Leita í fréttum mbl.is

Skuldaleiðrétting úr vasa heimilanna - Segir Gunnar Tómasson Hagfræðingur

Skuldaleiðrétting úr vasa heimilanna

Tveir pennar á eyjan.is, þau Stefán Ólafsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir, deila um hugmyndir XB um leiðréttingu á skuldastöðu heimilanna með krónueignum úr vasa erlendra kröfuhafa í þrotabú Glitnis og Kaupþings.

Þar sem ég tel hugmyndir XB vera RUGL þá vil ég leggja orð í belg og útskýra þær peningafræðilegu forsendur sem endurspeglast óbeint í umsögn minni, en ættu að vera ljósar öllum sem hafa hugleitt málið.

Forsendurnar má setja fram í stuttu máli sem hér segir:

  1. Allar krónueignir kröfuhafanna eru bókhaldsstærðir en ekki raunstærðir (t.d. gull).
  2. Í bókhaldsstærðunum býr óvirkur kaupmáttur en ekkert raunvirði.
  3. Krónueign kröfuhafanna er 400 ma. af ríkisskuldabréfum og reiðufé.
  4. Framsal til ríkisins á 300 ma. myndi lækka hreina skuldastöðu ríkisins um 300 ma.
  5. Heimilisskuldir eru bókhaldsstærðir hjá lánastofnunum.
  6. Lækkun heimilisskulda um 300 ma. fer fram með millifærslu af bókhaldsstærðum.
  7. Við millifærsluna hækkar hrein skuldastaða ríkisins um 300 ma.
  8. Í bókhaldi lánastofnana verður engin breyting á hreinni eignastöðu við millifærsluna.
  9. Millifærslan gerir óvirkan kaupmátt virkan til hagsbóta fyrir skuldsett heimili.
  10. En ríkið er jafn skuldsett eftir sem áður.
  11. Að öllu öðru óbreyttu hefur virkur kaupmáttur lánastofnana aukist um 300 ma.
  12. Aukning virks kaupmáttar (peninga í umferð) um 300 ma. er verðbólguhvati.
  13. Aukning virks kaupmáttar um 300 ma. yfir 20 ár dreifir verðbólguhvatanum.
  14. Dreifingin verður í mynd 300 milljarða ríkisskuldabréfs sem greiðist á 20 árum.
  15. Almenningur ber kostnaðinn af leiðréttingu heimilisskulda í báðum tilfellum.

Hugmyndir XB um leiðréttingu heimilisskulda með krónueignum úr vasa erlendra kröfuhafa samræmist ekki niðurstöðunni í lið 15.


mbl.is Nánast jafnstórir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorglegt að horfa upp á Gunnar Tómasson eyðileggja trúverðugleika sinn í pólitískum tilgangi.

Hann hefur ritað margt mjög gott efni og birt okkur frá hruni.

T.d. veit Gunnar það vel að liður 11 er tóm þvæla, framsóknarflokkurinn hefur marglýst því yfir að það yrði að grípa til mótvægisaðgerða til að koma í veg fyrir aukið magn peninga í umferð, t.d. hækka bindiskyldu eða annað sem er bara útfærsluatriði.

Samfylkingin hefur hins vegar alla tíð talað um að fá aðstoð evrópska seðlabankans að losa þessar eignir kröfuhafanna.

Þá koma aðeins tvær leiðir til greina, að evrópski seðlabankinn gefi okkur skipsfarm af evrum, eða láni okkur þær.

Þetta þýðir stórkostlega hækkun á skuldum ríkisins, kröfuhafar fá allt sitt upp í topp og heimilin/skattgreiðendur sitja uppi með skaðann.

Nei takk, þá kýs ég frekar flokk sem hefur kjark í að hjóla í þessa vogunarsjóði, og skila árangrinum aftur til lántakenda, þaðan sem þessir peningar koma allir upphaflega.

Sigurður (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 11:23

2 identicon

"Skuldaleiðrétting úr vasa heimilanna"

Þvílíkt edemis Bull,þeir sem ollu Forsendubrestinum, eiga að borga hann til baka, til dæmis með því að lagður verði eignaskattur á þrotabúin, mrgar aðrar leiðir koma til greina, án þess að heimilin þurfi að taka á sig eina krónu.

Síðan á eftir að fara í skaðabótamál við þrotabúin, vegna ólöglegra gengisbudinna lána, sem hafa valdið heimilunum og fyrirtækjum ómældum skaða og hörmungum, skaðabætur upp á mörghundruð miljarða,síða á verðtryggingin eflaust eftir að bætast við.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 11:39

3 identicon

Sigurður.

Mér var bent á athugasemd þína hér að ofan, sem þú hefur augljóslega skrifað í flýti - ella myndir þú væntanlega ekki bera fram eftirfarandi:

T.d. veit Gunnar það vel að liður 11 er tóm þvæla, framsóknarflokkurinn hefur marglýst því yfir að það yrði að grípa til mótvægisaðgerða til að koma í veg fyrir aukið magn peninga í umferð, t.d. hækka bindiskyldu eða annað sem er bara útfærsluatriði.

---

Liður 11 er eftirfarandi:

Að öllu öðru óbreyttu hefur virkur kaupmáttur lánastofnana aukist um 300 ma.

Hér hefur þú misskilið eitthvað þvi:

Að öllu öðru óbreyttu = EF ekki er gripið til mótvægisaðgerða.

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband