Sérfræðingar Hagfræðistofnunar bentu á það í ársskýrslu stofnunarinnar 2005 að stýrivextir gætu verið lægri, ef ríkisútgjöld hefðu vaxið minna eða tekjurnar meira. Því er ljóst að með auknu aðhaldi í ríkisútgjöldum og skynsamlegri tímasetningu skattalækkana væru stýrivextir hér lægri en þeir eru nú og verðbólgan líklega minni.

En hvernig stendur á því að stjórnvöld hafa ekki beitt sér fyrir skynsamlegri hagstjórn? Skammtímasjónarmið stjórnmálamanna hafa leitt til þess að ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa ekki verið samstiga í hagstjórninni. Ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir, sem nema tugum milljarða króna á ári í toppi hagsveiflunnar, juku óstöðugleika og ýttu undir verðbólgu. Það sama má segja um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka lánshlutfall íbúðalána í miðri uppsveiflu. Vissulega var um ánægjulegar breytingar að ræða, sem til lengri tíma hafa jákvæð áhrif, en tímasetningin var alröng.

Það voru líka gerð mistök í stjórn peningamála. Ákvarðanir Seðlabankans í febrúar 2003 um að lækka bindiskyldu og styrkja gjaldeyrisforðann juku peningamagn í umferð. Sú aðgerð ýtti undir útlánaþenslu og verðbólgu. Miðað við þau mistök sem gerð hafa verið í stjórn ríkisfjármálanna hefði bankinn þurft að hækka vexti sína meira og hraðar í byrjun hagsveiflunnar. Hefði bankinn beitt sér meira þá, væru vextirnir lægri í dag. Í raun hafa stýrivaxtahækkanir Seðlabankans elt verðbólguvæntingar en ekki tekist að hemja þær.

Síðar í greininni segir

Minni fyrirtæki og heimilin líða sérstaklega fyrir þessa háu vexti en stærri fyrirtæki og opinberir aðilar sækja sér lánsfé til útlanda. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki skulduðu um 115 milljarða í yfirdráttarlán í desember og heimilin í landinu 67 milljarða. Yfirdráttarvextir af slíkum lánum á ári eru um 40 milljarðar. Þá eru önnur lán ótalin. Því er óhætt að segja að vaxtahækkanir Seðlabankans séu „þensluskattur" sem lagður hefur verið á heimilin og minni fyrirtæki.

Hár fjármagnskostnaður og miklar gengissveiflur veikja atvinnulífið til langs tíma og skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja. Sterkt gengi styrkir innflutning en veikir útflutning. Þetta er sérstaklega bagalegt fyrir fyrirtæki í útflutnings- og samkeppnisgreinunum og einnig sprota- og hátæknifyrirtæki sem eru að byggja upp starfsemi sína. Skammtímaáhrifin eru lægra innflutningsverðlag en langtímaáhrifin eru þau að verðmæt störf flytjast úr landi. Greinin í heild

Fróðleg lesning



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er bara cody paste hjá þér???????????????????????  hver er þín skoðun og hvað villt þú gera....ekki éta allt hrátt  ég kalla eftir þinni skoðun

ehud (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 09:28

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ehud ég hef oft rætt um það áður. Ég er sammála þessu. Það voru mistök að gera allt á sama tíma: Hækka húsnæðis láninn upp í 90% á sama tíma og stóð yfir þennsla vegna ýmissa aðgerða annarra eins og stóriðju, peningaflæði inn í landið. Ég tel að ríkð hafi ekki gripið til mótvægisaðgerða með því að draga úr framkvæmdum. Þá tel ég að stýrivaxtahækkanir í svona slumpum eins og Seðlabankinn hefur gert síðustu ár hafi bara virkað takmarkað. Og ég tel að kosningaloforðin sem stjórnin er að gefa núna um framkvæmdir út um allt, valdi því að þennslan eigi efitir að aukast á næstunni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.2.2007 kl. 09:51

3 identicon

útskýrðu þessi ummæli væntanlegs fjármálaráðherra Samfylkingarinnar, ég nefnilega skil ekki hagspeki ykkar vinstri manna mjög vel

Ef ég verð fjármálaráðherra...

Ef ég verð fjármálaráðherra ætla ég að beita mér fyrir því að lögum um gjaldþrot einstaklinga verði breytt þannig að kröfur á hendur þeim, sem sætir gjaldþroti, falli niður við lok skipta, ef ekki fæst fullnusta þeirra við gjaldþrotaskiptin. 

Í dag geta lánastofnanir, og aðrir kröfuhafar, rofið fyrningarfrest og viðhaldið kröfum fram í hið óendanlega. Þó menn fari í gjaldþrot, og missi allar eigur sínar, geta kröfuhafarnir látið kröfurnar lifa endalaust – og hundelt menn fram í andlátið ef því er að skipta.- 

Þetta er ósanngjarnt, og ósiðlegt í hæsta máta, og mætti færa mörg tök fyrir því.  

Fyrir vikið þá eiga menn ekki sjens við gjaldþrot, geta aldrei orðið nýtir þjóðfélagsþegnar, og verða að stunda svarta vinnu, eða framfleyta sér með öðrum ólögmætum hætti. Gjaldþrot gerir með öðrum orðum heiðarlegt fólk sem lendir í vanda - að ótíndum glæpamönnum. 

Þessu ætla ég semsagt að breyta þegar mínir menn fara í ríkisstjórn – og guð forði bönkunum frá því að gera annaðhvort mig eða Jóhönnu Sigurðardóttur að arftaka Árna Matt.

ehud (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 11:30

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er nú ósköp augljóst. Hann er að tala um að ef einstaklingar lenda í því að verða gjaldþrota þá sé það ekki þolandi að þeim verði eftir það ómögulegt að rétta sig við þar sem að allt sem þeir eignast er þegar tekið upp í skuldir. Og þetta gerir það að verkum að það eru margir einstaklingar sem hafa ekki uppgefin laun sem og að allar þeirra eignir eru skráðar á aðra. Ég held að það sé helst hversu langan tíma lánveitendur og ríkið hafa til að innheimta skuldrinar hjá einstaklingum ólíkt fyrirtækjum þar sem að skuldir eru látnar niðurfalla eftir gjaldþrotaskipti.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.2.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband